Biðja um leyfi stjórnvalda til að hækka verð á núðlum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2022 12:55 Skyndinúðlur eru afar vinsælar um allan heim. Getty Fimm af stærstu núðluframleiðendum Taílands hafa óskað eftir því að fá að hækka verðið á skyndinúðlum sínum. Verðið á núðlunum þar í landi hefur ekki hækkað í fjórtán ár. Í Taílandi eru lög sem setja verðþak á nokkrar nauðsynjavörur til þess að vernda neytendur. Meðal þeirra vara sem eru vernduð með þakinu eru egg, matarolía og núðlur. Nú vilja fimm framleiðendur hækka þakið á núðlunum. Framleiðendurnir fimm eru Mama, Yum Yum, Nissin, Wai Wai og Suesat en núðlurnar frá Yum Yum hafa verið með þeim vinsælustu á Íslandi til margra ára. Núðlurnar eru afar vinsælar á Íslandi.Yum Yum Framleiðendurnir óska eftir því að verðþakið hækki úr 23 krónum fyrir hvern skammt í 31 krónu fyrir hvern skammt. Verðþakið var síðast hækkað árið 2008 en verðbólgan í Taílandi er nú 7,6 prósent. Hún hefur ekki verið hærri síðan núðluverðið var hækkað síðast. Thai Food Products Factory, fyrirtækið sem á framleiðandann Wai Wai, segir að sumar vörur séu seldar með tapi vegna þaksins. Því sé líklegt á að þeir minnki hlutdeild sína á taílenskum markaði til þess að selja meira erlendis þar sem ekkert verðþak er. Framleiðendurnir halda því fram að innrás Rússa í Úkraínu hafi orðið til þess að hveiti og olía hækkuðu í verði og framleiðslukostnaðurinn því meiri en hann var í byrjun árs. The Guardian hefur eftir Jurin Laksanawisit, viðskiptaráðherra Taílands, að hann telji að hækkunin sé of mikil og að hún muni koma neytendum í vandræði. Taíland Matur Neytendur Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í Taílandi eru lög sem setja verðþak á nokkrar nauðsynjavörur til þess að vernda neytendur. Meðal þeirra vara sem eru vernduð með þakinu eru egg, matarolía og núðlur. Nú vilja fimm framleiðendur hækka þakið á núðlunum. Framleiðendurnir fimm eru Mama, Yum Yum, Nissin, Wai Wai og Suesat en núðlurnar frá Yum Yum hafa verið með þeim vinsælustu á Íslandi til margra ára. Núðlurnar eru afar vinsælar á Íslandi.Yum Yum Framleiðendurnir óska eftir því að verðþakið hækki úr 23 krónum fyrir hvern skammt í 31 krónu fyrir hvern skammt. Verðþakið var síðast hækkað árið 2008 en verðbólgan í Taílandi er nú 7,6 prósent. Hún hefur ekki verið hærri síðan núðluverðið var hækkað síðast. Thai Food Products Factory, fyrirtækið sem á framleiðandann Wai Wai, segir að sumar vörur séu seldar með tapi vegna þaksins. Því sé líklegt á að þeir minnki hlutdeild sína á taílenskum markaði til þess að selja meira erlendis þar sem ekkert verðþak er. Framleiðendurnir halda því fram að innrás Rússa í Úkraínu hafi orðið til þess að hveiti og olía hækkuðu í verði og framleiðslukostnaðurinn því meiri en hann var í byrjun árs. The Guardian hefur eftir Jurin Laksanawisit, viðskiptaráðherra Taílands, að hann telji að hækkunin sé of mikil og að hún muni koma neytendum í vandræði.
Taíland Matur Neytendur Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira