Bandalagið sem elskar kjarnorkusprengjur Stefán Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 08:01 „It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér. Líklega geta flestir Íslendingar tekið undir boðskap hennar. Sérhver sæmilega skynsöm manneskja ætti að vita hversu hættuleg kjarnorkuvopn eru og hvaða hörmungar gætu hlotist af beitingu þeirra. Eða hvað? Raunin er sú að það var þessi setning sem varð til þess að Ísland treysti sér ekki til að standa að yfirlýsingu sem lögð var fram af fjölda ríkja á endurskoðunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um NPT-sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Lesið þetta aftur hægt: Ísland treystir sér ekki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður beitt í heiminum! Þessi afstaða kann að virðast enn skringilegri í ljósi þess að árið 2015, fyrir sjö árum síðan, skrifaði Ísland undir samskonar yfirlýsingu. Hvers vegna gat Gunnar Bragi Sveinsson kvittað upp á orð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir telur nú vera hættulegar öfgar? Jú, skýringin er einföld: Nató. Stokkið af listanum Nokkur Nató-lönd voru árið 2015 til í að fordæma kjarnorkuvopn, en þau kusu öll að þessu sinni öll að draga stuðning sinn til baka. Hvað breyttist? Jú, í millitíðinni var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum samþykktur af miklum meirihluta aðildarríkja bandalagsins. Tugir þessara ríkja hafa síðan undirritað sáttmálann og staðfest í þjóðþingum sínum. Velgengni baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum er bein ógn við vígbúnaðarstefnu kjarnorkuveldanna. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sett gríðarlegan þrýsting á ríki veraldar að sniðganga sáttmálann eða jafnvel draga sig úr honum. Í því skyni er hvers kyns pólitískum og efnahagslegum þrýstingi beitt. Ekkert bendir til þess að Þórdís Kolbrún sé hlynntari kjarnorkuvopnum en Gunnar Bragi. Málið snýst einfaldlega um það að sjálfstæði íslenskrar utanríkisstefnu lýkur um leið og Nató smellir fingrunum. Hornsteinninn í hernaðarstefnu Nató er kjarnorkuvopnabúrið. Nató er bandalag sem hefur ekki fengist til að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Við núverandi aðstæður telur Nató sig því ekki geta fallist á neinar yfirlýsingar sem fordæma þessi vopn. Nýverið hafa birst skoðanakannanir sem mæla aukinn stuðning Íslendinga við aðildina að Nató. Sú aukning kemur ekki á óvart miðað við allar þær stríðsæsingar og hernaðardýrkun sem áberandi hafa verið í umræðu síðustu mánaða. En öllum er hollt að minnast að hernaðarbandalagið Nató er ekki hlaðborð þar sem fólk fiskar út það sem því best líkar en skilur hitt eftir. Nató er bandalagið sem elskar sprengjur og bannar íslenskum ráðamönnum að viðurkenna einföldustu staðreyndir á borð við þær að kjarnorkuvopn ógna tilvist mannkyns. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Stefán Pálsson NATO Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér. Líklega geta flestir Íslendingar tekið undir boðskap hennar. Sérhver sæmilega skynsöm manneskja ætti að vita hversu hættuleg kjarnorkuvopn eru og hvaða hörmungar gætu hlotist af beitingu þeirra. Eða hvað? Raunin er sú að það var þessi setning sem varð til þess að Ísland treysti sér ekki til að standa að yfirlýsingu sem lögð var fram af fjölda ríkja á endurskoðunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um NPT-sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Lesið þetta aftur hægt: Ísland treystir sér ekki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður beitt í heiminum! Þessi afstaða kann að virðast enn skringilegri í ljósi þess að árið 2015, fyrir sjö árum síðan, skrifaði Ísland undir samskonar yfirlýsingu. Hvers vegna gat Gunnar Bragi Sveinsson kvittað upp á orð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir telur nú vera hættulegar öfgar? Jú, skýringin er einföld: Nató. Stokkið af listanum Nokkur Nató-lönd voru árið 2015 til í að fordæma kjarnorkuvopn, en þau kusu öll að þessu sinni öll að draga stuðning sinn til baka. Hvað breyttist? Jú, í millitíðinni var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum samþykktur af miklum meirihluta aðildarríkja bandalagsins. Tugir þessara ríkja hafa síðan undirritað sáttmálann og staðfest í þjóðþingum sínum. Velgengni baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum er bein ógn við vígbúnaðarstefnu kjarnorkuveldanna. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sett gríðarlegan þrýsting á ríki veraldar að sniðganga sáttmálann eða jafnvel draga sig úr honum. Í því skyni er hvers kyns pólitískum og efnahagslegum þrýstingi beitt. Ekkert bendir til þess að Þórdís Kolbrún sé hlynntari kjarnorkuvopnum en Gunnar Bragi. Málið snýst einfaldlega um það að sjálfstæði íslenskrar utanríkisstefnu lýkur um leið og Nató smellir fingrunum. Hornsteinninn í hernaðarstefnu Nató er kjarnorkuvopnabúrið. Nató er bandalag sem hefur ekki fengist til að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Við núverandi aðstæður telur Nató sig því ekki geta fallist á neinar yfirlýsingar sem fordæma þessi vopn. Nýverið hafa birst skoðanakannanir sem mæla aukinn stuðning Íslendinga við aðildina að Nató. Sú aukning kemur ekki á óvart miðað við allar þær stríðsæsingar og hernaðardýrkun sem áberandi hafa verið í umræðu síðustu mánaða. En öllum er hollt að minnast að hernaðarbandalagið Nató er ekki hlaðborð þar sem fólk fiskar út það sem því best líkar en skilur hitt eftir. Nató er bandalagið sem elskar sprengjur og bannar íslenskum ráðamönnum að viðurkenna einföldustu staðreyndir á borð við þær að kjarnorkuvopn ógna tilvist mannkyns. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar