Kolstad var margt um betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fimm mörkum að honum loknum, staðan þá 17-12. Nærbø lagði hins vegar ekki árar í bát og kom til baka í síðari hálfleik en tókst ekki að kreista út jafntefli.
Fór það svo að leiknum lauk með tveggja marka sigri Kolstad, 29-27. Sigvaldi Björn skoraði fjögur mörk í leiknum á meðan Janus Daði skoraði þrjú og lagði upp önnur þrjú.