Dæmi um að ferðamenn gangi af sér skóna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2022 14:46 Reikna má með að nokkur fjöldi skoði gosið um helgina. Vísir/Villhem Frá því að eldgosið í Meradölum hófst eru dæmi um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biðlar til þeirra sem ætla að ganga að gosinu að undirbúa sig vel. Eldgosið í Meradölum trekkir að, bæði Íslendinga sem og erlenda ferðamenn sem heimsækja landið. Um fimm þúsund heimsóttu svæðið í gær og reikna má að töluverður fjöldi leggi leið sína að gosinu í dag og um helgina. Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi um hvað þyrfti að hafa í huga fyrir ferðalag að gosinu. Einn fótbrotnaði í gær Benti hann að þrátt fyrir að verið væri að lagfæra aðalgönguleiðina að gosinu, svokallaða A-leið, ætti eftir að klára það til enda. Sú vinna auðveldar aðgengið að einhverju leyti, en áfram þarf að reikna með fimm til sex tímum í ferðalagið. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Leiðin er í raun og veru ekkkert styttri en það er þægilegra að labba. Við erum búin að þétta á milli stika. Á morgun eða hinn fara upp á hundrað metra fresti svona ljósamöstur eða blikkandi ljós, upp á þokuna að gera,“ sagði Bogi. Komið hefur fyrir að ferðamenn villist af gönguleiðinni að næturlagi, eins og gerðist í nótt. Ánægjuleg upplifun með réttum undirbúningi Björgunarsveitir standa vaktina á svæðinu. Segir Bogi að ekki hafi verið mikið um að fólk hafi slasað sig, þó alltaf einn og einn. Til að mynda hafi einn fótbrotnað í gær. Þá sinna björgunarsveitarmenn ýmsum verkum á svæðinu. „Svo er einn og einn ferðamaður sem við erum að skutla niður, bæði í „guide-uðum“ hópum og á einkavegum, búnir að labba af sér skóna, það er bara ekkert eftir,“ segir Bogi. Hvetur hann alla þá sem ætla að skoða gosið að undirbúa ferðina vandlega. „Maður skilur alveg aðdráttaraflið og allt en fólk má ekki alveg gleyma sér í því, hvað á maður að segja, að nánast drepa sig við það að sjá eldgos. Útihátíðarstemmning við gosið.Vísir/Vilhelm Það þarf að hugsa þetta aðeins og um leið og þú gerir það þá líður þér miklu betur sjálfur á leiðinni. Ef þú spáir í fatnaði, hefur með þér gott að borða, ert í góðum skóm, þá er þetta bara skemmtileg upplifun,“ segir Bogi. Þá segir hann mikilvægt að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum viðbragsaðila á vettvangi. Björgunarsveitarmenn séu til að mynda með gasmæla sem betra sé að hlusta á. „Það er bara þegar þetta fer að pípa þá er betra að fara í burtu.“ Með allt þetta á hreinu geti gosferðin verið ánægjuleg upplifun. Það er vissara að vera vel búin.Vísir/Vilhelm. „Ef þú gerir þetta rétt þá er þetta eitthvað til að njóta. Það er ekkert gaman að vera aftan í björgunarsveitarbílnum hjá okkur í börum að hossast til baka. Það tekur einn klukkutíma eða meira.“ Horfa má á beina útsendingu frá gosinu hér fyrir neðan. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Bítið Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52 Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11 Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Eldgosið í Meradölum trekkir að, bæði Íslendinga sem og erlenda ferðamenn sem heimsækja landið. Um fimm þúsund heimsóttu svæðið í gær og reikna má að töluverður fjöldi leggi leið sína að gosinu í dag og um helgina. Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi um hvað þyrfti að hafa í huga fyrir ferðalag að gosinu. Einn fótbrotnaði í gær Benti hann að þrátt fyrir að verið væri að lagfæra aðalgönguleiðina að gosinu, svokallaða A-leið, ætti eftir að klára það til enda. Sú vinna auðveldar aðgengið að einhverju leyti, en áfram þarf að reikna með fimm til sex tímum í ferðalagið. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Leiðin er í raun og veru ekkkert styttri en það er þægilegra að labba. Við erum búin að þétta á milli stika. Á morgun eða hinn fara upp á hundrað metra fresti svona ljósamöstur eða blikkandi ljós, upp á þokuna að gera,“ sagði Bogi. Komið hefur fyrir að ferðamenn villist af gönguleiðinni að næturlagi, eins og gerðist í nótt. Ánægjuleg upplifun með réttum undirbúningi Björgunarsveitir standa vaktina á svæðinu. Segir Bogi að ekki hafi verið mikið um að fólk hafi slasað sig, þó alltaf einn og einn. Til að mynda hafi einn fótbrotnað í gær. Þá sinna björgunarsveitarmenn ýmsum verkum á svæðinu. „Svo er einn og einn ferðamaður sem við erum að skutla niður, bæði í „guide-uðum“ hópum og á einkavegum, búnir að labba af sér skóna, það er bara ekkert eftir,“ segir Bogi. Hvetur hann alla þá sem ætla að skoða gosið að undirbúa ferðina vandlega. „Maður skilur alveg aðdráttaraflið og allt en fólk má ekki alveg gleyma sér í því, hvað á maður að segja, að nánast drepa sig við það að sjá eldgos. Útihátíðarstemmning við gosið.Vísir/Vilhelm Það þarf að hugsa þetta aðeins og um leið og þú gerir það þá líður þér miklu betur sjálfur á leiðinni. Ef þú spáir í fatnaði, hefur með þér gott að borða, ert í góðum skóm, þá er þetta bara skemmtileg upplifun,“ segir Bogi. Þá segir hann mikilvægt að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum viðbragsaðila á vettvangi. Björgunarsveitarmenn séu til að mynda með gasmæla sem betra sé að hlusta á. „Það er bara þegar þetta fer að pípa þá er betra að fara í burtu.“ Með allt þetta á hreinu geti gosferðin verið ánægjuleg upplifun. Það er vissara að vera vel búin.Vísir/Vilhelm. „Ef þú gerir þetta rétt þá er þetta eitthvað til að njóta. Það er ekkert gaman að vera aftan í björgunarsveitarbílnum hjá okkur í börum að hossast til baka. Það tekur einn klukkutíma eða meira.“ Horfa má á beina útsendingu frá gosinu hér fyrir neðan.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Bítið Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52 Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11 Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52
Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11
Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19