Umferðaröryggi skólabarna Ágúst Mogensen skrifar 8. september 2022 10:30 Árlega slasast 56 börn á aldrinum 0-14 ára sem gangandi eða hjólandi vegfarendur í umferðinni. Til viðbótar slasast árlega 53 börn í bifreiðum og tvö til þrjú í hópbifreiðum í þessum sama aldurshópi en þessar upplýsingar má lesa úr slysaskýrslu Samgöngustofu. Nú er umferð farin að þyngjast eftir sumarleyfin og skólarnir byrjaðir. Daginn er tekið að stytta og næturfrost hefur gert vart við sig. Velferð og heilsa yngstu vegfarendanna í umferðinni, sem nú eru að hefja skólagöngu sína er forgangsmál og því vil ég fara yfir nokkur atriði sem tengjast öryggi þeirra. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Ef verið að fara í skóla á rafskutlu eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált á morgnana. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. Með endurskinsmerki séstu 5x betur Daginn er tekið að stytta og bráðum verður myrkur á morgnana þegar börn eru á leið í skólann, og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Miðum við að vera búin að útvega okkur endurskinsmerki fyrir 1. október, ef ekki fyrr. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Skólaakstur Þar sem börnum er ekið til skóla, í sund eða annað frístundastarf þarf að fara yfir reglur um skólaakstur. Allir nemendur og farþegar eiga að sitja í sætum sínum og nota bílbelti. Dæmi eru um slys á börnum sem notuðu ekki bílbelti í hópbifreið í skólaakstri. Þá þarf að ræða hættuna sem fylgir því ef hlaupið er að bifreiðinni eða á eftir henni á ferð. Það eru mörg blindsvæði kringum stóra hópbifreið, fyrir bílstjórann sjálfan, krakkana og aðra umferð. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Vistgötur og 30 kílómetra hámarkshraði í íbúagötum eru öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað fyrr og dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ef leiðin sem barnið þitt þarf að fara í skóla er hættuleg vegna flókinna umferðarmannvirkja eða vöntunar á umferðarmannvirkjum þá skaltu ræða það við veghaldara í sveitarfélaginu og skólayfirvöld. Hverfahópar á Facebook geta líka verið ágætis umræðuvettvangur til að bæta umferðaröryggi. Verum sanngjörn í umræðu en gleymum því samt aldrei að öryggissjónarmið eiga alltaf að ráða ferðinni. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Grunnskólar Slysavarnir Ágúst Mogensen Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega slasast 56 börn á aldrinum 0-14 ára sem gangandi eða hjólandi vegfarendur í umferðinni. Til viðbótar slasast árlega 53 börn í bifreiðum og tvö til þrjú í hópbifreiðum í þessum sama aldurshópi en þessar upplýsingar má lesa úr slysaskýrslu Samgöngustofu. Nú er umferð farin að þyngjast eftir sumarleyfin og skólarnir byrjaðir. Daginn er tekið að stytta og næturfrost hefur gert vart við sig. Velferð og heilsa yngstu vegfarendanna í umferðinni, sem nú eru að hefja skólagöngu sína er forgangsmál og því vil ég fara yfir nokkur atriði sem tengjast öryggi þeirra. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Ef verið að fara í skóla á rafskutlu eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált á morgnana. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. Með endurskinsmerki séstu 5x betur Daginn er tekið að stytta og bráðum verður myrkur á morgnana þegar börn eru á leið í skólann, og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Miðum við að vera búin að útvega okkur endurskinsmerki fyrir 1. október, ef ekki fyrr. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Skólaakstur Þar sem börnum er ekið til skóla, í sund eða annað frístundastarf þarf að fara yfir reglur um skólaakstur. Allir nemendur og farþegar eiga að sitja í sætum sínum og nota bílbelti. Dæmi eru um slys á börnum sem notuðu ekki bílbelti í hópbifreið í skólaakstri. Þá þarf að ræða hættuna sem fylgir því ef hlaupið er að bifreiðinni eða á eftir henni á ferð. Það eru mörg blindsvæði kringum stóra hópbifreið, fyrir bílstjórann sjálfan, krakkana og aðra umferð. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Vistgötur og 30 kílómetra hámarkshraði í íbúagötum eru öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað fyrr og dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ef leiðin sem barnið þitt þarf að fara í skóla er hættuleg vegna flókinna umferðarmannvirkja eða vöntunar á umferðarmannvirkjum þá skaltu ræða það við veghaldara í sveitarfélaginu og skólayfirvöld. Hverfahópar á Facebook geta líka verið ágætis umræðuvettvangur til að bæta umferðaröryggi. Verum sanngjörn í umræðu en gleymum því samt aldrei að öryggissjónarmið eiga alltaf að ráða ferðinni. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun