Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2022 12:29 Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. MYND/STEFÁN Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði af sér í gærmorgun. Talaði hún þá mjög opinskátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa áfram undir árásum annarrar þeirra. Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. „Ég held að það verði nú að teljast mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri forsetar hafa náttúrulega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann. Það þurfi þó engan að undra að mismunandi skoðanir og deilur séu uppi innan Alþýðusambandsins, það sé ekki nýtt. Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð einkennilegar. „Það er einkennandi fyrir síðastliðin eitt, tvö ár hvað átökin innan hreyfingarinnar hafa verið opinber. Menn hafa talað mjög opinskátt á báða bóga fyrir málum. Það er óvenjulegt finnst mér,“ segir Magnús Pétursson. Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að afsögn Drífu myndi ekki hafa nein áhrif á komandi kjarasamningsviðræður í nóvember. Aðildarfélögin fari sjálf með samningsumboð - ekki Alþýðusambandið. Magnús segir málið þó ekki alveg svo einfalt. Sambandið geti spilað stórt hlutverk í kjarasamningsgerð. „Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkisvaldið að koma að kjarasamningum þá hefur náttúrulega rödd Alþýðusambandsins, sameiginleg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að einstök félög hafa kannski ekki náð eyrum ríkisvaldsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum félagslegum hlutum. Og ég held að það muni hafa áhrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á næsta ársfundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr framtíð verkalýðshreyfingarinnar næstu árin. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði af sér í gærmorgun. Talaði hún þá mjög opinskátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa áfram undir árásum annarrar þeirra. Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. „Ég held að það verði nú að teljast mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri forsetar hafa náttúrulega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann. Það þurfi þó engan að undra að mismunandi skoðanir og deilur séu uppi innan Alþýðusambandsins, það sé ekki nýtt. Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð einkennilegar. „Það er einkennandi fyrir síðastliðin eitt, tvö ár hvað átökin innan hreyfingarinnar hafa verið opinber. Menn hafa talað mjög opinskátt á báða bóga fyrir málum. Það er óvenjulegt finnst mér,“ segir Magnús Pétursson. Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að afsögn Drífu myndi ekki hafa nein áhrif á komandi kjarasamningsviðræður í nóvember. Aðildarfélögin fari sjálf með samningsumboð - ekki Alþýðusambandið. Magnús segir málið þó ekki alveg svo einfalt. Sambandið geti spilað stórt hlutverk í kjarasamningsgerð. „Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkisvaldið að koma að kjarasamningum þá hefur náttúrulega rödd Alþýðusambandsins, sameiginleg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að einstök félög hafa kannski ekki náð eyrum ríkisvaldsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum félagslegum hlutum. Og ég held að það muni hafa áhrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á næsta ársfundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr framtíð verkalýðshreyfingarinnar næstu árin.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22