„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 15:46 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var að vonum svekkt eftir niðurstöðuna á EM í sumar en nýtir það til að ná meiri árangri. VÍSIR/VILHELM Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. Gunnhildur var í eldlínunni með Íslandi á EM í Englandi í júlí en fór svo beint til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu, Orlando Pride. „Það var erfitt að mæta aftur, ég ætla ekkert að neita því. Það tekur andlega á að vera á svona stórmóti, og eins það að hafa ekki komist áfram eða unnið leik á mótinu. Ég þurfti bara að mæta strax á tvær æfingar fyrsta daginn og fara svo beint í útileik. Það tók á. En svona er fótboltinn og maður heldur bara áfram, og gefur sig í öll verkefni sem eru framundan. Ég er því í fullu fjöri,“ segir Gunnhildur fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær. Klippa: Gunnhildur Yrsa um leikinn mikilvæga og lífið eftir EM Ísland mætir þar Hvíta-Rússlandi á morgun klukkan 17:30 og heldur svo til Hollands á sunnudag til að spila úrslitaleik við Hollendinga á þriðjudaginn, um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í flókið umspil og endi Ísland þar skiptir máli að hafa unnið Hvíta-Rússland. „Við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru og við tökum það góða frá EM með okkur. Við erum ótrúlega hungraðar í að ná á HM eftir það sem gerðist á EM. Við stóðum okkur frábærlega þar og ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við töpuðum ekki leik en komumst samt ekki áfram, og við notum það til að mótivera okkur í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. Hvít-Rússar unnu 2-1 sigur gegn Tékklandi í júní og eru sýnd veiði en ekki gefin: „Þær eru með mjög sterkt lið og náðu að stríða Tékkum, sem sýnir hvað þær geta. Við vitum að við þurfum að vera hundrað prósent og ætlum að einbeita okkur að þessum leik. Steini hefur alltaf verið þannig að við tökum bara einn leik í einu og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að vera í núinu og fókusa á einn dag í einu,“ segir Gunnhildur. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Gunnhildur var í eldlínunni með Íslandi á EM í Englandi í júlí en fór svo beint til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu, Orlando Pride. „Það var erfitt að mæta aftur, ég ætla ekkert að neita því. Það tekur andlega á að vera á svona stórmóti, og eins það að hafa ekki komist áfram eða unnið leik á mótinu. Ég þurfti bara að mæta strax á tvær æfingar fyrsta daginn og fara svo beint í útileik. Það tók á. En svona er fótboltinn og maður heldur bara áfram, og gefur sig í öll verkefni sem eru framundan. Ég er því í fullu fjöri,“ segir Gunnhildur fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær. Klippa: Gunnhildur Yrsa um leikinn mikilvæga og lífið eftir EM Ísland mætir þar Hvíta-Rússlandi á morgun klukkan 17:30 og heldur svo til Hollands á sunnudag til að spila úrslitaleik við Hollendinga á þriðjudaginn, um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í flókið umspil og endi Ísland þar skiptir máli að hafa unnið Hvíta-Rússland. „Við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru og við tökum það góða frá EM með okkur. Við erum ótrúlega hungraðar í að ná á HM eftir það sem gerðist á EM. Við stóðum okkur frábærlega þar og ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við töpuðum ekki leik en komumst samt ekki áfram, og við notum það til að mótivera okkur í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. Hvít-Rússar unnu 2-1 sigur gegn Tékklandi í júní og eru sýnd veiði en ekki gefin: „Þær eru með mjög sterkt lið og náðu að stríða Tékkum, sem sýnir hvað þær geta. Við vitum að við þurfum að vera hundrað prósent og ætlum að einbeita okkur að þessum leik. Steini hefur alltaf verið þannig að við tökum bara einn leik í einu og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að vera í núinu og fókusa á einn dag í einu,“ segir Gunnhildur. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira