Leikskóli áfram í Staðarhverfi Skúli Helgason skrifar 6. september 2022 11:01 Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Málið snýst um leikskólann Bakka í Staðarhverfi sem undanfarin ár hefur verið sameinaður leikskólanum Hamra sem er í næsta nágrenni. Bakki hefur leyfi fyrir 58 börnum en undanfarin ár hafa verið mun færri börn þar í vistun og um þessar mundir eru einungis 20 börn í leikskólanum. Það gerir Bakka að fámennasta leikskóla borgarinnar. Greinarhöfundar velta því upp hvort fámennið þýði að leikskólanum verði lokað og er mikilvægt að tala skýrt um það að við sem myndum meirihluta borgarstjórnar höfum engin áform um að hætta leikskólastarfsemi í húsinu. Ég hef sjálfur aldrei ljáð máls á því enda er það stefna okkar að fjölga leikskólaplássum og auka þjónustu við foreldra yngstu barnanna en ekki fækka plássunum og draga úr þjónustunni. Skóla- og frístundasvið fékk það verkefni frá borgarráði að leita allra leiða til að nýta núverandi húsnæði borgarinnar betur svo að fjölga mætti dvalarrýmum í leikskólum. Ein hugmynd var að gera þær breytingar að börn sem nú eru vistuð í Bakka færu yfir í Hamra en foreldrar lýstu andstöðu við þá hugmynd og hefur hún í kjölfarið verið lögð til hliðar. Það verður því áfram rekinn leikskóli í Staðarhverfi og börnin sem nú eru í Bakka geta verið þar áfram en til greina kemur að skoða samstarf við leikskólann Engjaborg en foreldrar m.a. í fyrrnefndri grein hafa fært ágæt rök fyrir því að slíkt samstarf myndi skapa betri samfellu við grunnskólagöngu barnanna sem færu þá saman upp í Engjaskóla að loknum leikskóla. Það er hluti af stefnu meirihlutans um betri nýtingu húsnæðis að opna tvær nýjar deildir á Bakka til að nýta þau lausu pláss sem þar eru. Strax í september verður byrjað að taka á móti börnum sem innrituð hafa verið í væntanlegan leikskóla í Vogabyggð og þau munu starfa í Bakka þar til Ævintýraborgin í Vogabyggð opnar, sem stefnt er að því að verði í desember. Næstu vikur verða notaðar til að kynna Bakka sem góðan kost fyrir foreldra í nærliggjandi hverfum, bæði í Grafarvogi en líka í Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum en lítið um laus pláss. Gott aðgengi er að Bakka fyrir íbúa í Grafarholti og greiðar samgöngur þar á milli. Á fundi með foreldrum síðastliðinn fimmtudag var það niðurstaðan að skóla- og frístundasvið og foreldrar myndu sameinast um að kynna Bakka fyrir foreldrum yngstu barnanna og freista þess þannig að nýta þau lausu pláss sem þar eru og treysta þannig starfsgrundvöll leikskólans til framtíðar. Það er í takt við stefnu meirihlutans í Reykjavík sem lítur á það sem sitt forgangsverkefni að fjölga leikskólaplássum í borginni til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri að njóta þess afburða starfs sem starfsfólk og stjórnendur leikskólanna halda úti á hverjum degi og stenst jöfnuð við það sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Samhliða fjölgun plássa munum við halda ótrauð áfram að bæta starfsumhverfi leikskólanna til að laða ungt fólk og annað hæfileikafólk til liðs við þennan mikilvæga málaflokk sem fyrsta skólastigið sannarlega er. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Málið snýst um leikskólann Bakka í Staðarhverfi sem undanfarin ár hefur verið sameinaður leikskólanum Hamra sem er í næsta nágrenni. Bakki hefur leyfi fyrir 58 börnum en undanfarin ár hafa verið mun færri börn þar í vistun og um þessar mundir eru einungis 20 börn í leikskólanum. Það gerir Bakka að fámennasta leikskóla borgarinnar. Greinarhöfundar velta því upp hvort fámennið þýði að leikskólanum verði lokað og er mikilvægt að tala skýrt um það að við sem myndum meirihluta borgarstjórnar höfum engin áform um að hætta leikskólastarfsemi í húsinu. Ég hef sjálfur aldrei ljáð máls á því enda er það stefna okkar að fjölga leikskólaplássum og auka þjónustu við foreldra yngstu barnanna en ekki fækka plássunum og draga úr þjónustunni. Skóla- og frístundasvið fékk það verkefni frá borgarráði að leita allra leiða til að nýta núverandi húsnæði borgarinnar betur svo að fjölga mætti dvalarrýmum í leikskólum. Ein hugmynd var að gera þær breytingar að börn sem nú eru vistuð í Bakka færu yfir í Hamra en foreldrar lýstu andstöðu við þá hugmynd og hefur hún í kjölfarið verið lögð til hliðar. Það verður því áfram rekinn leikskóli í Staðarhverfi og börnin sem nú eru í Bakka geta verið þar áfram en til greina kemur að skoða samstarf við leikskólann Engjaborg en foreldrar m.a. í fyrrnefndri grein hafa fært ágæt rök fyrir því að slíkt samstarf myndi skapa betri samfellu við grunnskólagöngu barnanna sem færu þá saman upp í Engjaskóla að loknum leikskóla. Það er hluti af stefnu meirihlutans um betri nýtingu húsnæðis að opna tvær nýjar deildir á Bakka til að nýta þau lausu pláss sem þar eru. Strax í september verður byrjað að taka á móti börnum sem innrituð hafa verið í væntanlegan leikskóla í Vogabyggð og þau munu starfa í Bakka þar til Ævintýraborgin í Vogabyggð opnar, sem stefnt er að því að verði í desember. Næstu vikur verða notaðar til að kynna Bakka sem góðan kost fyrir foreldra í nærliggjandi hverfum, bæði í Grafarvogi en líka í Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum en lítið um laus pláss. Gott aðgengi er að Bakka fyrir íbúa í Grafarholti og greiðar samgöngur þar á milli. Á fundi með foreldrum síðastliðinn fimmtudag var það niðurstaðan að skóla- og frístundasvið og foreldrar myndu sameinast um að kynna Bakka fyrir foreldrum yngstu barnanna og freista þess þannig að nýta þau lausu pláss sem þar eru og treysta þannig starfsgrundvöll leikskólans til framtíðar. Það er í takt við stefnu meirihlutans í Reykjavík sem lítur á það sem sitt forgangsverkefni að fjölga leikskólaplássum í borginni til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri að njóta þess afburða starfs sem starfsfólk og stjórnendur leikskólanna halda úti á hverjum degi og stenst jöfnuð við það sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Samhliða fjölgun plássa munum við halda ótrauð áfram að bæta starfsumhverfi leikskólanna til að laða ungt fólk og annað hæfileikafólk til liðs við þennan mikilvæga málaflokk sem fyrsta skólastigið sannarlega er. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar