Þorpið mitt Ágústa Ragnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 18:01 Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. Þorp er í eðli sínu lítið, það þýðir að hafnar- og iðnaðarsvæði eru í flestum tilfellum í bakgarðinum hjá íbúum þess. Þess vegna er enn þá viðkvæmara en ella að planta niður alls konar ósóma þar (reyndar alltaf slæmt). Ég bý í elsta hluta þorpsins þó ekki næst höfn og iðnaði, samt eru ekki nema 500 metrar í loftlínu yfir í núverandi vikurhauga og það verður ekki nema u.þ.b. kílómetri að fyrirhugaðri uppbyggingu Heidelberg sem spannar svæðið frá Hafnarvegi að golfvelli (suður-norður) og frá Skötubót að tollsvæði Smyriline (austur-vestur). Þetta er ekkert smá flæmi fyrir svona hroða eða 49.000 fermetrar. Upp við og ofan í útivistarperlum… Hér má sjá það svæði sem úthlutað hefur verið til Heidelberg, svæði sem vissulega er ætlaði iðnaði en ég held að flestir hafi nú séð fyrir sér fjölbreyttari iðnað og ekki öll eggin í sömu körfu.Ágústa Ragnarsdóttir Mér verður bókstaflega ómótt af tilhugsuninni einni saman um að þessar þessar hugmyndir verði að veruleika. Þetta er svo firrt í alla staði, bæði á stórum og smáum skala, út frá þorpinu, nærumhverfi þess, landinu, Jörðinni. Út frá manneskju og náttúru, út frá fjölbreytileika mannlífs þorpsins, út frá lífsgæðum, út frá vegakerfi, út frá loftslagsmálum. Og að reyna að klessa „grænum miða“ á svona framkvæmdir er algjört lýðsskrum framkvæmdaaðila, trix sem er velþekkt um allan heim. Þið kæru sveitungar sem sitjið í Skipulags- og umverfisnefnd Ölfuss annars vegar og kvittuðu undir m.a. þetta á fundi þann 21. júlí sl.: Á fyrrgreindum forsendum (sem var útlisting á því hversu frábært nýsköpunarverkefni þetta er á sviði loftlagsmála) sækir fyrirtækið ( Heidelberg Cement Pozzolanic Materials (HPM) ehf.) um lóðirnar Hafnarvegur 3, 5, 7 Austurbakki 1, 2, 3, 4, 6 Hafnarbakki 14, 16, 18 og Bakki 2. Nefndin fagnar þeim stórtæku áformum sem lýst er og samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta tilgreindum lóðum á fyrrgreindum forsendum …“ o.s.frv. og í Bæjarráði Ölfuss hins vegar sem á fundi sínum þann 4. ágúst staðfesti þennan gjörning (Bæjarstjórnin hefur ekki fundað síðan 9. júní) – ég vil minna á að það má skipta um skoðun og mikið innilega vona ég að sem flest ykkar gerið það og það sé ekki of seint. Því af hverju að gefa vilyrði fyrir lóðum og festa þær þannig ef hlutirnir eru ekki komnir á ákveðinn stað í ferlinu? Með von um að það verði áfram búandi í þorpinu mínu. Höfundur er íbúi í Þorlákshöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. Þorp er í eðli sínu lítið, það þýðir að hafnar- og iðnaðarsvæði eru í flestum tilfellum í bakgarðinum hjá íbúum þess. Þess vegna er enn þá viðkvæmara en ella að planta niður alls konar ósóma þar (reyndar alltaf slæmt). Ég bý í elsta hluta þorpsins þó ekki næst höfn og iðnaði, samt eru ekki nema 500 metrar í loftlínu yfir í núverandi vikurhauga og það verður ekki nema u.þ.b. kílómetri að fyrirhugaðri uppbyggingu Heidelberg sem spannar svæðið frá Hafnarvegi að golfvelli (suður-norður) og frá Skötubót að tollsvæði Smyriline (austur-vestur). Þetta er ekkert smá flæmi fyrir svona hroða eða 49.000 fermetrar. Upp við og ofan í útivistarperlum… Hér má sjá það svæði sem úthlutað hefur verið til Heidelberg, svæði sem vissulega er ætlaði iðnaði en ég held að flestir hafi nú séð fyrir sér fjölbreyttari iðnað og ekki öll eggin í sömu körfu.Ágústa Ragnarsdóttir Mér verður bókstaflega ómótt af tilhugsuninni einni saman um að þessar þessar hugmyndir verði að veruleika. Þetta er svo firrt í alla staði, bæði á stórum og smáum skala, út frá þorpinu, nærumhverfi þess, landinu, Jörðinni. Út frá manneskju og náttúru, út frá fjölbreytileika mannlífs þorpsins, út frá lífsgæðum, út frá vegakerfi, út frá loftslagsmálum. Og að reyna að klessa „grænum miða“ á svona framkvæmdir er algjört lýðsskrum framkvæmdaaðila, trix sem er velþekkt um allan heim. Þið kæru sveitungar sem sitjið í Skipulags- og umverfisnefnd Ölfuss annars vegar og kvittuðu undir m.a. þetta á fundi þann 21. júlí sl.: Á fyrrgreindum forsendum (sem var útlisting á því hversu frábært nýsköpunarverkefni þetta er á sviði loftlagsmála) sækir fyrirtækið ( Heidelberg Cement Pozzolanic Materials (HPM) ehf.) um lóðirnar Hafnarvegur 3, 5, 7 Austurbakki 1, 2, 3, 4, 6 Hafnarbakki 14, 16, 18 og Bakki 2. Nefndin fagnar þeim stórtæku áformum sem lýst er og samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta tilgreindum lóðum á fyrrgreindum forsendum …“ o.s.frv. og í Bæjarráði Ölfuss hins vegar sem á fundi sínum þann 4. ágúst staðfesti þennan gjörning (Bæjarstjórnin hefur ekki fundað síðan 9. júní) – ég vil minna á að það má skipta um skoðun og mikið innilega vona ég að sem flest ykkar gerið það og það sé ekki of seint. Því af hverju að gefa vilyrði fyrir lóðum og festa þær þannig ef hlutirnir eru ekki komnir á ákveðinn stað í ferlinu? Með von um að það verði áfram búandi í þorpinu mínu. Höfundur er íbúi í Þorlákshöfn.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar