Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2022 10:13 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. Kristján Þórður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en hann tók við forsetaembættinu í síðasta mánuði eftir að Drífa Snædal tilkynnti um afsögn sína þann 10. ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður segir hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa fengið forsetaembættið óvænt í fangið, en að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í forsetann að svo stöddu heldur einbeita sér að verkefnum RSÍ. „Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna,“ segir Kristján Þórður. Lesa má færslu Kristjáns Þórðar í heild sinni að neðan: Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við. Enn hefur enginn tilkynnt um framboð til forseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið orðaður við embættið og hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagt að hann vilji sjá Ragnar Þór í embættinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram í embættið. ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Kristján Þórður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en hann tók við forsetaembættinu í síðasta mánuði eftir að Drífa Snædal tilkynnti um afsögn sína þann 10. ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður segir hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa fengið forsetaembættið óvænt í fangið, en að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í forsetann að svo stöddu heldur einbeita sér að verkefnum RSÍ. „Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna,“ segir Kristján Þórður. Lesa má færslu Kristjáns Þórðar í heild sinni að neðan: Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við. Enn hefur enginn tilkynnt um framboð til forseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið orðaður við embættið og hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagt að hann vilji sjá Ragnar Þór í embættinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram í embættið.
Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira