Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Jakob Bjarnar skrifar 22. ágúst 2022 11:35 Svo virðist sem óbreyttur borgari sem átti leið hjá hafi skorist í leikinn og komið í veg fyrir að frekara líkamstjón yrði. Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. Samkvæmt heimildum Vísis er líðan mannsins eftir atvikum, kinnbein hans er brotið og þarf hann að undirgangast aðgerð en hann þurfti að bíða í átta klukkustundir á bráðamóttöku eftir myndatöku. Til stendur að kæra atvikið en fórnarlambið bíður þess enn að komast að í viðtal hjá lögreglu til að gera það. Viðmælendur Vísis tala um algert ófremdarástand og að nú sé svo komið að fólk sem lendi í árásum í miðborginni þakki fyrir að vera ekki stungið. Einn viðmælandi Vísis vegna þessa máls sagði að ef þetta er menningin okkar, hvernig er þá ómenningin? Tildrög árásarinnar, sem var eftir því sem fréttastofa kemst næst með öllu tilefnislaus, eru þau að tveir félagar voru á gangi við Austurvöll í miðborginni. Tóku þeir þá eftir því að sex manna hópur, fjórir menn um og undir tvítugu og tvær ungar konur, eltu þá. Hópurinn veittist að öðrum þeirra og þegar hinn reyndi að skakka leikinn sneri hópurinn sér að honum og gekk í skrokk á honum á flötinni fyrir framan Alþingishúsið. Þó þannig að viðkomandi er ekki með einn marblett á líkamanum, heldur beindu árásarmennirnir eingöngu höggum sínum og spörkum að höfði þess sem fyrir árásinni varð. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir það stefna í þá átt að yfir land og þjóð gangi nú einhvers konar ofbeldisbylgja. Hnífsstunguárás var sömuleiðis í miðbænum um helgina og segist Margeir ekki hafa tölu á fjölda stunguárása sem af er ári. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir. Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Menningarnótt Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er líðan mannsins eftir atvikum, kinnbein hans er brotið og þarf hann að undirgangast aðgerð en hann þurfti að bíða í átta klukkustundir á bráðamóttöku eftir myndatöku. Til stendur að kæra atvikið en fórnarlambið bíður þess enn að komast að í viðtal hjá lögreglu til að gera það. Viðmælendur Vísis tala um algert ófremdarástand og að nú sé svo komið að fólk sem lendi í árásum í miðborginni þakki fyrir að vera ekki stungið. Einn viðmælandi Vísis vegna þessa máls sagði að ef þetta er menningin okkar, hvernig er þá ómenningin? Tildrög árásarinnar, sem var eftir því sem fréttastofa kemst næst með öllu tilefnislaus, eru þau að tveir félagar voru á gangi við Austurvöll í miðborginni. Tóku þeir þá eftir því að sex manna hópur, fjórir menn um og undir tvítugu og tvær ungar konur, eltu þá. Hópurinn veittist að öðrum þeirra og þegar hinn reyndi að skakka leikinn sneri hópurinn sér að honum og gekk í skrokk á honum á flötinni fyrir framan Alþingishúsið. Þó þannig að viðkomandi er ekki með einn marblett á líkamanum, heldur beindu árásarmennirnir eingöngu höggum sínum og spörkum að höfði þess sem fyrir árásinni varð. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir það stefna í þá átt að yfir land og þjóð gangi nú einhvers konar ofbeldisbylgja. Hnífsstunguárás var sömuleiðis í miðbænum um helgina og segist Margeir ekki hafa tölu á fjölda stunguárása sem af er ári. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir.
Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Menningarnótt Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira