Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2022 10:36 Sólin skín ekki í Grímsey í dag en þar er þó fallegt og stillt veður, í svarta þoku. Getty Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. Stóri skjálftinn reið yfir klukkan eina mínútu yfir fjögur. Upptök hans voru tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey og fannst vel víða á Norðurlandi. „Ég var sofandi og vaknaði við drunurnar. Svo fann ég víbringinn sem kom á húsið,“ segir Anna María Sigvaldadóttir. Hún rekur gistiheimilið Gullsól í Grímsey ásamt vinkonum sínum. „Ég bý í timburhúsi svo það er ekki eins mikið högg og í steyptu húsunum.“ Skjálftinn varð á Tjörnesbrotabeltinu en fjölmargir minni skjálftar hafa verið á svæðinu í nótt og í morgun. Grímseyingar eru vanir skjálftum. Anna María Sigvaldadóttir hvetur fólk til að leggja leið sína í Grímsey þegar nýja kirkjan verður forvígð. „En auðvitað venst maður þessu aldrei hundrað prósent,“ segir Anna María. Henni bregði kannski ekki mjög mikið, svo framarlega sem þeir séu undir fimm að stærð. Ferðamenn gistu í Gullsól í nótt. Anna María hafði ekki hitt þá það sem af var degi en þeir voru farnir í morgungöngu þegar fréttastofa sló á þráðinn norður. „Þeir voru allavega ekki stressaðri en svo að þeir eru farnir út,“ segir Anna María. Hún mætti aftur á móti bandarískum ferðamönnum frá Wisconsin í sinni næturgöngu en þeir höfðu næturstað í Básum, öðrum gistiheimili í eyjunni. Þar er byggt úr steypu. „Þeim fannst þetta mögnuð upplifun, að geta krossað þetta út af „bucket-listanum“. Þau þekkja ekki til jarðskjálfta í Wisconsin,“ segir Anna María. Fyrir þá sem ekki þekkja er „bucket-listi“ orð yfir hluti sem fólk langar að gera áður en það geispar golunni. Fyrir vikið hafa einhverjir stungið upp á þýðingunni golulisti. Gistiheimilið Gullsól í Grímsey. Svartaþoka er í Grímsey í dag en fallegt og stillt veður. Anna María segir hug í Grímseyingum enda ný kirkja í byggingu eftir að sú gamla varð eldi að bráð í september í fyrra. „Það er allt að komast á full-swing. Það verður hittingur í Grímsey 21. september þar sem við forvígjum kirkjuna. Friðrik Ómar kemur og syngur auk þess sem kvenfélagið býður upp á léttar veitingar og kaffi,“ segir Anna María. „Við ætlum að gera þetta að góðum degi, sléttu ári eftir brunann.“ Grímsey Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Stóri skjálftinn reið yfir klukkan eina mínútu yfir fjögur. Upptök hans voru tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey og fannst vel víða á Norðurlandi. „Ég var sofandi og vaknaði við drunurnar. Svo fann ég víbringinn sem kom á húsið,“ segir Anna María Sigvaldadóttir. Hún rekur gistiheimilið Gullsól í Grímsey ásamt vinkonum sínum. „Ég bý í timburhúsi svo það er ekki eins mikið högg og í steyptu húsunum.“ Skjálftinn varð á Tjörnesbrotabeltinu en fjölmargir minni skjálftar hafa verið á svæðinu í nótt og í morgun. Grímseyingar eru vanir skjálftum. Anna María Sigvaldadóttir hvetur fólk til að leggja leið sína í Grímsey þegar nýja kirkjan verður forvígð. „En auðvitað venst maður þessu aldrei hundrað prósent,“ segir Anna María. Henni bregði kannski ekki mjög mikið, svo framarlega sem þeir séu undir fimm að stærð. Ferðamenn gistu í Gullsól í nótt. Anna María hafði ekki hitt þá það sem af var degi en þeir voru farnir í morgungöngu þegar fréttastofa sló á þráðinn norður. „Þeir voru allavega ekki stressaðri en svo að þeir eru farnir út,“ segir Anna María. Hún mætti aftur á móti bandarískum ferðamönnum frá Wisconsin í sinni næturgöngu en þeir höfðu næturstað í Básum, öðrum gistiheimili í eyjunni. Þar er byggt úr steypu. „Þeim fannst þetta mögnuð upplifun, að geta krossað þetta út af „bucket-listanum“. Þau þekkja ekki til jarðskjálfta í Wisconsin,“ segir Anna María. Fyrir þá sem ekki þekkja er „bucket-listi“ orð yfir hluti sem fólk langar að gera áður en það geispar golunni. Fyrir vikið hafa einhverjir stungið upp á þýðingunni golulisti. Gistiheimilið Gullsól í Grímsey. Svartaþoka er í Grímsey í dag en fallegt og stillt veður. Anna María segir hug í Grímseyingum enda ný kirkja í byggingu eftir að sú gamla varð eldi að bráð í september í fyrra. „Það er allt að komast á full-swing. Það verður hittingur í Grímsey 21. september þar sem við forvígjum kirkjuna. Friðrik Ómar kemur og syngur auk þess sem kvenfélagið býður upp á léttar veitingar og kaffi,“ segir Anna María. „Við ætlum að gera þetta að góðum degi, sléttu ári eftir brunann.“
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira