Siðlaust skattkerfi = siðlaust samfélag Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. september 2022 07:31 Samkvæmt Hagstofunni var árið 1991 lágmarks dagvinnutaxti Dagsbrúnar fyrir almenna verkamannavinnu 240,95 kr., sem gera tæplega 42 þús. kr. á mánuði miðað 40 stunda vinnuviku. Af 41.765 kr. mánaðarlaunum voru 39,79% tekin í staðgreiðslu þegar búið var að taka iðgjöld í lífeyrissjóð. Skatturinn var því 15.954 kr. að frádregnum 22.831 kr. í persónuafslátt. Sem merkir að fólkið á lágmarkstaxta borgaði engan tekjuskatt né útsvar. Það átti nóg með sitt, að láta enda ná saman. 1991 var ekki talið forsvaranlegt að fjármálaráðherrann væri að hrifsa matinn af diskum fólk sem átti varla fyrir mat út mánuðinn. Árið 1991 voru skattleysismörk tæplega 60 þús. kr. sem var 43% fyrir ofan lægstu laun. Fólk með lægri tekjur borgaði ekki skatta. Á núvirði eru þessi skattleysismörk rúmlega 214 þús. kr. Skattarnir koma, skattarnir koma Í dag eru lágmarkslaun 368 þúsund kr. Fyrst eru tekin iðgjöld í lífeyrissjóð en svo skattur af restinni að frádregnum persónuafslætti. 57.191 kr. fara í skatt eftir að persónuafsláttur hefur verið dreginn frá. Ráðstöfunarfé fólks á lágmarkslaunum eftir iðgjöld og félagsgjöld í verkalýðsfélag fellur við það úr 350.704 kr. í 293.513 kr. Samkvæmt framfærsluviðmiðum umboðsmanns skuldara kostar um 195.215 kr. að framfleyta sér út mánuðinn án þess að reiknað sé með húsnæðiskostnaði. Fólk á lágmarkslaunum á samkvæmt því eftir 98.298 kr. upp í húsaleigu þegar það hefur borgað fæði og klæði og keisaranum það sem keisarans er. Það sjá allir að það dæmi gengur ekki upp. En dæmið snýr í raun öfugt, því einhvers staðar verður fólk að búa. Ef við reiknum með meðalverði á 50 fermetra leiguíbúð með rafmagni og hita í efri byggðum Reykjavíkur þá er leigan á slíkri íbúð um 165 þús. kr. Fólk á lágmarkslaunum borgar því skatta og gjöld og húsaleigu áður en það byrjar að borða. Og á þá eftir 128.513 til að lifa út mánuðinn, aðeins 2/3 af því sem þarf til að lifa fram að næstu mánaðamótum. Fjármálaráðherra hrifsar mat af fátæku fólki Það má orða þetta svo að fólk á lágmarkslaunum eigi fyrir mat og nauðsynjum fram að kvöldi 20. september næstkomandi, en muni svelta eftir það. Ef fjármálaráðherrann hefði ekki tekið af þessu fólki 57.191 kr. um mánaðamótin myndi það geta lifað fram á miðjan dag 29. september, þyrfti aðeins að svelta í einn og hálfan dag fram að næstu útborgun. Auðvitað eru mörkin ekki svona skýr. Fólk í þessari stöðu neitar sér um margt til að eiga fyrir mat. Kannanir hafa sýnt að fólk í fullri vinnu neitar sér um læknishjálp og lyf, sparar við sig í fatnaði, samskiptum og tómstundum. Það gengur á endurnærandi félagslíf og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og heilsurækt. Það vinnur meira til að ná endum saman og gengur á nauðsynlegan hvíldartíma. Til hvers? Til að borga mönnunum sem hafa vald til að taka peningana af þeim; leigusalanum og fjármálaráðherranum. Skattkerfi sem hrifsar mat af borðum hinna fátæku og valdalausu er siðlaust með öllu. Fjármálaráðherra sem rekur slíkt kerfi er siðlaus. Slattkerfinu breytt til að skattleggja hin fátæku Eins og áður sagði voru skattleysismörk 43% yfir lægstu launum árið 1991, þegar nýfrjálshyggjan var að taka yfir á Íslandi. Í dag eru skattleysismörk tæp 179 þús. kr. sem er 52% undir lágmarkslaunum. Fyrir nýfrjálshyggju tók fjármálaráðherrann ekki bjargirnar frá fátækasta fólkinu. Nú teygir hann sig langt undir hungurmörk og tekur fé af fólki sem sefur ekki vegna kvíða fyrir morgundeginum, hvort það komist í gegnum hann á þeim smánarlaunum sem það fær. Frá 1991 hefur landsframleiðsla á mann aukist um 150% á föstu verðlagi. Ef laun fólksins á lægstu launum hefðu hækkað í takt við vöxt hagkerfisins væru lágmarkslaun í dag 373 þús. kr. Lágmarkslaun upp á 368 þús. kr. eru ekki svo langt frá því. Láglaunafólkið hefur næstum haldið í við hagvöxtinn. En það er aðeins fyrir skatt. Ef við framreiknum ráðstöfunarfé verkafólksins frá 1991 miðað við vöxt landsframleiðslunnar ætti það að hafa í dag rúmlega 356 þús. kr. í ráðstöfunarfé eftir skatta og gjöld. En ekki tæpar 294 þús. kr. eins og raunin er. Það vantar tæplega 63 þús. kr. upp á. Fyrst og fremst vegna aukinnar skattheimtu. Og ástæðan fyrir aukinn skattheimtu á láglaunafólk er ekki sú að það hafi bætt svo tekjur sínar að það hafi lyfst upp í hærri skattþrep. Ástæðan er að skattkerfinu var breytt svo fjármálaráðherrann gæti haft fé af fólki með meðallaun og þar undir. Jafnvel þótt það þrýsti fólkinu niður í bjargarleysi og fátækt. Ljótasta graf Íslandssögunnar Þá komum við af hinni hliðinni á siðleysi skattkerfis nýfrjálshyggjunnar. Það er best að sýna það með grafi. Þetta súlurit sýnir muninn á skattgreiðslum fólk eftir tekjubilum frá 1992 til 2020. Skatturinn er ekki með eldri eða yngri tölur. Tekjubilin eru frá 1% tekjuminnsta fólkinu og upp í 1% hinna tekjuhæstu, 100 tekjubil. Grafið sýnir upphæðir. Aukning skatthlutfalls frá 1992 til 2020 er sýnt sem hlutfall af heildartekjum viðkomandi tekjubils á árinu 2020. Grafið sýnir breytinguna sem varð við að skattbyrðin jókst eða dróst saman. Og niðurstaðan er hryllingur. Skattgreiðslur allra landsmanna frá 9% tekjulægsta fólkinu og upp að 2% tekjuhæsta fólkinu hefur hækkað. Fólkið sem er undir 9% eru fyrst og fremst börn á framhaldsskólaaldri og annað fólk utan vinnumarkaðar en án örorku- eða ellilífeyris. Allir aðrir borga í dag umtalsvert meira í skatta en 1992. Nema 2% tekjuhæsta fólkið. Á milli 2% og 1% tekjuhæsta fólksins er lækkunin nokkur en þegar kemur að 1% tekjuhæsta fólkinu er lækkunin gríðarleg. Grafið sýnir fyrir hvern skattabreyting nýfrjálshyggjuáranna var. Og fyrir hvern ekki. Hún var fyrir 1% tekjuhæsta fólkið en ekki fyrir ykkur hin. Gagnbylting hinna ríku Almenn skattahækkun á meginþorra fólks var annars vegar til að bæta fyrir minni skattheimtu af fyrirtækjum. Tekjuskattur fyrirtækja var lækkaður og eignaskattar og aðstöðugjöld aflögð. Útsvar og tekjuskattur á einstaklinga var hækkaður á móti. Hins vegar voru skattar á meginþorra fólk hækkaðir til að fjármagna skattalækkun til 2% hinna tekjuhæstu. En einkum þó á 1% hinna tekjuhæstu. Og ef Ríkisskattstjóri myndin brjóta tekjurnar niður í þúsund tekjubil kæmi í ljós að skattgreiðslur 0,1% hinna tekjuhæstu hefðu lækkað langmest. Um þetta snerist samfélagssáttmáli nýfrjálshyggjunnar; að flytja auðlindir, fé, eignir og völd almennings til hinna ríku. Boðskapurinn var að það myndi reynast öllum vel að hin ríku yrðu ríkari og valdameiri. Að völd yrðu