Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. ágúst 2022 21:00 Björgvin Sólberg segir ólíklegt að barn hans, sem er að verða tveggja ára, fái pláss á leikskóla fyrr en í lok árs. vísir/egill Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. „Við erum með tæplega tveggja ára gamalt barn sem hefur aldrei komist á leikskóla. Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hann komist ekki á leikskóla fyrr en í lok árs,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, faðir barns sem var lofað plássi inn á nýjum leikskóla strax í næsta mánuði. Opnun þess leikskóla hefur nú verið frestað þangað til í október. Þessar aðstæður eru orðnar ansi algengar í Reykjavíkurborg í dag. Eins og er eru tæplega 800 börn, eins árs og eldri, á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Skortur á húsnæði hefur verið helsta vandamál borgarinnar. Víða um borgina er verið að byggja leikskóla þá kemur að öðru vandamáli; framkvæmdunum hefur seinkað víðast hvar eins og til dæmis við Nauthólsveg. Leikskólinn átti að vera tekinn til notkunar í byrjun árs. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það verði fyrr en í október, í fyrsta lagi. Mikið á eftir að gera við lóðina hjá Ævintýraborgum við Nauthólsveg áður en leikskólinn verður tekinn í notkun.vísir/egill Þetta á við um allar Ævintýraborgirnar, sem áttu að veita 340 börnum pláss í ár. Aðeins einn skóli af fjórum er tilbúinn, við Eggertsgötu. Hinum þremur hefur seinkað; við Vörðuskóla opnar í desember og við Nóthólsveg og í Vogabyggð opnar í október. Foreldrar hafa tekið út sumarleyfi næsta árs „Okkur var lofað plássi fyrst núna í byrjun september en svo fáum við tölvupóst frá Reykjavíkurborg 20. júlí um að fresta eigi opnun skólans vegna þess að lóðin er ekki tilbúin eins og við sjáum,“ segir Björgvin. Þannig hafði 100 börnum verið lofað plássi hér við Nauthólsveginn. 25 hefur verið komið fyrir annað en eftir standa 75 börn sem eiga foreldra sem voru búnir að gera aðrar ráðstafanir en að vera heima með þau í haust. „Fólk er bara búið að gera plön, kannski nýta sumarfríin sín með fjölskyldunni, eðlilega. Og það er náttúrulega algjör forsendubrestur að fá þessar upplýsingar svona seint, sérstaklega þegar þær liggja fyrir löngu áður,“ segir Björgvin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að foreldrar í stöðu Björgvins fái greiddar 200 þúsund krónur mánaðarlega í bætur frá borginni á meðan beðið er eftir plássi. Þetta segir Björgvin að væri sanngjarnt enda fólk orðið fyrir miklum tekjumissi hafandi verið svo lengi heima með börn sín. „Reykjavíkurborg er svolítið búið að draga fólk á asnaeyrum og fólk hefur þurft að nýta öll sín frí, taka út sumarleyfi næsta árs, taka launalaust leyfi. Og það er í raun ekkert sem Reykjavíkurborg gerir til að koma til móts við fólk,“ segir Björgvin. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Við erum með tæplega tveggja ára gamalt barn sem hefur aldrei komist á leikskóla. Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hann komist ekki á leikskóla fyrr en í lok árs,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, faðir barns sem var lofað plássi inn á nýjum leikskóla strax í næsta mánuði. Opnun þess leikskóla hefur nú verið frestað þangað til í október. Þessar aðstæður eru orðnar ansi algengar í Reykjavíkurborg í dag. Eins og er eru tæplega 800 börn, eins árs og eldri, á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Skortur á húsnæði hefur verið helsta vandamál borgarinnar. Víða um borgina er verið að byggja leikskóla þá kemur að öðru vandamáli; framkvæmdunum hefur seinkað víðast hvar eins og til dæmis við Nauthólsveg. Leikskólinn átti að vera tekinn til notkunar í byrjun árs. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það verði fyrr en í október, í fyrsta lagi. Mikið á eftir að gera við lóðina hjá Ævintýraborgum við Nauthólsveg áður en leikskólinn verður tekinn í notkun.vísir/egill Þetta á við um allar Ævintýraborgirnar, sem áttu að veita 340 börnum pláss í ár. Aðeins einn skóli af fjórum er tilbúinn, við Eggertsgötu. Hinum þremur hefur seinkað; við Vörðuskóla opnar í desember og við Nóthólsveg og í Vogabyggð opnar í október. Foreldrar hafa tekið út sumarleyfi næsta árs „Okkur var lofað plássi fyrst núna í byrjun september en svo fáum við tölvupóst frá Reykjavíkurborg 20. júlí um að fresta eigi opnun skólans vegna þess að lóðin er ekki tilbúin eins og við sjáum,“ segir Björgvin. Þannig hafði 100 börnum verið lofað plássi hér við Nauthólsveginn. 25 hefur verið komið fyrir annað en eftir standa 75 börn sem eiga foreldra sem voru búnir að gera aðrar ráðstafanir en að vera heima með þau í haust. „Fólk er bara búið að gera plön, kannski nýta sumarfríin sín með fjölskyldunni, eðlilega. Og það er náttúrulega algjör forsendubrestur að fá þessar upplýsingar svona seint, sérstaklega þegar þær liggja fyrir löngu áður,“ segir Björgvin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að foreldrar í stöðu Björgvins fái greiddar 200 þúsund krónur mánaðarlega í bætur frá borginni á meðan beðið er eftir plássi. Þetta segir Björgvin að væri sanngjarnt enda fólk orðið fyrir miklum tekjumissi hafandi verið svo lengi heima með börn sín. „Reykjavíkurborg er svolítið búið að draga fólk á asnaeyrum og fólk hefur þurft að nýta öll sín frí, taka út sumarleyfi næsta árs, taka launalaust leyfi. Og það er í raun ekkert sem Reykjavíkurborg gerir til að koma til móts við fólk,“ segir Björgvin.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira