Fótbolti

Næst leikjahæsta landsliðskona Englands leggur skóna á hilluna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jill Scott hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu.
Jill Scott hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu. Leon Neal/Getty Images

Jill Scott, næst leikjahæsta landsliðskona Englands frá upphafi, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna.

Þessi 35 ára miðjumaður hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2006 og á að baki hvorki meira né minna en 161 leik fyrir liðið. Aðeins Fara Williams hefur leikið fleiri leiki fyrir enska kvennalandsliðið, en hún lék alls 172 leiki fyrir liðið á árunum 2001 til 2019.

Scott hefur tekið þátt í tíu stórmótum með enska kvennalandsliðinu í knattspyrnu, þar af tveim Ólympíuleikum, og var lykilmaður í liðinu er Englendingar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn fyrr í sumar.

Scott hóf atvinnumannaferil sinn með uppeldisfélagi sínu, Sunderland, árið 2004. Hún færði sig þaðan til Everton áður en hún fór til Machester City árið 2013 þar sem hún hefur leikið síðan.

Þessi reynslumikli leikmaður er ekki eini leikmaður enska landsliðsins sem leggur skóna á hilluna stuttu eftir EM, en í gær tilkynnti Ellen White, markahæsti leikmaður enska kvennalandsliðsins frá upphafi, einnig að skórnir væru farnir á hilluna frægu.


Tengdar fréttir

Vann EM og lagði skóna á hilluna

Enski framherjinn Ellen White gaf það út fyrr í dag að hún ætlar að leggja knattspyrnuskónna á hilluna og snúa sér að öðrum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×