Umferðaröryggi skólabarna Ágúst Mogensen skrifar 8. september 2022 10:30 Árlega slasast 56 börn á aldrinum 0-14 ára sem gangandi eða hjólandi vegfarendur í umferðinni. Til viðbótar slasast árlega 53 börn í bifreiðum og tvö til þrjú í hópbifreiðum í þessum sama aldurshópi en þessar upplýsingar má lesa úr slysaskýrslu Samgöngustofu. Nú er umferð farin að þyngjast eftir sumarleyfin og skólarnir byrjaðir. Daginn er tekið að stytta og næturfrost hefur gert vart við sig. Velferð og heilsa yngstu vegfarendanna í umferðinni, sem nú eru að hefja skólagöngu sína er forgangsmál og því vil ég fara yfir nokkur atriði sem tengjast öryggi þeirra. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Ef verið að fara í skóla á rafskutlu eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált á morgnana. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. Með endurskinsmerki séstu 5x betur Daginn er tekið að stytta og bráðum verður myrkur á morgnana þegar börn eru á leið í skólann, og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Miðum við að vera búin að útvega okkur endurskinsmerki fyrir 1. október, ef ekki fyrr. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Skólaakstur Þar sem börnum er ekið til skóla, í sund eða annað frístundastarf þarf að fara yfir reglur um skólaakstur. Allir nemendur og farþegar eiga að sitja í sætum sínum og nota bílbelti. Dæmi eru um slys á börnum sem notuðu ekki bílbelti í hópbifreið í skólaakstri. Þá þarf að ræða hættuna sem fylgir því ef hlaupið er að bifreiðinni eða á eftir henni á ferð. Það eru mörg blindsvæði kringum stóra hópbifreið, fyrir bílstjórann sjálfan, krakkana og aðra umferð. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Vistgötur og 30 kílómetra hámarkshraði í íbúagötum eru öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað fyrr og dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ef leiðin sem barnið þitt þarf að fara í skóla er hættuleg vegna flókinna umferðarmannvirkja eða vöntunar á umferðarmannvirkjum þá skaltu ræða það við veghaldara í sveitarfélaginu og skólayfirvöld. Hverfahópar á Facebook geta líka verið ágætis umræðuvettvangur til að bæta umferðaröryggi. Verum sanngjörn í umræðu en gleymum því samt aldrei að öryggissjónarmið eiga alltaf að ráða ferðinni. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Grunnskólar Slysavarnir Ágúst Mogensen Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega slasast 56 börn á aldrinum 0-14 ára sem gangandi eða hjólandi vegfarendur í umferðinni. Til viðbótar slasast árlega 53 börn í bifreiðum og tvö til þrjú í hópbifreiðum í þessum sama aldurshópi en þessar upplýsingar má lesa úr slysaskýrslu Samgöngustofu. Nú er umferð farin að þyngjast eftir sumarleyfin og skólarnir byrjaðir. Daginn er tekið að stytta og næturfrost hefur gert vart við sig. Velferð og heilsa yngstu vegfarendanna í umferðinni, sem nú eru að hefja skólagöngu sína er forgangsmál og því vil ég fara yfir nokkur atriði sem tengjast öryggi þeirra. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Ef verið að fara í skóla á rafskutlu eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált á morgnana. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. Með endurskinsmerki séstu 5x betur Daginn er tekið að stytta og bráðum verður myrkur á morgnana þegar börn eru á leið í skólann, og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Miðum við að vera búin að útvega okkur endurskinsmerki fyrir 1. október, ef ekki fyrr. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Skólaakstur Þar sem börnum er ekið til skóla, í sund eða annað frístundastarf þarf að fara yfir reglur um skólaakstur. Allir nemendur og farþegar eiga að sitja í sætum sínum og nota bílbelti. Dæmi eru um slys á börnum sem notuðu ekki bílbelti í hópbifreið í skólaakstri. Þá þarf að ræða hættuna sem fylgir því ef hlaupið er að bifreiðinni eða á eftir henni á ferð. Það eru mörg blindsvæði kringum stóra hópbifreið, fyrir bílstjórann sjálfan, krakkana og aðra umferð. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Vistgötur og 30 kílómetra hámarkshraði í íbúagötum eru öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað fyrr og dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ef leiðin sem barnið þitt þarf að fara í skóla er hættuleg vegna flókinna umferðarmannvirkja eða vöntunar á umferðarmannvirkjum þá skaltu ræða það við veghaldara í sveitarfélaginu og skólayfirvöld. Hverfahópar á Facebook geta líka verið ágætis umræðuvettvangur til að bæta umferðaröryggi. Verum sanngjörn í umræðu en gleymum því samt aldrei að öryggissjónarmið eiga alltaf að ráða ferðinni. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun