Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 21:01 Leikskólamálin eru í brennidepli í Reykjavík um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. Tæplega átta hundruð börn, eins árs og eldri, eru nú á biðlista eftir að komast inn á leikskóla í Reykjavík, þvert á loforð meirihlutans í vor um öll börn, tólf mánaða og eldri, kæmust inn. Var þetta ekki bara óraunhæft frá byrjun? „Stutta svarið er jú, segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins í Vesturbæ Reykjavíkur, en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vandinn sé áragamall og margþættur eins og ítrekað hafi verið bent á. Húsnæði ábótavant og það úr sér gengið. Íbúum borgarinnar hafi fjölgað gríðarlega auk hins margumtalaða mönnunarvanda, sem hefur reyndar ekki verið fyrir að fara á Drafnarsteini. Halldóra þurfti til að mynda ekki að auglýsa eftir starfsfólki fyrir haustið. Staðan mismunandi eftir hverfum Staðan í Reykjavík er mismunandi eftir hverfum. Í Vesturbænum, þar sem mikið er af barnafólki, er allt hreinlega stappað. Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á DrafnasteiniVísir/Arnar „Ég er ekki að taka inn eitt einasta barn eins og staðan er akkúrat í dag, fædd 2021. En ég veit um laus pláss annars staðar í borginni,“ segir Halldóra. Ekki endilega best fyrir svo ung börn Halldóra kaus jafnframt ekki á móti því að fá tólf mánaða börn inn á leikskólana, en það sé ekki endilega best fyrir börnin sjálf. „Tólf mánaða börn. Þau eru lítil. Þau eru ung. Að taka þau frá foreldrum sínum svo ung í stóra skóla, með stóran hóp barna, oft í lítil rými í mjög langan tíma. Við höfum ekkert rannsakað það nógu vel,“ segir Halldóra. Er þetta vandi sem er hægt að leysa? „Ef ég hefði svarið við því. Já, en það gerist ekki á morgun.“ Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 „Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Tæplega átta hundruð börn, eins árs og eldri, eru nú á biðlista eftir að komast inn á leikskóla í Reykjavík, þvert á loforð meirihlutans í vor um öll börn, tólf mánaða og eldri, kæmust inn. Var þetta ekki bara óraunhæft frá byrjun? „Stutta svarið er jú, segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins í Vesturbæ Reykjavíkur, en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vandinn sé áragamall og margþættur eins og ítrekað hafi verið bent á. Húsnæði ábótavant og það úr sér gengið. Íbúum borgarinnar hafi fjölgað gríðarlega auk hins margumtalaða mönnunarvanda, sem hefur reyndar ekki verið fyrir að fara á Drafnarsteini. Halldóra þurfti til að mynda ekki að auglýsa eftir starfsfólki fyrir haustið. Staðan mismunandi eftir hverfum Staðan í Reykjavík er mismunandi eftir hverfum. Í Vesturbænum, þar sem mikið er af barnafólki, er allt hreinlega stappað. Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á DrafnasteiniVísir/Arnar „Ég er ekki að taka inn eitt einasta barn eins og staðan er akkúrat í dag, fædd 2021. En ég veit um laus pláss annars staðar í borginni,“ segir Halldóra. Ekki endilega best fyrir svo ung börn Halldóra kaus jafnframt ekki á móti því að fá tólf mánaða börn inn á leikskólana, en það sé ekki endilega best fyrir börnin sjálf. „Tólf mánaða börn. Þau eru lítil. Þau eru ung. Að taka þau frá foreldrum sínum svo ung í stóra skóla, með stóran hóp barna, oft í lítil rými í mjög langan tíma. Við höfum ekkert rannsakað það nógu vel,“ segir Halldóra. Er þetta vandi sem er hægt að leysa? „Ef ég hefði svarið við því. Já, en það gerist ekki á morgun.“
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 „Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00
Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30
„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00
„Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20