Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. ágúst 2022 12:39 Halldór Benjamín ásamt fráfarandi forseta ASÍ, Drífu Snædal við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara. Halldór segir engum til hagsbóta að stjórn ASÍ sé í upplausn en segir lítið svigrúm til launahækkana. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. Síðan lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur náðst góður árangur, í ljósi erfiðra aðstæðna. Þetta sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á Sprengisandi í morgun. Hann segir einnig kaupmátt og þrótt atvinnulífsins meiri en spár gerðu ráð fyrir. Nýjustu vendingar innan verkalýðshreyfingarinnar segir hann ekki hafa komið á óvart, en í kjölfar mikilla átaka sagði Drífa Snædal af sér sem forseti Alþýðusambandsins. Orðræðuna innan verkalýðshreyfingarinnar segir hann ansi hvassa. Best að hafa sterkan mótaðila „Við erum einhvern veginn komin inn á efsta stig lýsingarorða og hæsta tón áður en fyrsti fundur um endurnýjun kjarasamninga fer fram. Það finnst mér vera nýnæmi, þetta er að færast fyrr en við höfum séð áður. Ég hefði talið líklegra til að leiða þessa flóknu samninga í jörð að byrja á lágstemmdari nótum en að bæta í þegar vetrinum líður fram.“ Hann bendir á að ASÍ hafi mikilvægu hlutverki að gegna við undirritun kjarasamninga. „Við þurfum að anda með nefinu og sjá hvernig rykið sest. Sjá hvernig eða hvort þau nái að lægja öldurnar innan Alþýðusambandsins vegna þess að þvert á það sem margir halda þá er það ekki hagur samtaka atvinnulífsins að allt sé í háalofti innan ASÍ. Þvert á móti er það best fyrir okkur að það sé sterkur og trúverðugur mótaðili í Alþýðusambandinu og þess vegna er ég mjög hugsi yfir þessari þróun sem birtist okkur á þessum síðustu dögum,“ segir Halldór. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að neðan. Ekki feitt tilboð Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, bendir á að Samtökin hafi lýst því yfir að besta niðurstaða kjarasamninga, frá sjónarhóli SA, séu hófstilltar launahækkanir þar sem fjögurra prósentu hækkun sé svigrúmið. Launbreytingar á tímabilinu yrðu einkum í formi launaskriðstrygginga um sameinaða launataxta. „Þetta er nú ekki feitt tilboð í augum þeirra sem fara fyrir róttækari armi?,“ spyr Kristján. Halldór Benjamín svaraði því til að hann myndi ekki kalla þetta tilboð. Hann segir að þegar horft sé á hagfræðilega hluta kjarasamninga þurfi að vera stærðir sem hægt sé að draga ályktanir af. „Við höfum áður verið í þessari stöðu. Það að gera kjarasamning í tíu prósenta verðbólgu er afskaplega erfitt, bæði fyrir atvinnurekendur og verkalýðsfélögin. Það eru fáir sigurvegarar í slíku umhverfi.“ sagði Halldór. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01 Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14 Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf. 11. ágúst 2022 16:26 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Síðan lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur náðst góður árangur, í ljósi erfiðra aðstæðna. Þetta sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á Sprengisandi í morgun. Hann segir einnig kaupmátt og þrótt atvinnulífsins meiri en spár gerðu ráð fyrir. Nýjustu vendingar innan verkalýðshreyfingarinnar segir hann ekki hafa komið á óvart, en í kjölfar mikilla átaka sagði Drífa Snædal af sér sem forseti Alþýðusambandsins. Orðræðuna innan verkalýðshreyfingarinnar segir hann ansi hvassa. Best að hafa sterkan mótaðila „Við erum einhvern veginn komin inn á efsta stig lýsingarorða og hæsta tón áður en fyrsti fundur um endurnýjun kjarasamninga fer fram. Það finnst mér vera nýnæmi, þetta er að færast fyrr en við höfum séð áður. Ég hefði talið líklegra til að leiða þessa flóknu samninga í jörð að byrja á lágstemmdari nótum en að bæta í þegar vetrinum líður fram.“ Hann bendir á að ASÍ hafi mikilvægu hlutverki að gegna við undirritun kjarasamninga. „Við þurfum að anda með nefinu og sjá hvernig rykið sest. Sjá hvernig eða hvort þau nái að lægja öldurnar innan Alþýðusambandsins vegna þess að þvert á það sem margir halda þá er það ekki hagur samtaka atvinnulífsins að allt sé í háalofti innan ASÍ. Þvert á móti er það best fyrir okkur að það sé sterkur og trúverðugur mótaðili í Alþýðusambandinu og þess vegna er ég mjög hugsi yfir þessari þróun sem birtist okkur á þessum síðustu dögum,“ segir Halldór. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að neðan. Ekki feitt tilboð Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, bendir á að Samtökin hafi lýst því yfir að besta niðurstaða kjarasamninga, frá sjónarhóli SA, séu hófstilltar launahækkanir þar sem fjögurra prósentu hækkun sé svigrúmið. Launbreytingar á tímabilinu yrðu einkum í formi launaskriðstrygginga um sameinaða launataxta. „Þetta er nú ekki feitt tilboð í augum þeirra sem fara fyrir róttækari armi?,“ spyr Kristján. Halldór Benjamín svaraði því til að hann myndi ekki kalla þetta tilboð. Hann segir að þegar horft sé á hagfræðilega hluta kjarasamninga þurfi að vera stærðir sem hægt sé að draga ályktanir af. „Við höfum áður verið í þessari stöðu. Það að gera kjarasamning í tíu prósenta verðbólgu er afskaplega erfitt, bæði fyrir atvinnurekendur og verkalýðsfélögin. Það eru fáir sigurvegarar í slíku umhverfi.“ sagði Halldór.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01 Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14 Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf. 11. ágúst 2022 16:26 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01
Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14
Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf. 11. ágúst 2022 16:26