Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Undir útsendingunni hljóma fagrir tónar Bylgjunnar.
Gosið hefur haldið uppteknum hætti undanfarna daga og hraunið stækkar og stækkar. Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið.
Stefnt er að því að sýna frá Meradölum svo lengi sem hraun heldur áfram að malla upp úr jörðinni þar, allavega á meðan skyggni leyfir.
Beina útsendingu frá gosinu má sjá í spilaranum hér að neðan og á Stöð 2 Vísi, sem er á rás 5 í sjónvarpi Vodafone og rás 8 í sjónvarpi Símans.