Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Margrét Eymundardóttir, María Lea Ævarsdóttir, Eva Drífudóttir og Kristbjörg Helgadóttir skrifa 7. september 2022 09:31 Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots keyptu raðhús í Skerjafirði árið 2019 og greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020. Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti. Þetta kemur okkur sem erum úr hópi fyrrverandi starfsfólks og foreldra barna í Sælukoti ekki á óvart. Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórnans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leiskólanum. Þá sjaldan að leikskólakennari hefur stótt um starf á Sælukoti hefur viðkomandi staldrað stutt við. Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum. Því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar þjarkað er um skort á leikskólaplássum sem þó er mergur málsins. Því höfum við undirritaðar tekið okkur penna í hönd eina ferðina enn til þess að freista þess að einhver hlusti. Það er nefnilega svo að við höfum ítrekað látið Skóla- og frístundasvið vita af ógöngum Sælukots og sent þangað áðurnefndar lýsingar starfsfólks og foreldra. En ekkert gerist. Það virðist öllum standa á sama. Skólinn starfar enn og ennþá er sami rekstrarstjórinn þar við völd. Á leikskóla þar sem enginn ætti að vera, allra síst börn. Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því? Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóriMaría Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðirEva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaðurKristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00 Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots keyptu raðhús í Skerjafirði árið 2019 og greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020. Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti. Þetta kemur okkur sem erum úr hópi fyrrverandi starfsfólks og foreldra barna í Sælukoti ekki á óvart. Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórnans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leiskólanum. Þá sjaldan að leikskólakennari hefur stótt um starf á Sælukoti hefur viðkomandi staldrað stutt við. Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum. Því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar þjarkað er um skort á leikskólaplássum sem þó er mergur málsins. Því höfum við undirritaðar tekið okkur penna í hönd eina ferðina enn til þess að freista þess að einhver hlusti. Það er nefnilega svo að við höfum ítrekað látið Skóla- og frístundasvið vita af ógöngum Sælukots og sent þangað áðurnefndar lýsingar starfsfólks og foreldra. En ekkert gerist. Það virðist öllum standa á sama. Skólinn starfar enn og ennþá er sami rekstrarstjórinn þar við völd. Á leikskóla þar sem enginn ætti að vera, allra síst börn. Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því? Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóriMaría Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðirEva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaðurKristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður
Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun