Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2022 13:12 Þremur ferðamönnum dauðbrá þegar stærðarinnar skjálfti reið yfir við Grímsey. Facebook/Gistiheimilið Básar Grímsey Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. „Það byrjaði hrina rétt eftir miðnætti í nótt og stærsti skjálftinn í hrinunni er 4,9 að stærð og varð um fjögur i morgun og við höfum fengið þónokkrar tilkynningar að skjálftinn hefði fundist á Norðurlandi. Það eru enn að koma skjálftar inn í kerfið en í heildina hafa um fjögur hundruð skjálftar mælst frá miðnætti.“ Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir. Flekaskil liggi þarna þvert yfir og eðlilegt sé að hrinur verði á þessu svæði reglulega. „Árið 2013 varð skjálfti upp á 5,4 að stærð og árið 2018 reið annar yfir sem var 5,2 að stærð þannig að það er ekki óvanalegt að fá svona stærri skjálfta á þessu svæði,“ bætir Lovísa við. En þótt Grímseyingar sjálfir kippi sér ekki mikið upp við skjálftavirkni þá kom sá stóri þremur ferðalöngum í opna skjöldu þegar hann reið yfir í nótt. John Webb og tveir félagar hans frá Wisconsin í Bandaríkjunum dvelja þessa dagana á gistiheimilinu Básum í Grímsey. Þeim dauðbrá öllum við hristinginn sem fylgdi jarðskjálftanum í nótt. „Við vorum allir í fasta svefni þegar húsið byrjar allt að skjálfa. Við vöknum með andfælum og fannst þetta frekar ógnvekjandi. Ég hef einu sinni upplifað skjálfta áður, það var á Havaí, svo ég vissi nokkurn veginn hvað væri í gangi en einn af vinum mínum hélt að við tveir værum í slagsmálum eða eitthvað á gólfinu,“ sagði Webb og hópurinn skellti upp úr. Webb viðurkennir að hafa verið pínu hræddur. „Já, ég var pínu hræddur. Þessi skjálfti var allt öðruvísi en þessi sem reið yfir á Havaí, það er alveg á hreinu. Þessi var meira eins og titringur. Þetta gerðist allt svo skyndilega en þú gast heyrt í honum ríða yfir. Þetta var eins og lest á fullri ferð, eins konar drunur. Þetta var svolítið ógnvekjandi í nokkrar mínútur en engir munir færðust til eða neitt svoleiðis og við áttuðum okkur mjög fljótt á því að þetta væri jarðskjálfti og að við værum í öruggum höndum,“ segir Webb sem bætti við að náttúran á Íslandi sé sannarlega iðandi af lífi. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36 Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Það byrjaði hrina rétt eftir miðnætti í nótt og stærsti skjálftinn í hrinunni er 4,9 að stærð og varð um fjögur i morgun og við höfum fengið þónokkrar tilkynningar að skjálftinn hefði fundist á Norðurlandi. Það eru enn að koma skjálftar inn í kerfið en í heildina hafa um fjögur hundruð skjálftar mælst frá miðnætti.“ Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir. Flekaskil liggi þarna þvert yfir og eðlilegt sé að hrinur verði á þessu svæði reglulega. „Árið 2013 varð skjálfti upp á 5,4 að stærð og árið 2018 reið annar yfir sem var 5,2 að stærð þannig að það er ekki óvanalegt að fá svona stærri skjálfta á þessu svæði,“ bætir Lovísa við. En þótt Grímseyingar sjálfir kippi sér ekki mikið upp við skjálftavirkni þá kom sá stóri þremur ferðalöngum í opna skjöldu þegar hann reið yfir í nótt. John Webb og tveir félagar hans frá Wisconsin í Bandaríkjunum dvelja þessa dagana á gistiheimilinu Básum í Grímsey. Þeim dauðbrá öllum við hristinginn sem fylgdi jarðskjálftanum í nótt. „Við vorum allir í fasta svefni þegar húsið byrjar allt að skjálfa. Við vöknum með andfælum og fannst þetta frekar ógnvekjandi. Ég hef einu sinni upplifað skjálfta áður, það var á Havaí, svo ég vissi nokkurn veginn hvað væri í gangi en einn af vinum mínum hélt að við tveir værum í slagsmálum eða eitthvað á gólfinu,“ sagði Webb og hópurinn skellti upp úr. Webb viðurkennir að hafa verið pínu hræddur. „Já, ég var pínu hræddur. Þessi skjálfti var allt öðruvísi en þessi sem reið yfir á Havaí, það er alveg á hreinu. Þessi var meira eins og titringur. Þetta gerðist allt svo skyndilega en þú gast heyrt í honum ríða yfir. Þetta var eins og lest á fullri ferð, eins konar drunur. Þetta var svolítið ógnvekjandi í nokkrar mínútur en engir munir færðust til eða neitt svoleiðis og við áttuðum okkur mjög fljótt á því að þetta væri jarðskjálfti og að við værum í öruggum höndum,“ segir Webb sem bætti við að náttúran á Íslandi sé sannarlega iðandi af lífi.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36 Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36
Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15