Mbappé um Pogba-málið: „Orð gegn orði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2022 08:31 Paul Pogba og Kylian Mbappé eru burðarstólpar í franska landsliðinu sem á titil að verja á HM í Katar. getty/Laurence Griffiths Kylian Mbappé segist treysta Paul Pogba þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann hafi leitað til töfralæknis til að leggja bölvun á félaga í franska landsliðinu. Deilur bræðranna Pauls og Mathias Pogba hafa verið mikið í fréttunum að undanförnu. Paul hefur greint frá því að ýmsir aðilar hafi reynt að fjárkúga hann, meðal annars Mathias. Hann hefur hótað því að afhjúpa viðkvæmar upplýsingar um Paul og hefur meðal annars greint frá því að Paul hafi fengið töfralækni til að leggja bölvun á Mbappé. Paul gekkst við því að hafa leitað til töfralæknis en það hafi verið gert til að hjálpa góðgerðarsamtökum í Afríku. Á blaðamannafundi í gær sagðist Mbappé hafa verið í sambandi við Pogba vegna þessa stórundarlega máls. „Ég treysti samherja mínum,“ sagði Mbappé á blaðamannafundi í gær. „Hann hafði samband og sagði sína hlið á málinu. Núna er þetta orð gegn orði. Ég treysti samherja mínum þó ekki nema vegna landsliðsins. Framundan er stórt mót og vandamálin eru nú þegar nokkur. Þetta er ekki tíminn til að bæta fleirum við.“ Mbappé vísaði þarna til HM í Katar þar sem Frakkar eiga titil að verja. Pogba og Mbappé voru báðir í lykilhlutverki þegar Frakkland vann HM 2018 og skoruðu meðal annars báðir í úrslitaleiknum gegn Króatíu. Óvíst er hvort Pogba verði með á HM en hann er nýbúinn í aðgerð á hné. Hann gekk í raðir Juventus frá Manchester United á nýjan leik í sumar. Mbappé og félagar hans í Paris Saint-Germain mæta Juventus í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Franski boltinn HM 2022 í Katar Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Deilur bræðranna Pauls og Mathias Pogba hafa verið mikið í fréttunum að undanförnu. Paul hefur greint frá því að ýmsir aðilar hafi reynt að fjárkúga hann, meðal annars Mathias. Hann hefur hótað því að afhjúpa viðkvæmar upplýsingar um Paul og hefur meðal annars greint frá því að Paul hafi fengið töfralækni til að leggja bölvun á Mbappé. Paul gekkst við því að hafa leitað til töfralæknis en það hafi verið gert til að hjálpa góðgerðarsamtökum í Afríku. Á blaðamannafundi í gær sagðist Mbappé hafa verið í sambandi við Pogba vegna þessa stórundarlega máls. „Ég treysti samherja mínum,“ sagði Mbappé á blaðamannafundi í gær. „Hann hafði samband og sagði sína hlið á málinu. Núna er þetta orð gegn orði. Ég treysti samherja mínum þó ekki nema vegna landsliðsins. Framundan er stórt mót og vandamálin eru nú þegar nokkur. Þetta er ekki tíminn til að bæta fleirum við.“ Mbappé vísaði þarna til HM í Katar þar sem Frakkar eiga titil að verja. Pogba og Mbappé voru báðir í lykilhlutverki þegar Frakkland vann HM 2018 og skoruðu meðal annars báðir í úrslitaleiknum gegn Króatíu. Óvíst er hvort Pogba verði með á HM en hann er nýbúinn í aðgerð á hné. Hann gekk í raðir Juventus frá Manchester United á nýjan leik í sumar. Mbappé og félagar hans í Paris Saint-Germain mæta Juventus í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Franski boltinn HM 2022 í Katar Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira