Gæti liðið að goslokum á næstu dögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Dregið gæti að goslokum á næstu dögum að mati eldfjallafræðings þar sem hraunflæðið nálgast lágmarksþröskuld. Lokað er inn á svæðið í dag vegna veðurs Gul viðvörun er í gildi á Reykjanesi líkt og víðar. Þar með er ekkert útivistarveður á gosslóðum í Meradölum og hefur svæðinu verið lokað á meðan veðrið gengur yfir. Á meðan mallar gosið í einrúmi. Dregið hefur verulega úr hraunflæði sem mælist í besta falli þriðjungur af því sem var. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir flæðið þó virðast nokkuð stöðugt. „Framleiðnin virðist vera að haldast á þessu bili og ef við horfum á það sem gerðist í nótt var það heldur meiri drifkraftur en var í gær í til dæmis,“ segir Þrovaldur. Framleiðni í gosinu er rétt ofan við krítísk mörk og því gæti senn liðið að goslokum.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framleiðnin sé stöðug er hún við ákveðinn lágmarksþröskuld. „Ef framleiðni fer mikið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu er orðið mjög erfitt að halda gosopinu opnu. Og framleiðnin, eins og hún er í dag, er að nálgast þessi krítísku mörk.“ Líkt og oft áður ríkir óvissa um framhaldið en Þorvaldur segir goslok þó mögulega nærri. „Ef ég á að giska þykir mér líklegra að það dragi að lokum fljótlega, kannski eftir einhverja daga eða viku. Eitthvað svoleiðis. En hinn möguleikinn er líka alveg til staðar. Að gosið haldi áfram í einhverjar vikur eða mánuði.“ Bráð úr hrauninu sem rann úr gosinu í fyrra hefur verið að kreistast út vegna þunga frá nýja hrauninu, sem þekur nú ríflega einn ferkílómeter. Þorvaldur bendir á að hraunið sem myndaðist í fyrra sé um fjörutíu metra þykkt og því mjög lengi að kólna. „Kjarninn í því hrauni er enn bráðinn og það tekur áratugi að kæla slíkt hraun niður. Þessi þyngsli voru bara nægilega mikil til þess að brjóta gat á skropuna á hrauninu í suðaustanverðum Meradölum og þrýsta þessari bráðnu kviku upp,“ segir Þorvaldur sem því mælir alfarið gegn göngu á gamla hrauninu. Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi á Reykjanesi líkt og víðar. Þar með er ekkert útivistarveður á gosslóðum í Meradölum og hefur svæðinu verið lokað á meðan veðrið gengur yfir. Á meðan mallar gosið í einrúmi. Dregið hefur verulega úr hraunflæði sem mælist í besta falli þriðjungur af því sem var. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir flæðið þó virðast nokkuð stöðugt. „Framleiðnin virðist vera að haldast á þessu bili og ef við horfum á það sem gerðist í nótt var það heldur meiri drifkraftur en var í gær í til dæmis,“ segir Þrovaldur. Framleiðni í gosinu er rétt ofan við krítísk mörk og því gæti senn liðið að goslokum.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framleiðnin sé stöðug er hún við ákveðinn lágmarksþröskuld. „Ef framleiðni fer mikið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu er orðið mjög erfitt að halda gosopinu opnu. Og framleiðnin, eins og hún er í dag, er að nálgast þessi krítísku mörk.“ Líkt og oft áður ríkir óvissa um framhaldið en Þorvaldur segir goslok þó mögulega nærri. „Ef ég á að giska þykir mér líklegra að það dragi að lokum fljótlega, kannski eftir einhverja daga eða viku. Eitthvað svoleiðis. En hinn möguleikinn er líka alveg til staðar. Að gosið haldi áfram í einhverjar vikur eða mánuði.“ Bráð úr hrauninu sem rann úr gosinu í fyrra hefur verið að kreistast út vegna þunga frá nýja hrauninu, sem þekur nú ríflega einn ferkílómeter. Þorvaldur bendir á að hraunið sem myndaðist í fyrra sé um fjörutíu metra þykkt og því mjög lengi að kólna. „Kjarninn í því hrauni er enn bráðinn og það tekur áratugi að kæla slíkt hraun niður. Þessi þyngsli voru bara nægilega mikil til þess að brjóta gat á skropuna á hrauninu í suðaustanverðum Meradölum og þrýsta þessari bráðnu kviku upp,“ segir Þorvaldur sem því mælir alfarið gegn göngu á gamla hrauninu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira