„Þetta er algjör skrípaleikur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 20:20 Margt var um börn í Ráðhúsinu í dag. vísir Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Þeirra á meðal var Lea, en dóttir hennar Lovísa er tæplega þriggja ára og hefur ekki fengið leikskólapláss. „Hún hefur komist inn á leikskóla þrisvar samkvæmt kerfinu en þetta er alltaf með fyrirvara. Þetta er eins og að kaupa íbúð með fyrirvara um fjármögnun, með fyrirvara um mönnun, fyrirvara um að framkvæmdum ljúki en þessir fyrirvarar ganga ekkert eftir og hún hefur ekki komist inn á leikskóla eins og staðan er núna þó hún sé með pláss í kerfinu,“ sagði Lea Dominique. „Algjör skrípaleikur“ Ingi Bekk hefur þurft að hafna vinnu til þess að sinna barni sínu sem ekki fær pláss hjá borginni. „Staðan er bara svona, hún er hræðileg. Það er ekkert annað hægt að segja. Þetta er algjör skrípaleikur.“ „Við fáum engin svör og hvergi pláss og sjáum fram á tekjulausan vetur og jafnvel ár, við vitum ekkert hvað verður,“ sagði Bergrún Helgadóttir. Ingi Bekk og Aðalbörg Sigurðardóttir eru komin með nóg af stöðunni.vísir „Ég skil hreinlega ekki hvað Reykjavíkurborg er að hugsa því þetta tekur bara annað okkar úr umferð með þeim afleiðingum sem það getur haft. Við erum með tvö önnur börn sem við þurfum að sjá fyrir þannig við þurfum bæði að vera í vinnu,“ sögðu Ingi Bekk og Aðalbjörg Sigurðardóttir. „Við viljum svör, ekki afsakanir nú er kominn tími á það,“ sagði Gunnhildur Ólafsdóttir. „Ég er búin að borga barnapíur og núna veit ég ekkert hvernig ég tækla næstu viku,“ sagði Lea. „Við erum bara í óvissunni og sjáum ekki fyrir okkur að komast í vinnu á áætluðum tíma,“ sagði Gunnhildur. Hver eru skilaboð til borgaryfirvalda? „Hysja upp um sig buxurnar og leysa þessi mál. Við og fleiri getum ekki staðið í þessu eins og þetta er núna,“ sagði Ingi. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þeirra á meðal var Lea, en dóttir hennar Lovísa er tæplega þriggja ára og hefur ekki fengið leikskólapláss. „Hún hefur komist inn á leikskóla þrisvar samkvæmt kerfinu en þetta er alltaf með fyrirvara. Þetta er eins og að kaupa íbúð með fyrirvara um fjármögnun, með fyrirvara um mönnun, fyrirvara um að framkvæmdum ljúki en þessir fyrirvarar ganga ekkert eftir og hún hefur ekki komist inn á leikskóla eins og staðan er núna þó hún sé með pláss í kerfinu,“ sagði Lea Dominique. „Algjör skrípaleikur“ Ingi Bekk hefur þurft að hafna vinnu til þess að sinna barni sínu sem ekki fær pláss hjá borginni. „Staðan er bara svona, hún er hræðileg. Það er ekkert annað hægt að segja. Þetta er algjör skrípaleikur.“ „Við fáum engin svör og hvergi pláss og sjáum fram á tekjulausan vetur og jafnvel ár, við vitum ekkert hvað verður,“ sagði Bergrún Helgadóttir. Ingi Bekk og Aðalbörg Sigurðardóttir eru komin með nóg af stöðunni.vísir „Ég skil hreinlega ekki hvað Reykjavíkurborg er að hugsa því þetta tekur bara annað okkar úr umferð með þeim afleiðingum sem það getur haft. Við erum með tvö önnur börn sem við þurfum að sjá fyrir þannig við þurfum bæði að vera í vinnu,“ sögðu Ingi Bekk og Aðalbjörg Sigurðardóttir. „Við viljum svör, ekki afsakanir nú er kominn tími á það,“ sagði Gunnhildur Ólafsdóttir. „Ég er búin að borga barnapíur og núna veit ég ekkert hvernig ég tækla næstu viku,“ sagði Lea. „Við erum bara í óvissunni og sjáum ekki fyrir okkur að komast í vinnu á áætluðum tíma,“ sagði Gunnhildur. Hver eru skilaboð til borgaryfirvalda? „Hysja upp um sig buxurnar og leysa þessi mál. Við og fleiri getum ekki staðið í þessu eins og þetta er núna,“ sagði Ingi.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59
Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01