flutt frá lýðræðisvettvangnum, þar sem hver maður hefur eitt atkvæði, og út á hinn svokallaða markað, þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og hin ríku ráða öllu. Að sameiginlegar auðlindir almennings yrðu færðar hinum ríku svo þeir mættu auðgast enn meira af nýtingu þeirra. Að eignir almennings yrði seldar hinum ríku fyrir hlægilega lágt verð. Og að skattkerfið yrði breytt svo að hin efnameiri hættu að borga hlutfallslega mest í skatt, þau sem helst voru aflögufær, og að skattbyrðinni yrði velt yfir á almenning. Í þessu fólst gagnbylting hinna ríku gegn samfélagssáttmála eftirstríðsáranna, sem í orði kveðnu gekk út á að byggja upp samfélögin, almenna velferð og auka jöfnuð svo allt fólk gæti sem fyrst búið við öryggi og velsæld. Lesið meira um skatta Þetta er áttunda greinin sem ég skrifa um skattamál á Vísi á síðustu tveimur vikum. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur efni allra greinanna. Sú breyting sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði á skattkerfinu á nýfrjálshyggjuárunum, með dyggri aðstoð annarra flokka, er forsenda stærstu samfélagsbreytinga lýðveldistímans. Skattabreytingin var forsenda valdatöku hinna ríku í íslensku samfélagi. Hin ríku hafa auðgast fyrst og fremst með því að draga úr skattgreiðslum sínum og sölsa undir sig eignir og auðlindir almennings. Hér eru fyrri greinar mínar um skattamál: 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs 4. Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig 5. Mesta rán Íslandssögunnar 6. Auðstétt verður til. Og þú borgar 7. Ef eitthvað væri að marka Bjarna Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Skattar og tollar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Hagstofunni var árið 1991 lágmarks dagvinnutaxti Dagsbrúnar fyrir almenna verkamannavinnu 240,95 kr., sem gera tæplega 42 þús. kr. á mánuði miðað 40 stunda vinnuviku. Af 41.765 kr. mánaðarlaunum voru 39,79% tekin í staðgreiðslu þegar búið var að taka iðgjöld í lífeyrissjóð. Skatturinn var því 15.954 kr. að frádregnum 22.831 kr. í persónuafslátt. Sem merkir að fólkið á lágmarkstaxta borgaði engan tekjuskatt né útsvar. Það átti nóg með sitt, að láta enda ná saman. 1991 var ekki talið forsvaranlegt að fjármálaráðherrann væri að hrifsa matinn af diskum fólk sem átti varla fyrir mat út mánuðinn. Árið 1991 voru skattleysismörk tæplega 60 þús. kr. sem var 43% fyrir ofan lægstu laun. Fólk með lægri tekjur borgaði ekki skatta. Á núvirði eru þessi skattleysismörk rúmlega 214 þús. kr. Skattarnir koma, skattarnir koma Í dag eru lágmarkslaun 368 þúsund kr. Fyrst eru tekin iðgjöld í lífeyrissjóð en svo skattur af restinni að frádregnum persónuafslætti. 57.191 kr. fara í skatt eftir að persónuafsláttur hefur verið dreginn frá. Ráðstöfunarfé fólks á lágmarkslaunum eftir iðgjöld og félagsgjöld í verkalýðsfélag fellur við það úr 350.704 kr. í 293.513 kr. Samkvæmt framfærsluviðmiðum umboðsmanns skuldara kostar um 195.215 kr. að framfleyta sér út mánuðinn án þess að reiknað sé með húsnæðiskostnaði. Fólk á lágmarkslaunum á samkvæmt því eftir 98.298 kr. upp í húsaleigu þegar það hefur borgað fæði og klæði og keisaranum það sem keisarans er. Það sjá allir að það dæmi gengur ekki upp. En dæmið snýr í raun öfugt, því einhvers staðar verður fólk að búa. Ef við reiknum með meðalverði á 50 fermetra leiguíbúð með rafmagni og hita í efri byggðum Reykjavíkur þá er leigan á slíkri íbúð um 165 þús. kr. Fólk á lágmarkslaunum borgar því skatta og gjöld og húsaleigu áður en það byrjar að borða. Og á þá eftir 128.513 til að lifa út mánuðinn, aðeins 2/3 af því sem þarf til að lifa fram að næstu mánaðamótum. Fjármálaráðherra hrifsar mat af fátæku fólki Það má orða þetta svo að fólk á lágmarkslaunum eigi fyrir mat og nauðsynjum fram að kvöldi 20. september næstkomandi, en muni svelta eftir það. Ef fjármálaráðherrann hefði ekki tekið af þessu fólki 57.191 kr. um mánaðamótin myndi það geta lifað fram á miðjan dag 29. september, þyrfti aðeins að svelta í einn og hálfan dag fram að næstu útborgun. Auðvitað eru mörkin ekki svona skýr. Fólk í þessari stöðu neitar sér um margt til að eiga fyrir mat. Kannanir hafa sýnt að fólk í fullri vinnu neitar sér um læknishjálp og lyf, sparar við sig í fatnaði, samskiptum og tómstundum. Það gengur á endurnærandi félagslíf og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og heilsurækt. Það vinnur meira til að ná endum saman og gengur á nauðsynlegan hvíldartíma. Til hvers? Til að borga mönnunum sem hafa vald til að taka peningana af þeim; leigusalanum og fjármálaráðherranum. Skattkerfi sem hrifsar mat af borðum hinna fátæku og valdalausu er siðlaust með öllu. Fjármálaráðherra sem rekur slíkt kerfi er siðlaus. Slattkerfinu breytt til að skattleggja hin fátæku Eins og áður sagði voru skattleysismörk 43% yfir lægstu launum árið 1991, þegar nýfrjálshyggjan var að taka yfir á Íslandi. Í dag eru skattleysismörk tæp 179 þús. kr. sem er 52% undir lágmarkslaunum. Fyrir nýfrjálshyggju tók fjármálaráðherrann ekki bjargirnar frá fátækasta fólkinu. Nú teygir hann sig langt undir hungurmörk og tekur fé af fólki sem sefur ekki vegna kvíða fyrir morgundeginum, hvort það komist í gegnum hann á þeim smánarlaunum sem það fær. Frá 1991 hefur landsframleiðsla á mann aukist um 150% á föstu verðlagi. Ef laun fólksins á lægstu launum hefðu hækkað í takt við vöxt hagkerfisins væru lágmarkslaun í dag 373 þús. kr. Lágmarkslaun upp á 368 þús. kr. eru ekki svo langt frá því. Láglaunafólkið hefur næstum haldið í við hagvöxtinn. En það er aðeins fyrir skatt. Ef við framreiknum ráðstöfunarfé verkafólksins frá 1991 miðað við vöxt landsframleiðslunnar ætti það að hafa í dag rúmlega 356 þús. kr. í ráðstöfunarfé eftir skatta og gjöld. En ekki tæpar 294 þús. kr. eins og raunin er. Það vantar tæplega 63 þús. kr. upp á. Fyrst og fremst vegna aukinnar skattheimtu. Og ástæðan fyrir aukinn skattheimtu á láglaunafólk er ekki sú að það hafi bætt svo tekjur sínar að það hafi lyfst upp í hærri skattþrep. Ástæðan er að skattkerfinu var breytt svo fjármálaráðherrann gæti haft fé af fólki með meðallaun og þar undir. Jafnvel þótt það þrýsti fólkinu niður í bjargarleysi og fátækt. Ljótasta graf Íslandssögunnar Þá komum við af hinni hliðinni á siðleysi skattkerfis nýfrjálshyggjunnar. Það er best að sýna það með grafi. Þetta súlurit sýnir muninn á skattgreiðslum fólk eftir tekjubilum frá 1992 til 2020. Skatturinn er ekki með eldri eða yngri tölur. Tekjubilin eru frá 1% tekjuminnsta fólkinu og upp í 1% hinna tekjuhæstu, 100 tekjubil. Grafið sýnir upphæðir. Aukning skatthlutfalls frá 1992 til 2020 er sýnt sem hlutfall af heildartekjum viðkomandi tekjubils á árinu 2020. Grafið sýnir breytinguna sem varð við að skattbyrðin jókst eða dróst saman. Og niðurstaðan er hryllingur. Skattgreiðslur allra landsmanna frá 9% tekjulægsta fólkinu og upp að 2% tekjuhæsta fólkinu hefur hækkað. Fólkið sem er undir 9% eru fyrst og fremst börn á framhaldsskólaaldri og annað fólk utan vinnumarkaðar en án örorku- eða ellilífeyris. Allir aðrir borga í dag umtalsvert meira í skatta en 1992. Nema 2% tekjuhæsta fólkið. Á milli 2% og 1% tekjuhæsta fólksins er lækkunin nokkur en þegar kemur að 1% tekjuhæsta fólkinu er lækkunin gríðarleg. Grafið sýnir fyrir hvern skattabreyting nýfrjálshyggjuáranna var. Og fyrir hvern ekki. Hún var fyrir 1% tekjuhæsta fólkið en ekki fyrir ykkur hin. Gagnbylting hinna ríku Almenn skattahækkun á meginþorra fólks var annars vegar til að bæta fyrir minni skattheimtu af fyrirtækjum. Tekjuskattur fyrirtækja var lækkaður og eignaskattar og aðstöðugjöld aflögð. Útsvar og tekjuskattur á einstaklinga var hækkaður á móti. Hins vegar voru skattar á meginþorra fólk hækkaðir til að fjármagna skattalækkun til 2% hinna tekjuhæstu. En einkum þó á 1% hinna tekjuhæstu. Og ef Ríkisskattstjóri myndin brjóta tekjurnar niður í þúsund tekjubil kæmi í ljós að skattgreiðslur 0,1% hinna tekjuhæstu hefðu lækkað langmest. Um þetta snerist samfélagssáttmáli nýfrjálshyggjunnar; að flytja auðlindir, fé, eignir og völd almennings til hinna ríku. Boðskapurinn var að það myndi reynast öllum vel að hin ríku yrðu ríkari og valdameiri. Að völd yrðu flutt frá lýðræðisvettvangnum, þar sem hver maður hefur eitt atkvæði, og út á hinn svokallaða markað, þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og hin ríku ráða öllu. Að sameiginlegar auðlindir almennings yrðu færðar hinum ríku svo þeir mættu auðgast enn meira af nýtingu þeirra. Að eignir almennings yrði seldar hinum ríku fyrir hlægilega lágt verð. Og að skattkerfið yrði breytt svo að hin efnameiri hættu að borga hlutfallslega mest í skatt, þau sem helst voru aflögufær, og að skattbyrðinni yrði velt yfir á almenning. Í þessu fólst gagnbylting hinna ríku gegn samfélagssáttmála eftirstríðsáranna, sem í orði kveðnu gekk út á að byggja upp samfélögin, almenna velferð og auka jöfnuð svo allt fólk gæti sem fyrst búið við öryggi og velsæld. Lesið meira um skatta Þetta er áttunda greinin sem ég skrifa um skattamál á Vísi á síðustu tveimur vikum. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur efni allra greinanna. Sú breyting sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði á skattkerfinu á nýfrjálshyggjuárunum, með dyggri aðstoð annarra flokka, er forsenda stærstu samfélagsbreytinga lýðveldistímans. Skattabreytingin var forsenda valdatöku hinna ríku í íslensku samfélagi. Hin ríku hafa auðgast fyrst og fremst með því að draga úr skattgreiðslum sínum og sölsa undir sig eignir og auðlindir almennings. Hér eru fyrri greinar mínar um skattamál: 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs 4. Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig 5. Mesta rán Íslandssögunnar 6. Auðstétt verður til. Og þú borgar 7. Ef eitthvað væri að marka Bjarna Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar