Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. september 2022 19:30 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lagði meðal annars til þak á tekjur olíufyrirtækjanna og verðþak á endurnýjanlega orku. AP/Jean-Francois Badias Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. Meðal þeirra aðgerða sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu, lagði fram í ræðu sinni til Evrópuþingsins í dag var þak á tekjur orkufyrirtækjanna, en þær væru nú fimmfalt hærri en í venjulegu árferði. „Á þessum tímum er rangt að taka við einstaklega háum tekjum og hagnaði, græða á stríðinu á herðum neytenda okkar. Á þessum tímum verður að deila hagnaðinum og beina honum til þeirra sem mest þurfa á honum að halda,“ sagði von der Leyen. Einnig lagði hún til verðþak á endurnýjanlega orku en samanlagt myndi það skila um 140 milljörðum evra til aðildarríkja Aðrar aðgerðir miði að því að ríkin dragi úr orkunotkun, um að minnsta kosti fimm prósent á álagstímum og tíu prósent í heild, og að umbætur verði gerðar á orkumarkaðinum, þar sem horfa þyrfti til ríkja á borð við Bandaríkin og Noreg. Mikilvægt væri að Evrópa væri ekki háð Rússlandi þar sem Rússar væru í dag að hagræða markaðinum. Aðgerðirnar sem tilkynnt var um í dag væru tímabundnar og gripið til þeirra í neyð en mikilvægar engu að síður. Aðildarríki Evrópusambandsins, alls 27 talsins, þurfa að samþykkja aðgerðirnar en Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, tók tillögunum fagnandi og sagði að þörf væri á aðgerðum til skemmri og lengri tíma. Úkraínska forsetafrúin Olena Zelenska og Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins. AP/Jean-Francois Badias „Hvað tafarlausar aðgerðir varðar þurfum við mildandi ráðstafanir til að borgararnir geti náð endum saman og geti borgað reikningana fyrir grunnþjónustu sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut allt of lengi. Við höfum horft fram hjá krefjandi verkefnum allt og lengi. Pútín muni mistakast og Evrópa sigra Úkraínska forsetafrúin Olena Selenska var viðstödd í dag og var stríðið ofarlega á baugi í ræðu von der Leyen. „Þetta er ekki bara stríð Rússlands gegn Úkraínu. Þetta er líka stríð gegn orku okkar. Það er stríð gegn hagkerfi okkar. Þetta er stríð gegn gildum okkar. Þetta er stríð gegn framtíð okkar,“ sagði hún. „Ég stend hér í þeirri sannfæringu að með nauðsynlegu hugrekki og nauðsynlegri samstöðu, þá muni Pútín mistakast og Úkraína og Evrópa muni sigra að lokum,“ sagði von der Leyen. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði flutt ræðuna fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hið rétta er að ræðan var flutt fyrir Evrópuþingið. Orkumál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. 3. september 2022 09:31 Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Meðal þeirra aðgerða sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu, lagði fram í ræðu sinni til Evrópuþingsins í dag var þak á tekjur orkufyrirtækjanna, en þær væru nú fimmfalt hærri en í venjulegu árferði. „Á þessum tímum er rangt að taka við einstaklega háum tekjum og hagnaði, græða á stríðinu á herðum neytenda okkar. Á þessum tímum verður að deila hagnaðinum og beina honum til þeirra sem mest þurfa á honum að halda,“ sagði von der Leyen. Einnig lagði hún til verðþak á endurnýjanlega orku en samanlagt myndi það skila um 140 milljörðum evra til aðildarríkja Aðrar aðgerðir miði að því að ríkin dragi úr orkunotkun, um að minnsta kosti fimm prósent á álagstímum og tíu prósent í heild, og að umbætur verði gerðar á orkumarkaðinum, þar sem horfa þyrfti til ríkja á borð við Bandaríkin og Noreg. Mikilvægt væri að Evrópa væri ekki háð Rússlandi þar sem Rússar væru í dag að hagræða markaðinum. Aðgerðirnar sem tilkynnt var um í dag væru tímabundnar og gripið til þeirra í neyð en mikilvægar engu að síður. Aðildarríki Evrópusambandsins, alls 27 talsins, þurfa að samþykkja aðgerðirnar en Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, tók tillögunum fagnandi og sagði að þörf væri á aðgerðum til skemmri og lengri tíma. Úkraínska forsetafrúin Olena Zelenska og Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins. AP/Jean-Francois Badias „Hvað tafarlausar aðgerðir varðar þurfum við mildandi ráðstafanir til að borgararnir geti náð endum saman og geti borgað reikningana fyrir grunnþjónustu sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut allt of lengi. Við höfum horft fram hjá krefjandi verkefnum allt og lengi. Pútín muni mistakast og Evrópa sigra Úkraínska forsetafrúin Olena Selenska var viðstödd í dag og var stríðið ofarlega á baugi í ræðu von der Leyen. „Þetta er ekki bara stríð Rússlands gegn Úkraínu. Þetta er líka stríð gegn orku okkar. Það er stríð gegn hagkerfi okkar. Þetta er stríð gegn gildum okkar. Þetta er stríð gegn framtíð okkar,“ sagði hún. „Ég stend hér í þeirri sannfæringu að með nauðsynlegu hugrekki og nauðsynlegri samstöðu, þá muni Pútín mistakast og Úkraína og Evrópa muni sigra að lokum,“ sagði von der Leyen. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði flutt ræðuna fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hið rétta er að ræðan var flutt fyrir Evrópuþingið.
Orkumál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. 3. september 2022 09:31 Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. 3. september 2022 09:31
Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25