Hringir í Pútín eftir leiðtogaviðræður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2022 21:04 Forseti Úkraínu, Volodimir Selenskí, fyrir miðju. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, til vinstri og aðalframkvæmdastjóri SÞ, Antonio Guterres, til hægri. AP Photo/Evgeniy Maloletka Takmarkaður árangur virðist hafa náðst í viðræðum leiðtoga Tyrklands, Úkraínu og Sameinuðu þjóðanna í dag. Tyrklandsforseti hyggst ræða efni fundarins við Vladímir Pútín, forseta Rússlands. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fundaði með Volodímir Selenskí, forseta Úkraínu og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu í dag. Vonir voru bundnar við að viðræður leiðtoganna þriggja gætu skilað einhverjum jákvæðum niðurstöðum vegna stríðs Rússlands við Úkraínu. Í frétt AP af fundinum kemur hins vegar fram að útlit sé fyrir að viðræðurnar hafi skilað litlum árangri, að minnsta kosti ef litið sé til skamms tíma. Leiðtogarnir þrír ræddu við blaðamenn að loknum fundi.AP Photo/Evgeniy Maloletka Leiðtogarnir hittust í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu, fjarri víglínunni í stríðinu, sem fer að megninu fram í austurhluta Úkraínu um þessar mundir. Á meðal þess sem var rætt var hvort hægt væri að hafa fangaskipti á milli stríðsfanga í haldi Úkraínuhers og Rússlandshers. Þá var einnig rætt um hvort að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar gætu tekið út öryggismál í Zaporizhia kjarnorkuverinu, sem er undir yfirráðum Rússa. Erdogan hefur stillt sér upp sem eins konar tengið eða milliliður á milli Rússa og Úkraínu. Tyrkland er aðildarríki NATO en er þó háð utanríkisviðskiptum við Rússa, og segja má því að ríkið sé beggja vegna borðsins. Eftir fundinn sagði Erdogan að hann myndi ræða það sem þar var rætt við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Selenskí og Guteress samþykktu í dag að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar fengu aðgang að í Zaporizhia kjarnorkuverinu. Það er þó algjörlega háð því að Rússar samþykki að hleypa sérfræðingunum að. Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fundaði með Volodímir Selenskí, forseta Úkraínu og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu í dag. Vonir voru bundnar við að viðræður leiðtoganna þriggja gætu skilað einhverjum jákvæðum niðurstöðum vegna stríðs Rússlands við Úkraínu. Í frétt AP af fundinum kemur hins vegar fram að útlit sé fyrir að viðræðurnar hafi skilað litlum árangri, að minnsta kosti ef litið sé til skamms tíma. Leiðtogarnir þrír ræddu við blaðamenn að loknum fundi.AP Photo/Evgeniy Maloletka Leiðtogarnir hittust í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu, fjarri víglínunni í stríðinu, sem fer að megninu fram í austurhluta Úkraínu um þessar mundir. Á meðal þess sem var rætt var hvort hægt væri að hafa fangaskipti á milli stríðsfanga í haldi Úkraínuhers og Rússlandshers. Þá var einnig rætt um hvort að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar gætu tekið út öryggismál í Zaporizhia kjarnorkuverinu, sem er undir yfirráðum Rússa. Erdogan hefur stillt sér upp sem eins konar tengið eða milliliður á milli Rússa og Úkraínu. Tyrkland er aðildarríki NATO en er þó háð utanríkisviðskiptum við Rússa, og segja má því að ríkið sé beggja vegna borðsins. Eftir fundinn sagði Erdogan að hann myndi ræða það sem þar var rætt við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Selenskí og Guteress samþykktu í dag að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar fengu aðgang að í Zaporizhia kjarnorkuverinu. Það er þó algjörlega háð því að Rússar samþykki að hleypa sérfræðingunum að.
Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira