„Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. ágúst 2022 21:38 Í dag tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að börnum yngri en tólf ára yrði meinaður aðgangur að gosinu. Vísir/Vilhelm Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. Börnum betur treystandi Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var þó nokkuð rólegt yfir ákvörðun lögreglustjóra. Hvað finnst þér um að lögregla hafi bannað börnum tólf ára og yngri að fara upp að eldgosinu? „Verður maður ekki bara pínulítið að treysta á að lögreglan viti hvað hún er að gera. Ég held að ég myndi líta bara svolítið þannig á það,“ segir Sigurbjörg Sæunn. „Ég held að það meiki sense. Ég myndi ekki treysta þessum gæja nálægt þessu. Ég myndi halda á honum allan tímann og ég nenni því ekki ef ég er að fara upp að eldgos,“ segir Benjamín sem var með syni sínum Degi þegar fréttastofa ræddi við hann. Mismunun eðli máls samkvæmt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er einn þeirra sem efast um lögmæti ákvörðunar lögreglunnar. „Það er kannski rétt að taka fyrst fram að almannavarnarlög eru alveg skýr með að það er almenn heimild til að loka svæðum ef það er það sem þarf til að tryggja öryggi fólks. Og sjálfsagt að lögreglan geri það ef til dæmis veðuraðstæður þarna upp frá kalla á það. En málin fara að vandast þegar þú ferð að skilyrða lokunina við einhverja hópa. Það er bara eðli máls samkvæmt mismunun,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að mismunun þarf að byggja á skýrri lagaheimild og málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir henni. Hann telur að lögreglan sé að túlka lögin rýmra en lagatextinn býður upp á. „Þá væri nú forvitnilegt að sjá hvaða hættumat og hvaða sérfræðingar hafa verið notuð til að taka þessa ákvörðun. Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun og miðað við tólf ár bara af því bara,“ segir Andrés. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. Börnum betur treystandi Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var þó nokkuð rólegt yfir ákvörðun lögreglustjóra. Hvað finnst þér um að lögregla hafi bannað börnum tólf ára og yngri að fara upp að eldgosinu? „Verður maður ekki bara pínulítið að treysta á að lögreglan viti hvað hún er að gera. Ég held að ég myndi líta bara svolítið þannig á það,“ segir Sigurbjörg Sæunn. „Ég held að það meiki sense. Ég myndi ekki treysta þessum gæja nálægt þessu. Ég myndi halda á honum allan tímann og ég nenni því ekki ef ég er að fara upp að eldgos,“ segir Benjamín sem var með syni sínum Degi þegar fréttastofa ræddi við hann. Mismunun eðli máls samkvæmt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er einn þeirra sem efast um lögmæti ákvörðunar lögreglunnar. „Það er kannski rétt að taka fyrst fram að almannavarnarlög eru alveg skýr með að það er almenn heimild til að loka svæðum ef það er það sem þarf til að tryggja öryggi fólks. Og sjálfsagt að lögreglan geri það ef til dæmis veðuraðstæður þarna upp frá kalla á það. En málin fara að vandast þegar þú ferð að skilyrða lokunina við einhverja hópa. Það er bara eðli máls samkvæmt mismunun,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að mismunun þarf að byggja á skýrri lagaheimild og málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir henni. Hann telur að lögreglan sé að túlka lögin rýmra en lagatextinn býður upp á. „Þá væri nú forvitnilegt að sjá hvaða hættumat og hvaða sérfræðingar hafa verið notuð til að taka þessa ákvörðun. Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun og miðað við tólf ár bara af því bara,“ segir Andrés.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira