„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 23:00 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og Dagur B. Eggertssonar er borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. „Þú þarft að finna út úr þessu“ Kristín Tómasdóttir skipulagði mótmælin. Þegar borgarfulltrúar mættu á svæðið þjarmaði hún að þeim og krafðist lausna. „Við höfum ekki tíma. Okkar þekking og störf nýtast ekki atvinnulífinu á meðan þið eruð að skoða einhverjar áætlanir. Við þurfum að sjá lausnir. Þið þurfið að grípa til einhverra aðgerða svo að við fáum leikskólapláss 1. september. Október, nóvember eða janúar dugar ekki. Við getum ekki verið atvinnulaus þangað til, það er ekki hægt. Því miður. Þú verður að finna út úr þessu, finna lausnir,“ sagði Kristín við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í morgun. Hvernig slær það þig að sjá alla þessa foreldra í dag? „Mér finnst bara gaman að sjá fólk í ráðhúsinu. Þetta er auðvitað mikið forgangsmál hjá borginni að brúa bilið. Við erum að setja bæði mikla fjármuni og mikinn kraft í þessi verkefni,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Ég hugsa að þessum foreldrum finnist ekki jafn gaman að vera hér og þér finnst að sjá þau í ráðhúsinu. Nú eru nokkrir mánuðir síðan leikskólaplássum var lofað í kosningunum og hér erum við í dag? „Brúum bilið áætlunin, hún var sett af stað fyrir fjórum árum og var talið að hún tæki allt að sex ár í framkvæmd. Hefur gengið vel þannig við gáfum það út síðasta vetur að við yrðum líklega ári á undan áætlun og bundum vonir við það að núna í september yrðu börn fædd í september í fyrra fyrstu tólf mánaða börnin inn. Við fáum upplýsingar í borgarráði í næsta mánuði um hvernig þetta gengur, en skóla- og frístundasvið flaggaði á það í byrjun sumars að vegna fjölgunar barna vegna flutninga til Reykjavíkur þá væri óvíst að þetta næðist,“ sagði Dagur. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir þetta miður. „Af því að þessu var lofað fyrir kosningar af þeim sem réðu hér áður. Áætlanir voru metnaðarfullar um að fjölga plássum og síðan hefur bara eitthvað gerst,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Hvað getið þið gert? Ertu inni í þessum málum? „Við erum tiltölulega nýkomin að málum í Ráðhúsinu og þetta hefur ekki verið á okkar borði í borgarráði síðan við komum til starfa, en við munum leita allra leiða til að leysa málin.“ Finnst þér þetta boðlegt? „Nei mér finnst það ekki boðlegt.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
„Þú þarft að finna út úr þessu“ Kristín Tómasdóttir skipulagði mótmælin. Þegar borgarfulltrúar mættu á svæðið þjarmaði hún að þeim og krafðist lausna. „Við höfum ekki tíma. Okkar þekking og störf nýtast ekki atvinnulífinu á meðan þið eruð að skoða einhverjar áætlanir. Við þurfum að sjá lausnir. Þið þurfið að grípa til einhverra aðgerða svo að við fáum leikskólapláss 1. september. Október, nóvember eða janúar dugar ekki. Við getum ekki verið atvinnulaus þangað til, það er ekki hægt. Því miður. Þú verður að finna út úr þessu, finna lausnir,“ sagði Kristín við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í morgun. Hvernig slær það þig að sjá alla þessa foreldra í dag? „Mér finnst bara gaman að sjá fólk í ráðhúsinu. Þetta er auðvitað mikið forgangsmál hjá borginni að brúa bilið. Við erum að setja bæði mikla fjármuni og mikinn kraft í þessi verkefni,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Ég hugsa að þessum foreldrum finnist ekki jafn gaman að vera hér og þér finnst að sjá þau í ráðhúsinu. Nú eru nokkrir mánuðir síðan leikskólaplássum var lofað í kosningunum og hér erum við í dag? „Brúum bilið áætlunin, hún var sett af stað fyrir fjórum árum og var talið að hún tæki allt að sex ár í framkvæmd. Hefur gengið vel þannig við gáfum það út síðasta vetur að við yrðum líklega ári á undan áætlun og bundum vonir við það að núna í september yrðu börn fædd í september í fyrra fyrstu tólf mánaða börnin inn. Við fáum upplýsingar í borgarráði í næsta mánuði um hvernig þetta gengur, en skóla- og frístundasvið flaggaði á það í byrjun sumars að vegna fjölgunar barna vegna flutninga til Reykjavíkur þá væri óvíst að þetta næðist,“ sagði Dagur. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir þetta miður. „Af því að þessu var lofað fyrir kosningar af þeim sem réðu hér áður. Áætlanir voru metnaðarfullar um að fjölga plássum og síðan hefur bara eitthvað gerst,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Hvað getið þið gert? Ertu inni í þessum málum? „Við erum tiltölulega nýkomin að málum í Ráðhúsinu og þetta hefur ekki verið á okkar borði í borgarráði síðan við komum til starfa, en við munum leita allra leiða til að leysa málin.“ Finnst þér þetta boðlegt? „Nei mér finnst það ekki boðlegt.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59
Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda