Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2022 21:42 Friðþjófur Árnason er líffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Arnar Halldórsson Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. Samskonar rannsókn á fiskistofnum Elliðavatns hefur verið gerð á hverju hausti undanfarin 35 ár. Þrír vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar, líffræðingarnir Friðþjófur Árnason og Sigurður Óskar Helgason og Eydís Njarðardóttir rannsóknarmaður, lögðu 22 net í vatnið í gær með mismunandi möskvastærðum og vitjuðu svo um þau í dag. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar sigla að landi með aflann í dag.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þau tína afraksturinn úr netunum, sem reyndist 259 silungar, þar af 230 urriðar og 29 bleikjur, sem er svipað og í fyrra. „Við allavega getum sagt að fiskstofnarnir hérna, urriðinn, sýnir bara góðan vöxt. Það er mikill vöxtur í Elliðavatni þannig að fiskstofnarnir hafa það svo sem ágætt hérna,“ segir Friðþjófur. „En bleikjunni hefur fækkað og við vitum svo sem ekki alveg nákvæmlega ástæðuna. En líklega er þetta tengt einhverskonar hnattrænni breytingu, jafnvel hlýnun,“ segir líffræðingurinn. Væn bleikja sem kom í veiðinet vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.Arnar Halldórsson Ein kenningin er að hlýnun ýti undir vöxt sníkjudýrs. „Við höfum fundið hér sníkjudýr sem þarf talsverðan hita til að blossa upp. Og við vitum að bleikjan er viðkvæm fyrir því. En það eru margir þættir sem geta spilað inn í. En við erum að sjá þetta víðar heldur en í Elliðavatni; að bleikjustofnum hefur hrakað á landinu.“ Enginn lax var í netunum í dag, þótt hann gangi í gegnum vatnið og upp í Hólmsá og Suðurá til að hrygna. „Það er hending að við fáum lax í netin. Og ef það gerist þá reynum við nú að sleppa honum, ef hann er með lífsmarki,“ segir Friðþjófur. Horft yfir Elliðavatn. Tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, eiga land að vatninu.Arnar Halldórsson Við sáum myndarfiska í netunum, bæði bleikju og urriða, en Friðþjófur segir þá stærstu slaga í tvö kíló. Algengasta stærðin sé þó 300 til 400 grömm. „Þetta telst bara vera mjög vel haldinn fiskur. Það er góður vöxtur hérna og ekkert að því. Þannig að það er nóg fæða,“ segir líffræðingurinn Friðþjófur Árnason hjá Hafrannsóknastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Stangveiði Vísindi Kópavogur Reykjavík Loftslagsmál Umhverfismál Um land allt Tengdar fréttir Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23 Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Samskonar rannsókn á fiskistofnum Elliðavatns hefur verið gerð á hverju hausti undanfarin 35 ár. Þrír vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar, líffræðingarnir Friðþjófur Árnason og Sigurður Óskar Helgason og Eydís Njarðardóttir rannsóknarmaður, lögðu 22 net í vatnið í gær með mismunandi möskvastærðum og vitjuðu svo um þau í dag. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar sigla að landi með aflann í dag.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þau tína afraksturinn úr netunum, sem reyndist 259 silungar, þar af 230 urriðar og 29 bleikjur, sem er svipað og í fyrra. „Við allavega getum sagt að fiskstofnarnir hérna, urriðinn, sýnir bara góðan vöxt. Það er mikill vöxtur í Elliðavatni þannig að fiskstofnarnir hafa það svo sem ágætt hérna,“ segir Friðþjófur. „En bleikjunni hefur fækkað og við vitum svo sem ekki alveg nákvæmlega ástæðuna. En líklega er þetta tengt einhverskonar hnattrænni breytingu, jafnvel hlýnun,“ segir líffræðingurinn. Væn bleikja sem kom í veiðinet vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.Arnar Halldórsson Ein kenningin er að hlýnun ýti undir vöxt sníkjudýrs. „Við höfum fundið hér sníkjudýr sem þarf talsverðan hita til að blossa upp. Og við vitum að bleikjan er viðkvæm fyrir því. En það eru margir þættir sem geta spilað inn í. En við erum að sjá þetta víðar heldur en í Elliðavatni; að bleikjustofnum hefur hrakað á landinu.“ Enginn lax var í netunum í dag, þótt hann gangi í gegnum vatnið og upp í Hólmsá og Suðurá til að hrygna. „Það er hending að við fáum lax í netin. Og ef það gerist þá reynum við nú að sleppa honum, ef hann er með lífsmarki,“ segir Friðþjófur. Horft yfir Elliðavatn. Tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, eiga land að vatninu.Arnar Halldórsson Við sáum myndarfiska í netunum, bæði bleikju og urriða, en Friðþjófur segir þá stærstu slaga í tvö kíló. Algengasta stærðin sé þó 300 til 400 grömm. „Þetta telst bara vera mjög vel haldinn fiskur. Það er góður vöxtur hérna og ekkert að því. Þannig að það er nóg fæða,“ segir líffræðingurinn Friðþjófur Árnason hjá Hafrannsóknastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Stangveiði Vísindi Kópavogur Reykjavík Loftslagsmál Umhverfismál Um land allt Tengdar fréttir Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23 Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23
Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58