Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2022 16:26 Drífa Snædal var forseti Alþýðusambands Íslands í fjögur ár. Vísir/Egill Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf. Drífa starfaði með flestum formönnunum í tíu ár, fyrst sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og síðustu fjögur ár sem forseti ASÍ. „Drífa hefur verið róttæk, sýnileg og fylgt áherslum Alþýðusambands Íslands mjög vel eftir og verið hreyfingunni til sóma á allan hátt. Hún er ósérhlífin, vinnusöm og með ótrúlegum styrk hefur hún átt stóran þátt í brjóta ýmsa múra sem hefur skilað sér meðal annars í bættum lífskjörum, einkum þeirra sem minnst hafa, auknu jafnrétti og betra samfélagi,“ segir í yfirlýsingunni. Enginn eigi að upplifa aðstæður Drífu Formennirnir segjast jafnframt harma þær aðstæður sem urðu til þess að Drífa sá sig knúna til afsagnar. Hún sagði í gær að samskipti við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. „Það á enginn að þurfa að upplifa sig við þannig aðstæður á sínum vinnustað. Verkalýðshreyfingin á að vera fyrirmyndarvinnustaður og verður að koma í veg fyrir að starfsfólk hennar upplifi sig eins og Drífa gerði,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Arnar G. Hjaltalín, Björn Snæbjörnsson, Eyþór Þ. Árnason, Finnbogi Sveinbjörnsson, Guðmundur Finnbogason, Guðrún Elín Pálsdóttir, Halldóra S. Sveinsdóttir, Hrund Karlsdóttir, Magnús S. Magnússon, Vignir S. Maríasson og Þórarinn Sverrisson. Stéttarfélög ASÍ Kjaramál Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Drífa starfaði með flestum formönnunum í tíu ár, fyrst sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og síðustu fjögur ár sem forseti ASÍ. „Drífa hefur verið róttæk, sýnileg og fylgt áherslum Alþýðusambands Íslands mjög vel eftir og verið hreyfingunni til sóma á allan hátt. Hún er ósérhlífin, vinnusöm og með ótrúlegum styrk hefur hún átt stóran þátt í brjóta ýmsa múra sem hefur skilað sér meðal annars í bættum lífskjörum, einkum þeirra sem minnst hafa, auknu jafnrétti og betra samfélagi,“ segir í yfirlýsingunni. Enginn eigi að upplifa aðstæður Drífu Formennirnir segjast jafnframt harma þær aðstæður sem urðu til þess að Drífa sá sig knúna til afsagnar. Hún sagði í gær að samskipti við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. „Það á enginn að þurfa að upplifa sig við þannig aðstæður á sínum vinnustað. Verkalýðshreyfingin á að vera fyrirmyndarvinnustaður og verður að koma í veg fyrir að starfsfólk hennar upplifi sig eins og Drífa gerði,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Arnar G. Hjaltalín, Björn Snæbjörnsson, Eyþór Þ. Árnason, Finnbogi Sveinbjörnsson, Guðmundur Finnbogason, Guðrún Elín Pálsdóttir, Halldóra S. Sveinsdóttir, Hrund Karlsdóttir, Magnús S. Magnússon, Vignir S. Maríasson og Þórarinn Sverrisson.
Stéttarfélög ASÍ Kjaramál Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23
Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54