Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Snorri Másson skrifar 15. september 2022 11:55 Ragnar hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins. vísir/samsett/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. Drífa Snædal greindi frá því í ágúst að hún hefði ákveðið að segja af sér. Hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til slæmra samskipta við "ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins". Ljóst var að Drífa vísaði þar til Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Í október er komið að því að kjósa nýjan forseta Alþýðusambandsins og nú er orðið ljóst að Ragnar Þór mun gefa kost á sér, ákvörðun sem hann segist hafa tekið að vel ígrunduðu máli. „Mín samtöl við mína félaga í hreyfingunni hafa fyrst og fremst snúist um það hvort það sé vilji innan hreyfingarinnar að gera ASÍ að því afli sem það ætti að vera. Og reyna að sameinast um breytingar og hvað við getum gert til að efla sambandið. Það er mikill vilji til þess skynja ég, en hvort ég fái umboð til að leiða þessar breytingar verður bara að koma í ljós á þinginu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Nái hann kjöri, stígur Ragnar til hliðar sem formaður VR en leiðir þó kjaraviðræður þar til í mars á næsta ári. Hann segir raunhæft að Alþýðusambandið nái á komandi tímum að stilla saman strengi. „Það er allt hægt í þessu og okkur hefur gengið mjög vel með ákveðið verklag hérna hjá VR. Félagið sjálft hefur ekki farið varhluta af deilum og innbyrðis átökum í gegnum árin. Okkur hefur tekist að sameinast og vinna sem ein heild í sömu átt og gengið alveg sérstaklega vel. Ég held að þetta sé hægt og okkur ber skylda til að gera atlögu að þessu og reyna þetta, af því að staðan eins og hún er er bara óásættanleg. Sundrað Alþýðusamband og átökin innan ASÍ eru augljóslega merki um að samningsstaða okkar fer algerlega eftir því hver samheldni okkar er og stuðningurinn á bak við hreyfinguna.“ ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Drífa Snædal greindi frá því í ágúst að hún hefði ákveðið að segja af sér. Hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til slæmra samskipta við "ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins". Ljóst var að Drífa vísaði þar til Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Í október er komið að því að kjósa nýjan forseta Alþýðusambandsins og nú er orðið ljóst að Ragnar Þór mun gefa kost á sér, ákvörðun sem hann segist hafa tekið að vel ígrunduðu máli. „Mín samtöl við mína félaga í hreyfingunni hafa fyrst og fremst snúist um það hvort það sé vilji innan hreyfingarinnar að gera ASÍ að því afli sem það ætti að vera. Og reyna að sameinast um breytingar og hvað við getum gert til að efla sambandið. Það er mikill vilji til þess skynja ég, en hvort ég fái umboð til að leiða þessar breytingar verður bara að koma í ljós á þinginu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Nái hann kjöri, stígur Ragnar til hliðar sem formaður VR en leiðir þó kjaraviðræður þar til í mars á næsta ári. Hann segir raunhæft að Alþýðusambandið nái á komandi tímum að stilla saman strengi. „Það er allt hægt í þessu og okkur hefur gengið mjög vel með ákveðið verklag hérna hjá VR. Félagið sjálft hefur ekki farið varhluta af deilum og innbyrðis átökum í gegnum árin. Okkur hefur tekist að sameinast og vinna sem ein heild í sömu átt og gengið alveg sérstaklega vel. Ég held að þetta sé hægt og okkur ber skylda til að gera atlögu að þessu og reyna þetta, af því að staðan eins og hún er er bara óásættanleg. Sundrað Alþýðusamband og átökin innan ASÍ eru augljóslega merki um að samningsstaða okkar fer algerlega eftir því hver samheldni okkar er og stuðningurinn á bak við hreyfinguna.“
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13
Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01
VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55