Innlent

Gossvæðið opið í dag

Bjarki Sigurðsson skrifar
Áhugasamir geta gengið í átt að eldgosinu í Meradölum í dag.
Áhugasamir geta gengið í átt að eldgosinu í Meradölum í dag. Vísir/Vilhelm

Opið verður fyrir ferðamenn að ganga í átt að eldgosinu í Meradölum í dag. Gossvæðinu var lokað í gær en lokunaraðgerðir gengu vel samkvæmt viðbragðsaðilum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en viðbragðsaðilar funduðu í morgun um stöðu mála.

Tekin var ákvörðun um að gossvæðið yrði opið í dag en veðurspá á svæðinu lítur ágætlega út. Norðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu. Gasmengunar gæti orðið vart í Grindavík en þegar líður á daginn er spáð norðvestlægri átt.


Tengdar fréttir

Gæti liðið að goslokum á næstu dögum

Dregið gæti að goslokum á næstu dögum að mati eldfjallafræðings þar sem hraunflæðið nálgast lágmarksþröskuld. Lokað er inn á svæðið í dag vegna veðurs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×