Innlent

Gosinu lík­lega lokið en langt frá því að vera styst eða minnst

Vésteinn Örn Pétursson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Þorvaldur segir að þótt gosið, sem hann telur að sé lokið, hafi ekki verið stórt sé það langt því frá það minnsta í sögunni.
Þorvaldur segir að þótt gosið, sem hann telur að sé lokið, hafi ekki verið stórt sé það langt því frá það minnsta í sögunni. Vísir/Steingrímur Dúi

Allt bendir til þess að eldgosinu sem hófst í Meradölum þriðja ágúst sé lokið, að sögn eldfjallafræðings. Vika er í dag síðan virkni lagðist niður. Þetta sé ekki sambærilegt goshléum sem urðu í eldgosinu í fyrra en þá stöðvaðist virknin stundum snögglega áður en næsta hrina hófst. Nú hafi aðdragandinn hins vegar verið langur og virkni dvínað jafnt og þétt.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að þó gosið hafi varað stutt og verið nokkuð lítið, sé hvorki um stysta né minnsta gos sögunnar að ræða.

„Þetta er í minni kantinum myndi ég segja. Þetta er ekki minnsta gosið, og ekki stysta gosið heldur. Við höfum ansi mörg gos sem eru mun styttri heldur en þessir átján dagar sem þetta stóð,“ segir Þorvaldur, og nefnir að mörg Grímsvatnagos hafi aðeins staðið yfir í nokkra daga. 

„Það eru líka nokkuð mörg sem eru talsvert minni. Minnsta gos sem við vitum af hér á Íslandi, það kom upp um borholu í kröflueldum og var um einn rúmmeter.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×