Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Jakob Bjarnar skrifar 12. ágúst 2022 10:52 Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, er nú að moka út bókum til erlendra ferðamanna. Bækur um eldgos renna út sem heitar lummur og þá höfða bækur Hugleiks til ferðamannanna. vísir/vilhelm Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. „Það er mjög ánægjulegt að sjá þessa frábæru viðspyrnu í sölu bóka til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn í samtali við Vísi. Fjöldi titla uppseldur Að sögn framkvæmdastjórans hafði það veruleg áhrif á tekjuhlið Forlagsins þegar ferðamennirnir hurfu í Covid-ástandinu. Sala á bókum til erlendra ferðamanna hefur verið einn mikilvægasti tekjupóstur fyrirtækisins og hann núllaðist nánast algerlega í tvö ár. „Þetta kemur til með að skipta okkur miklu máli,“ segir Egill Örn. Egill segir að nú er svo komið að endurprentunarvélarnar hafi verið ræstar um það bil hálfu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir þar sem fjöldi titla er uppseldur eða við það að seljast upp. Yfirleitt er prentað inn í ferðabókalistann einu sinni á ári, í upphafi hvers árs, en nú er verið að ræsa vélarnar í ágúst, eftir frábært ferðamannasumar. Hugleikur og Pilkington höfða til ferðamannsins En hvaða bækur eru þetta sem höfða einkum til erlendra ferðamanna? Það kemur líklega engum á óvart að gríðarlegur kippur hefur komið í sölu bóka um eldgos. Úr einni bóka Hugleiks sem renna út sem heitar lummur til erlendra ferðamanna. Hugleikur er þekktur fyrir húmor sem myndi seint flokkast sem teprulegur. „En nokkur fjöldi slíkra titla var fyrir á markaðnum, meðal annars um „fyrra eldgosið“ við Fagradalsfjall. Eldgosið er nú þegar að hafa mjög jákvæð áhrif á bóksölu til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn. En það eru ekki einungis landafræði og jarðfræði sem höfða til erlendra ferðamanna. Að sögn Egils er til að mynda athyglisvert að sjá að bækur Hugleiks eru með allra vinsælustu bókum fyrir erlenda ferðamenn í dag. „Sömuleiðis eru bækur Brian Pilkington að mokast út í bílförmum. Líklega hefur samsetning ferðamanna töluvert um þetta að segja. Umtalsvert fleiri frá Bandaríkjunum en færri frá til dæmis Asíu. Jájá, það eru ekki bara hótel og bílaleigubílar sem seljast upp, bækur eru sömuleiðis að seljast upp,“ segir Egill Örn ánægður með gang mála. Og annað dæmi um lesefni sem höfðar til erlendra ferðamanna. Bókaútgáfa Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að sjá þessa frábæru viðspyrnu í sölu bóka til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn í samtali við Vísi. Fjöldi titla uppseldur Að sögn framkvæmdastjórans hafði það veruleg áhrif á tekjuhlið Forlagsins þegar ferðamennirnir hurfu í Covid-ástandinu. Sala á bókum til erlendra ferðamanna hefur verið einn mikilvægasti tekjupóstur fyrirtækisins og hann núllaðist nánast algerlega í tvö ár. „Þetta kemur til með að skipta okkur miklu máli,“ segir Egill Örn. Egill segir að nú er svo komið að endurprentunarvélarnar hafi verið ræstar um það bil hálfu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir þar sem fjöldi titla er uppseldur eða við það að seljast upp. Yfirleitt er prentað inn í ferðabókalistann einu sinni á ári, í upphafi hvers árs, en nú er verið að ræsa vélarnar í ágúst, eftir frábært ferðamannasumar. Hugleikur og Pilkington höfða til ferðamannsins En hvaða bækur eru þetta sem höfða einkum til erlendra ferðamanna? Það kemur líklega engum á óvart að gríðarlegur kippur hefur komið í sölu bóka um eldgos. Úr einni bóka Hugleiks sem renna út sem heitar lummur til erlendra ferðamanna. Hugleikur er þekktur fyrir húmor sem myndi seint flokkast sem teprulegur. „En nokkur fjöldi slíkra titla var fyrir á markaðnum, meðal annars um „fyrra eldgosið“ við Fagradalsfjall. Eldgosið er nú þegar að hafa mjög jákvæð áhrif á bóksölu til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn. En það eru ekki einungis landafræði og jarðfræði sem höfða til erlendra ferðamanna. Að sögn Egils er til að mynda athyglisvert að sjá að bækur Hugleiks eru með allra vinsælustu bókum fyrir erlenda ferðamenn í dag. „Sömuleiðis eru bækur Brian Pilkington að mokast út í bílförmum. Líklega hefur samsetning ferðamanna töluvert um þetta að segja. Umtalsvert fleiri frá Bandaríkjunum en færri frá til dæmis Asíu. Jájá, það eru ekki bara hótel og bílaleigubílar sem seljast upp, bækur eru sömuleiðis að seljast upp,“ segir Egill Örn ánægður með gang mála. Og annað dæmi um lesefni sem höfðar til erlendra ferðamanna.
Bókaútgáfa Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira