Erlent

Flugmenn sofnuðu og gleymdu að lenda

Árni Sæberg skrifar
Flugvélin var á vegum Ethiopian Airlines.
Flugvélin var á vegum Ethiopian Airlines. SALVATORE DI NOLFI/EPA

Tveir flugmenn þotu flugfélagsins Ethiopia Airlines sofnuðu og gleymdu að lenda þotunni á flugvellinum í Addis Ababa í Eþíópíu á dögunum.

Á flugfréttavefnum Aviation Herald segir að vélin hafi verið á leið frá Khartoum í Súdan til höfuðborgar Eþíópíu á mánudag þegar bæði flugstjóri og flugmaður sofnuðu. Flugvélin hafi flogið yfir ætlaðan fluglækkunarstað fyrir Addis Ababa Bole alþjóðaflugvöllinn.

Flugumferðastjórar hafi ítrekað reynt að ná sambandi við flugmennina án árangurs. Slökknað hafi á sjálvirkri stýringu þotunnar og flugmennirnir vaknað við ílu sem hljómar þegar það gerist. 

Þeir hafi þá snúið vélinni við og lent heilu og höldnu á flugvellinum um 25 mínútum eftir áætlaðan lendingartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×