Skýjaborgir í boði Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar 17. ágúst 2022 07:00 Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri. Efnið var svo endurtekið fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor, svo sem kröftugur hópur foreldra hefur gert kunngjört með mótmælaaðgerðum undanfarna daga. Þegar valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur geta ekki staðið við gefin loforð í leikskólamálum eru gefnar upp margvíslegar ástæður fyrir því. Með þessum útskýringum, sem flokka má undir blekkingarstjórnmál, er ætlunin að drepa málinu á dreif. Jafnframt er embættismönnum núverandi meirihluta borgarstjórnar att út á foraðið og þeir látnir standa í stafni í fjölmiðlum til að varpa ljósi á stöðu mála. Mesta spennan við samningu fjölmiðlafyrirsagna er þá að í mótun sé „minnisblað um leikskólamál“. Öll þessi vinnubrögð geta vart talist til eftirbreytni. Hvað er til ráða? Að mínu viti er engin ein töfralausn til sem brúar bilið milli lok fæðingarorlofs foreldra og þar til barn á rétt á dagvistun í leikskóla eða hjá dagforeldri. Lykilatriði er að margvíslegar lausnir séu í boði þannig að foreldrar hafi raunverulegt val um úrræði. Í því sambandi má nefna fjölbreyttara rekstrarform leikskóla, fjölgun sjálfstætt starfandi leikskólum og að dagforeldrakerfið sé eflt. Huga mætti einnig að því að styrkja forsendur fyrir foreldrarekna leikskóla. Jafnframt ætti heldur ekki að útiloka þann valkost að veita foreldrum styrk sem kjósa að vera heima með börn sín til tveggja ára aldurs. Ágæt byrjun í þessum málum væri að hlúa að þeim fjölbreyttu lausnum sem tiltækar eru og slaufa skýjaborgum sem reglulega eru settar fram í boði Samfylkingarinnar. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Skóla - og menntamál Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri. Efnið var svo endurtekið fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor, svo sem kröftugur hópur foreldra hefur gert kunngjört með mótmælaaðgerðum undanfarna daga. Þegar valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur geta ekki staðið við gefin loforð í leikskólamálum eru gefnar upp margvíslegar ástæður fyrir því. Með þessum útskýringum, sem flokka má undir blekkingarstjórnmál, er ætlunin að drepa málinu á dreif. Jafnframt er embættismönnum núverandi meirihluta borgarstjórnar att út á foraðið og þeir látnir standa í stafni í fjölmiðlum til að varpa ljósi á stöðu mála. Mesta spennan við samningu fjölmiðlafyrirsagna er þá að í mótun sé „minnisblað um leikskólamál“. Öll þessi vinnubrögð geta vart talist til eftirbreytni. Hvað er til ráða? Að mínu viti er engin ein töfralausn til sem brúar bilið milli lok fæðingarorlofs foreldra og þar til barn á rétt á dagvistun í leikskóla eða hjá dagforeldri. Lykilatriði er að margvíslegar lausnir séu í boði þannig að foreldrar hafi raunverulegt val um úrræði. Í því sambandi má nefna fjölbreyttara rekstrarform leikskóla, fjölgun sjálfstætt starfandi leikskólum og að dagforeldrakerfið sé eflt. Huga mætti einnig að því að styrkja forsendur fyrir foreldrarekna leikskóla. Jafnframt ætti heldur ekki að útiloka þann valkost að veita foreldrum styrk sem kjósa að vera heima með börn sín til tveggja ára aldurs. Ágæt byrjun í þessum málum væri að hlúa að þeim fjölbreyttu lausnum sem tiltækar eru og slaufa skýjaborgum sem reglulega eru settar fram í boði Samfylkingarinnar. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar