Fatlað fólk fær ekki rafræn skilríki á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2022 13:05 Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar, sem segir fáránlegt að fatlað folk á Íslandi geti ekki fengið rafræn skilríki. Aðsend Formaður Þroskahjálpar segir að það sé verið að brjóta mannréttindi á fötluðu fólki á Íslandi, því að bankastofnanir og opinberir aðilar vilja ekki veita fólki með þroskahömlun, einhverfu og skyldar fatlanir rafræn skilríki. Ástæðan er sú að þessi hópur fær ekki rafræn skilríki er sú að það getur oft ekki valið fjögurra stafa PIN númer og lagt það á minnið, án aðstoðar eða leiðbeiningar. í vikunni var haldinn opinn samráðsfundur á Selfossi um stöðu mannréttinda en forsætisráðherra boðaði til fundarins, sem bar yfirskriftina „Mótum framtíðina saman“ en nokkrir slíkir fundir verða haldnir víða um land. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar flutti örerindi um stöðu fatlaðra þegar mannréttindi eru annars vegar. Rafræn skilríki og fatlað fólk kom þar við sögu. “Þetta er alveg fáránlegt að geta ekki nálgast upplýsingar um reikninginn sinn, borga reikninga eða komast inn á Heilsuveru, endurnýja lyfin sín, þetta er bara svo margt. Þú ert ekkert fúnkerandi í samfélaginu ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þannig að þetta er verulega mikil útilokun, hér er klárlega verið að brjóta mannréttindi,” segir Unnur Helga. “Við berjumst áfram og látum í okkur heyra eins og ég er að gera núna”, bætir Unnur Helga við. Nokkrir fundir líkt og á Selfossi verða haldnir víða um land á næstunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnur Helga segir að stjórnvöld verði að bregast strax við málinu um rafrænu skilríkin og fatlað fólk, þau hafi vitað af þessu lengi og dregið lappirnar allt of lengi. Nú dugi ekki fleiri afsakanir. Þessi framkvæmd sé skýlaust brot á mannréttindum fatlað fólks og fer í bága við mörg ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. „Þetta er í rauninni aðallega fyrir þá, sem eru 18 ára og eldri en samt sem áður, þú þarft að nota rafræn skilríki til að komast inn á Heilsuveru, þá verður þú að vera orðin 16 ára,“ segir Unnur Helga. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni fjölmenntu á fundinn og fengu mynd af sér með forsætisráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
í vikunni var haldinn opinn samráðsfundur á Selfossi um stöðu mannréttinda en forsætisráðherra boðaði til fundarins, sem bar yfirskriftina „Mótum framtíðina saman“ en nokkrir slíkir fundir verða haldnir víða um land. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar flutti örerindi um stöðu fatlaðra þegar mannréttindi eru annars vegar. Rafræn skilríki og fatlað fólk kom þar við sögu. “Þetta er alveg fáránlegt að geta ekki nálgast upplýsingar um reikninginn sinn, borga reikninga eða komast inn á Heilsuveru, endurnýja lyfin sín, þetta er bara svo margt. Þú ert ekkert fúnkerandi í samfélaginu ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þannig að þetta er verulega mikil útilokun, hér er klárlega verið að brjóta mannréttindi,” segir Unnur Helga. “Við berjumst áfram og látum í okkur heyra eins og ég er að gera núna”, bætir Unnur Helga við. Nokkrir fundir líkt og á Selfossi verða haldnir víða um land á næstunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnur Helga segir að stjórnvöld verði að bregast strax við málinu um rafrænu skilríkin og fatlað fólk, þau hafi vitað af þessu lengi og dregið lappirnar allt of lengi. Nú dugi ekki fleiri afsakanir. Þessi framkvæmd sé skýlaust brot á mannréttindum fatlað fólks og fer í bága við mörg ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. „Þetta er í rauninni aðallega fyrir þá, sem eru 18 ára og eldri en samt sem áður, þú þarft að nota rafræn skilríki til að komast inn á Heilsuveru, þá verður þú að vera orðin 16 ára,“ segir Unnur Helga. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni fjölmenntu á fundinn og fengu mynd af sér með forsætisráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira