Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 13. ágúst 2022 18:38 Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall piltur, gisti á Barnaspítala Hringsins í nótt en hefur verið útskrifaður. Líðan hans er stöðug. Árásin var við Ingólfstorg eftir átök á milli tveggja hópa. Lögreglan leitaði árásarmannanna í nótt og bar sú leit árangur í morgun. Hinir handteknu eru sautján og átján ára gamlir. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan hefur lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í Reykjavík. Börn koma reglulega inn á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar segir yfirlæknir en notkun nikótínpúða færist í aukana hér á landi. Hann segir yfirvöld vera of treg að bregðast við nýjum tegundum sem geta reynst hættulegar. Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur kært þýska þingið fyrir að svipta hann embættisfríðindum vegna tengsla hans við Rússland. Schröder krefst þess að fá aftur skrifstofu í þinginu með tilheyrandi starfsliði. Það kenndi ýmissa grasa í menningarlífinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við kíkjum á það. "Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum", segir sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall piltur, gisti á Barnaspítala Hringsins í nótt en hefur verið útskrifaður. Líðan hans er stöðug. Árásin var við Ingólfstorg eftir átök á milli tveggja hópa. Lögreglan leitaði árásarmannanna í nótt og bar sú leit árangur í morgun. Hinir handteknu eru sautján og átján ára gamlir. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan hefur lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í Reykjavík. Börn koma reglulega inn á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar segir yfirlæknir en notkun nikótínpúða færist í aukana hér á landi. Hann segir yfirvöld vera of treg að bregðast við nýjum tegundum sem geta reynst hættulegar. Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur kært þýska þingið fyrir að svipta hann embættisfríðindum vegna tengsla hans við Rússland. Schröder krefst þess að fá aftur skrifstofu í þinginu með tilheyrandi starfsliði. Það kenndi ýmissa grasa í menningarlífinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við kíkjum á það. "Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum", segir sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira