Krakkar ósáttir með bann á gosstöðvum: „Mér finnst það ekki í lagi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 22:01 Krakkar segja bann lögreglustjórans á Suðurnesjum við að börn yngri en 12 ára gangi að eldgosinu í Meradölum ósanngjarnt. Vísir Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum um ákvörðun hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Börn segja ósanngjarnt að sumir megi ekki skoða gosið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum boðaði fyrr í vikunni bann við því að börn undir 12 ára gengju upp að eldgosinu. Gagnrýnisraddir hafa víða heyrst og nú í dag óskaði umboðsmaður Alþingis eftir skýringum á þessari ákvörðun lögreglustjórans. Ósk umboðsmanns er þrískipt; ósk eftir upplýsingum um hvort og hvenær þessi ákvörðun hafi tekið gildi og hvort gildistíminn sé takmarkaður; að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli ákvörðunin er reist og hvað hafi orðið til að miðað væri við 12 ára aldur; og síðast hvort og með hvaða hætti ákvörðunin hafi verið kynnt almenningi. En hvað finnst þeim sem bannið hefur áhrif á? Finnst þér að allir krakkar ættu að fá að fara upp að eldgosinu? „Nei ekki algjörlega,“ segir hinn átta ára gamli Pétur en sagði þó að það væri ekki gaman að krökkum væri bannað að fara. Arnaldur Kári, sem er 11 ára, er ósammála Pétri. „Mér finnst það allt í lagi á meðan það er enn verið að rannsaka gosið,“ segir Arnaldur. Hann segist hafa farið að skoða eldgosið í fyrra, sem hafi verið mjög flott. Hann langi að skoða gosið í Meradölum en er þó hikandi. „Já og nei, af því kannski getur það verið smá hættulegt.“ Bríet og Hrafntinna Kristín, sem eru níu ára gamlar, segjast vilja sjá eldgosið „geðveikt mikið.“ Þær fóru báðar að skoða síðasta eldgos, sem þeim fannst mjög gaman. Hrafntinna setti þann skilmála við foreldra sína að hún fengi sælgæti ef hún gengi að eldgosinu í Geldingadölum, sem hún og fékk. Um barnabannið við gosstöðvarnar hafa þær þetta að segja: „Þau geta kannski sett hlið eða eitthvað, sem má ekki fara nálægt. Ég veit það ekki.“ Hin átta ára gamla Hera Rut hefur ekki séð eldgosið en segist langa svolítið að fara. Hvað finnst þér um bannið? „Ekki gaman,“ segir Hera og bætir við að henni finnist að allir krakkar eigi að fá að skoða gosið. Ásdís, sem er ellefu ára, hefur ekki farið að eldgosinu í Meradölum en fékk þó að fara í fyrra. Hana langar að skoða eldgosið en hefur ekki náð aldri, samkvæmt ákvörðun lögreglunnar. „Mér finnst það leiðinlegt en ég veit það ekki alveg,“ segir Ásdís. Hinn tólf ára gamli Sæmundur er alls ekki sáttur. „Mér finnst það bara ekki í lagi,“ segir hann. Finnst þér að allir krakkar eigi að fá að skoða eldgosið? „Já, allir eiga að fá rétt á að skoða eldgosið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57 Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. 11. ágúst 2022 11:40 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum boðaði fyrr í vikunni bann við því að börn undir 12 ára gengju upp að eldgosinu. Gagnrýnisraddir hafa víða heyrst og nú í dag óskaði umboðsmaður Alþingis eftir skýringum á þessari ákvörðun lögreglustjórans. Ósk umboðsmanns er þrískipt; ósk eftir upplýsingum um hvort og hvenær þessi ákvörðun hafi tekið gildi og hvort gildistíminn sé takmarkaður; að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli ákvörðunin er reist og hvað hafi orðið til að miðað væri við 12 ára aldur; og síðast hvort og með hvaða hætti ákvörðunin hafi verið kynnt almenningi. En hvað finnst þeim sem bannið hefur áhrif á? Finnst þér að allir krakkar ættu að fá að fara upp að eldgosinu? „Nei ekki algjörlega,“ segir hinn átta ára gamli Pétur en sagði þó að það væri ekki gaman að krökkum væri bannað að fara. Arnaldur Kári, sem er 11 ára, er ósammála Pétri. „Mér finnst það allt í lagi á meðan það er enn verið að rannsaka gosið,“ segir Arnaldur. Hann segist hafa farið að skoða eldgosið í fyrra, sem hafi verið mjög flott. Hann langi að skoða gosið í Meradölum en er þó hikandi. „Já og nei, af því kannski getur það verið smá hættulegt.“ Bríet og Hrafntinna Kristín, sem eru níu ára gamlar, segjast vilja sjá eldgosið „geðveikt mikið.“ Þær fóru báðar að skoða síðasta eldgos, sem þeim fannst mjög gaman. Hrafntinna setti þann skilmála við foreldra sína að hún fengi sælgæti ef hún gengi að eldgosinu í Geldingadölum, sem hún og fékk. Um barnabannið við gosstöðvarnar hafa þær þetta að segja: „Þau geta kannski sett hlið eða eitthvað, sem má ekki fara nálægt. Ég veit það ekki.“ Hin átta ára gamla Hera Rut hefur ekki séð eldgosið en segist langa svolítið að fara. Hvað finnst þér um bannið? „Ekki gaman,“ segir Hera og bætir við að henni finnist að allir krakkar eigi að fá að skoða gosið. Ásdís, sem er ellefu ára, hefur ekki farið að eldgosinu í Meradölum en fékk þó að fara í fyrra. Hana langar að skoða eldgosið en hefur ekki náð aldri, samkvæmt ákvörðun lögreglunnar. „Mér finnst það leiðinlegt en ég veit það ekki alveg,“ segir Ásdís. Hinn tólf ára gamli Sæmundur er alls ekki sáttur. „Mér finnst það bara ekki í lagi,“ segir hann. Finnst þér að allir krakkar eigi að fá að skoða eldgosið? „Já, allir eiga að fá rétt á að skoða eldgosið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57 Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. 11. ágúst 2022 11:40 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. 11. ágúst 2022 13:57
Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. 11. ágúst 2022 11:40
Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent