Fjölflokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjarna Benediktssonar og xD Kristrún Frostadóttir skrifar 15. september 2022 13:01 Við erum með einn stjórnmálaflokk á Íslandi sem stýrir landinu, tvo sem láta eins og þeir séu í stjórnarandstöðu miðað við málflutninginn í stóru málaflokkunum. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala um fjármagnstekjuskatt, álag á stórútgerð og hvalrekaskatta. En í lok dags er það fjármálaráðherra sem ræður. Aðspurður um hvort fjármálaráðherra hafi sannfært forsætisráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra um ágæti stefnu Sjálfstæðisflokksins sagði hann engan ágreining vera um að horfa fram hjá áherslum þeirra sem hafa birst í umræðunni að undanförnu. Hann hefur sannfært VG og Framsókn. Á nýjum fjárlögum ber hins vegar öll ríkisstjórnin ábyrgð. Samfélagið klofið í stað þess að þjappa því saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber ábyrgð á því að nú þegar við siglum í gegnum verðbólguskot, methækkanir á húsnæðismarkaði og sögulegan hraðan viðsnúning í hagstjórn, sem birtist í miklum vaxtahækkunum á örfáum mánuðum, er almenningur látinn taka skellinn. Berjast á við verðbólguna með því að hækka flata skatta í landinu, krónutöluhækkanir skila nú 3 milljörðum króna til viðbótar. Slík gjöld eru flötustu skattar sem til eru. Af því leiðir að tekjuhátt fólk sem á miklar eignir finnur minnst fyrir þeim og þau sem hafa lítið á milli handanna hlutfallslega mest. Datt engum í ríkisstjórninni í hug að svigrúm væri til staðar innan annarra tekjustofna, meðal fólks og fyrirtækja sem hafa beinlínis hagnast á ástandi efnahagsmála í kringum COVID og í kjölfar stríðsins í Úkraínu – á meðan talsverður fjöldi heimila stendur nú í ströngu vegna sömu aðstæðna? Ríkisstjórnina virðist skorta jarðtengingu við íslenskt samfélag. Kannski þarf því að minna á hver staðan er: Í könnun sem framkvæmd var síðsumars kom fram að 77% heimila með tekjur undir 400 þúsund krónum eiga engan afgang um hver mánaðamót, og 43% heimila með tekjur á bilinu 400-800 þúsund krónur. Ungt fólk, barnafjölskyldur, er margt hvert að lenda í þreföldu höggi: afborganir af húsnæði rjúka upp, nú hleðst á greiðslubyrði eða höfuðstól námslána, og nauðsynjavörur hækka í verði. Á þetta er ekkert minnst í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlegar miklar eignaverðshækkanir, aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% í fyrra, sem er mesta aukning frá árinu 2007. Fyrir vikið hækkuðu ráðstöfunartekjur mun meira hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra en hjá öðrum tekjutíundum. Þá hefur verðmæti sjávarafurða hækkað vegna stríðsins í Úkraínu – verð á ferskum fiski rokið upp. Þarna má sjá mótvægi við neikvæðu hliðar stríðsins og erlendrar verðbólgu á hagkerfið, en það mótvægi dreifist ekki jafnt um hagkerfið óáreitt. Á tímum sem þessi á að hvetja til samstöðu. Hvernig væri staðan hér á landi ef forystan í stjórnmálunum endurspeglaði slíka samstöðu, ekki innan ríkisstjórnarflokkanna um að halda í embættin, heldur samstöðu þjóðar? Hvernig væri ef forystan leiddi aðgerðir sem hvöttu til þess að hvalrekar vegna stríðs og verðbólgu rynnu með sanngjörnum hætti um samfélagið? Það eru skýr og djúp skilaboð sem ríkisstjórnin sendir út þessa dagana – hér er verið að kljúfa samfélagið í stað þess að þjappa því saman. Litið fram hjá lærdómi síðustu kreppu Við sjáum tvöföldun á aðhaldi í rekstri stofnana ríkisins í fjárlagafrumvarpinu, 5 milljarða niðurskurður í grunnþjónustu. Og enn og aftur beitir ríkisstjórnin fjárfestingu sem afgangslið í ríkisrekstri – þau virðast ekkert hafa lært. Þrátt fyrir ítrekuð varnarorð frá alþjóðastofnunum og fjármálaráði um að beita ekki fjárfestingu í innviðum sem afgangsstærð – það var lærdómur síðustu kreppu sem við erum enn að vinna okkur út úr – nýtir ríkisstjórnin fyrsta tækifæri til að skera niður í fjárfestingu á milli ára. Um 10 milljarða króna. Fjármálaráðherra hefur borið fyrir sig að illa gangi að koma fjárheimildum vegna fjárfestinga út á undanförnum árum, og þess vegna hafi innviðaátakið skilað minni árangri en vonast var til. Augljós ástæða þar á bak við er að þú getur ekki ræst vélarnar á nokkrum dögum, kallað út mannskapinn til að reisa innviðina á einum degi. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtæki í innviðauppbyggingu og fólk sem hjá þeim starfar bíði bara, setji áform sín á ís og fari ekkert annað, á meðan fjármálaráðherra hreyfir til milljarðana innan dýrmæts afkomuramma Sjálfstæðisflokksins. Það tekur mörg ár að byggja upp þekkingu í uppbyggingu innviða, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Við stöndum á tímamótum í uppbyggingu húsnæðis og fjárfrekra en arðbærra samfélagslegra innviða – hundruð manna komast ekki að í Tækniskólanum í iðnnám – og fjármálaráðherra ber fyrir sig skynsamlega hagstjórn þegar ákveðið er að skera niður í opinberri fjárfestingu. Þetta lýsir annað hvort djúpu þekkingarleysi á hvað þarf til til að standa undir innviðum samfélagsins eða dogmatískri nálgun á hvert hlutverk ríkissjóðs sé og markmið þeirra sem hér stjórna. Umfram allt snýst þetta um að minnka ríkisumsvif í stað þess að standa undir uppbyggingu sem styrkir samfélagið til langs tíma. Við þetta bætist að samgönguáætlun er ekki verðbætt. Sem þýðir á mannamáli að þær upphæðir sem hafa verið samþykktar í samgönguáætlun breytast ekki vegna launa, verðbólgu eða almennrar kostnaðarþróunar. Allir hafa þessir liðir rokið upp á undanförnum mánuðum en í fjárlögunum er ekki brugðist við þessu. Þetta þýðir einfaldlega að skera þarf niður í samgönguáætlun. Til hvers erum við eiginlega að þessu? Við erum að reyna að reka hér samfélag en fjármálaráðherra er á annarri vegferð – og undir þá vegferð kvitta fylgiflokkarnir í ríkisstjórninni. Þeir hinir sömu og senda ítrekað út misvísandi skilaboð til íslensks almennings um að hér sé verið að verja velferðina. Þetta er hættulegur málflutningur. Skilaboðin um að verið sé að vinna í hlutum, talnaleikfimi beitt um auknar fjárveitingar án þess að leiðrétta fyrir aukinni þjónustuþyngd, launakostnaði eða fólksfjölgun. Án þess að leiðrétta fyrir þróun samfélagsins. Þegar ekkert breytist veltir almenningur í auknum mæli fyrir sér hvort við getum staðið í þessu saman – er raunverulega hægt að reka hér opinbert heilbrigðiskerfi, öldrunarþjónustu, menntakerfi og tryggja grunnþarfir fólks í tengslum við húsaskjól? Í hvað fara eiginlega skattarnir mínir? Nær væri að segja fólki hreint út hver stefnan er: að velferðarmálin hér eru í stýringu fjármálaráðuneytinu, að landinu er stýrt af stjórnmálastefnu með fimmtungsfylgi. Að skýrar pólitískar línur hafa áhrif á forgangsröðun og þær línur hafa lítið með velferð að gera. Þessi blekkingarleikur er stórhættulegur því hann elur á vantrú fólks um að við getum tekist á við samfélagslegar áskoranir í sameiningu. Þetta viðhorf, þessi sundrung, verður arfleifð þessarar ríkisstjórnar. Heilbrigðisþjónustan er vanfjármögnuð enn eitt árið í röð. Lítið mark er tekið á forsvarsmönnum stærstu sjúkrastofnana landsins sem í vor sögðu áætlaðar fjárhæðir til málaflokksins ekki svara undirliggjandi kostnaði. Hér er ekki einu sinni verið að biðja um fjármagn til að horfa til framtíðar, prófa eitthvað nýtt. Bara fjármagn til að halda í horfinu. Enn hefur engu verið bætt við fjármagn til Sjúkratrygginga Íslands til að semja við sérfræðilækna í landinu, þrátt fyrir að við umfjöllun fjárlaganefndar um fjármálaáætlun í vor hafi komið fram að þáverandi upphæðir fyrir 2023 gæfu ekki svigrúm til slíkra samninga. Nú er svo komið að almenningur þarf að greiða allan útlagðan kostnað beint til sérfræðilækna og sækja svo um endurgreiðslu. Og vitað er að nokkrir milljarðar hafa nú þegar farið úr vasa almennings, oftar en ekki fólks í viðkvæmustu stöðunni, vegna kostnaðarhækkana hjá sérfræðilæknum sem ríkið hefur ekki bætt upp. Uppsagnir á bráðamótttöku hreyfa ekki við stjórnendum landsins. Og húsnæðissáttmáli innviðaráðherra sem kynntur var með pompi og prakt í vor og er nú þegar nýttur í fleiri blaðamannafundi – síðast í byrjun viku – stendur enn ófjármagnaður. Ráðherrarnir benda hvor á annan. Innviðaráðherra segist hafa skilað tillögum um auknar fjárveitingar inn í fjármálaáætlun í vor – hann fékk nei. Fjármálaráðherra segist nú ekkert hafa fengið frá umræddum ráðherra. Rót verðbólgunnar, óstöðugleiki í uppbyggingu húsnæðis, er mætt með niðurskurði í framlögum til uppbyggingar óhagnaðardrifins húsnæðis. Að standa sína vakt Tökin eru svo hert í fjármálaráðuneytinu á hinum ráðherrunum með því að stækka almennan varasjóð, sem fjármálaráðherra ætlar að ausa úr eftir eigin hentugleika í aðdraganda annarrar umræðu fjárlaga. Það er rík ástæða til að óska fjármálaráðherra til hamingju með þetta frumvarp, hann stendur sína vakt, fyrir sitt fólk. Spurningin er, hvað hinir flokkarnir eru eiginlega að gera í þessari ríkisstjórn, annað en að ala á vantrú fólks á velferðarríkinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Við erum með einn stjórnmálaflokk á Íslandi sem stýrir landinu, tvo sem láta eins og þeir séu í stjórnarandstöðu miðað við málflutninginn í stóru málaflokkunum. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala um fjármagnstekjuskatt, álag á stórútgerð og hvalrekaskatta. En í lok dags er það fjármálaráðherra sem ræður. Aðspurður um hvort fjármálaráðherra hafi sannfært forsætisráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra um ágæti stefnu Sjálfstæðisflokksins sagði hann engan ágreining vera um að horfa fram hjá áherslum þeirra sem hafa birst í umræðunni að undanförnu. Hann hefur sannfært VG og Framsókn. Á nýjum fjárlögum ber hins vegar öll ríkisstjórnin ábyrgð. Samfélagið klofið í stað þess að þjappa því saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber ábyrgð á því að nú þegar við siglum í gegnum verðbólguskot, methækkanir á húsnæðismarkaði og sögulegan hraðan viðsnúning í hagstjórn, sem birtist í miklum vaxtahækkunum á örfáum mánuðum, er almenningur látinn taka skellinn. Berjast á við verðbólguna með því að hækka flata skatta í landinu, krónutöluhækkanir skila nú 3 milljörðum króna til viðbótar. Slík gjöld eru flötustu skattar sem til eru. Af því leiðir að tekjuhátt fólk sem á miklar eignir finnur minnst fyrir þeim og þau sem hafa lítið á milli handanna hlutfallslega mest. Datt engum í ríkisstjórninni í hug að svigrúm væri til staðar innan annarra tekjustofna, meðal fólks og fyrirtækja sem hafa beinlínis hagnast á ástandi efnahagsmála í kringum COVID og í kjölfar stríðsins í Úkraínu – á meðan talsverður fjöldi heimila stendur nú í ströngu vegna sömu aðstæðna? Ríkisstjórnina virðist skorta jarðtengingu við íslenskt samfélag. Kannski þarf því að minna á hver staðan er: Í könnun sem framkvæmd var síðsumars kom fram að 77% heimila með tekjur undir 400 þúsund krónum eiga engan afgang um hver mánaðamót, og 43% heimila með tekjur á bilinu 400-800 þúsund krónur. Ungt fólk, barnafjölskyldur, er margt hvert að lenda í þreföldu höggi: afborganir af húsnæði rjúka upp, nú hleðst á greiðslubyrði eða höfuðstól námslána, og nauðsynjavörur hækka í verði. Á þetta er ekkert minnst í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlegar miklar eignaverðshækkanir, aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% í fyrra, sem er mesta aukning frá árinu 2007. Fyrir vikið hækkuðu ráðstöfunartekjur mun meira hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra en hjá öðrum tekjutíundum. Þá hefur verðmæti sjávarafurða hækkað vegna stríðsins í Úkraínu – verð á ferskum fiski rokið upp. Þarna má sjá mótvægi við neikvæðu hliðar stríðsins og erlendrar verðbólgu á hagkerfið, en það mótvægi dreifist ekki jafnt um hagkerfið óáreitt. Á tímum sem þessi á að hvetja til samstöðu. Hvernig væri staðan hér á landi ef forystan í stjórnmálunum endurspeglaði slíka samstöðu, ekki innan ríkisstjórnarflokkanna um að halda í embættin, heldur samstöðu þjóðar? Hvernig væri ef forystan leiddi aðgerðir sem hvöttu til þess að hvalrekar vegna stríðs og verðbólgu rynnu með sanngjörnum hætti um samfélagið? Það eru skýr og djúp skilaboð sem ríkisstjórnin sendir út þessa dagana – hér er verið að kljúfa samfélagið í stað þess að þjappa því saman. Litið fram hjá lærdómi síðustu kreppu Við sjáum tvöföldun á aðhaldi í rekstri stofnana ríkisins í fjárlagafrumvarpinu, 5 milljarða niðurskurður í grunnþjónustu. Og enn og aftur beitir ríkisstjórnin fjárfestingu sem afgangslið í ríkisrekstri – þau virðast ekkert hafa lært. Þrátt fyrir ítrekuð varnarorð frá alþjóðastofnunum og fjármálaráði um að beita ekki fjárfestingu í innviðum sem afgangsstærð – það var lærdómur síðustu kreppu sem við erum enn að vinna okkur út úr – nýtir ríkisstjórnin fyrsta tækifæri til að skera niður í fjárfestingu á milli ára. Um 10 milljarða króna. Fjármálaráðherra hefur borið fyrir sig að illa gangi að koma fjárheimildum vegna fjárfestinga út á undanförnum árum, og þess vegna hafi innviðaátakið skilað minni árangri en vonast var til. Augljós ástæða þar á bak við er að þú getur ekki ræst vélarnar á nokkrum dögum, kallað út mannskapinn til að reisa innviðina á einum degi. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtæki í innviðauppbyggingu og fólk sem hjá þeim starfar bíði bara, setji áform sín á ís og fari ekkert annað, á meðan fjármálaráðherra hreyfir til milljarðana innan dýrmæts afkomuramma Sjálfstæðisflokksins. Það tekur mörg ár að byggja upp þekkingu í uppbyggingu innviða, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Við stöndum á tímamótum í uppbyggingu húsnæðis og fjárfrekra en arðbærra samfélagslegra innviða – hundruð manna komast ekki að í Tækniskólanum í iðnnám – og fjármálaráðherra ber fyrir sig skynsamlega hagstjórn þegar ákveðið er að skera niður í opinberri fjárfestingu. Þetta lýsir annað hvort djúpu þekkingarleysi á hvað þarf til til að standa undir innviðum samfélagsins eða dogmatískri nálgun á hvert hlutverk ríkissjóðs sé og markmið þeirra sem hér stjórna. Umfram allt snýst þetta um að minnka ríkisumsvif í stað þess að standa undir uppbyggingu sem styrkir samfélagið til langs tíma. Við þetta bætist að samgönguáætlun er ekki verðbætt. Sem þýðir á mannamáli að þær upphæðir sem hafa verið samþykktar í samgönguáætlun breytast ekki vegna launa, verðbólgu eða almennrar kostnaðarþróunar. Allir hafa þessir liðir rokið upp á undanförnum mánuðum en í fjárlögunum er ekki brugðist við þessu. Þetta þýðir einfaldlega að skera þarf niður í samgönguáætlun. Til hvers erum við eiginlega að þessu? Við erum að reyna að reka hér samfélag en fjármálaráðherra er á annarri vegferð – og undir þá vegferð kvitta fylgiflokkarnir í ríkisstjórninni. Þeir hinir sömu og senda ítrekað út misvísandi skilaboð til íslensks almennings um að hér sé verið að verja velferðina. Þetta er hættulegur málflutningur. Skilaboðin um að verið sé að vinna í hlutum, talnaleikfimi beitt um auknar fjárveitingar án þess að leiðrétta fyrir aukinni þjónustuþyngd, launakostnaði eða fólksfjölgun. Án þess að leiðrétta fyrir þróun samfélagsins. Þegar ekkert breytist veltir almenningur í auknum mæli fyrir sér hvort við getum staðið í þessu saman – er raunverulega hægt að reka hér opinbert heilbrigðiskerfi, öldrunarþjónustu, menntakerfi og tryggja grunnþarfir fólks í tengslum við húsaskjól? Í hvað fara eiginlega skattarnir mínir? Nær væri að segja fólki hreint út hver stefnan er: að velferðarmálin hér eru í stýringu fjármálaráðuneytinu, að landinu er stýrt af stjórnmálastefnu með fimmtungsfylgi. Að skýrar pólitískar línur hafa áhrif á forgangsröðun og þær línur hafa lítið með velferð að gera. Þessi blekkingarleikur er stórhættulegur því hann elur á vantrú fólks um að við getum tekist á við samfélagslegar áskoranir í sameiningu. Þetta viðhorf, þessi sundrung, verður arfleifð þessarar ríkisstjórnar. Heilbrigðisþjónustan er vanfjármögnuð enn eitt árið í röð. Lítið mark er tekið á forsvarsmönnum stærstu sjúkrastofnana landsins sem í vor sögðu áætlaðar fjárhæðir til málaflokksins ekki svara undirliggjandi kostnaði. Hér er ekki einu sinni verið að biðja um fjármagn til að horfa til framtíðar, prófa eitthvað nýtt. Bara fjármagn til að halda í horfinu. Enn hefur engu verið bætt við fjármagn til Sjúkratrygginga Íslands til að semja við sérfræðilækna í landinu, þrátt fyrir að við umfjöllun fjárlaganefndar um fjármálaáætlun í vor hafi komið fram að þáverandi upphæðir fyrir 2023 gæfu ekki svigrúm til slíkra samninga. Nú er svo komið að almenningur þarf að greiða allan útlagðan kostnað beint til sérfræðilækna og sækja svo um endurgreiðslu. Og vitað er að nokkrir milljarðar hafa nú þegar farið úr vasa almennings, oftar en ekki fólks í viðkvæmustu stöðunni, vegna kostnaðarhækkana hjá sérfræðilæknum sem ríkið hefur ekki bætt upp. Uppsagnir á bráðamótttöku hreyfa ekki við stjórnendum landsins. Og húsnæðissáttmáli innviðaráðherra sem kynntur var með pompi og prakt í vor og er nú þegar nýttur í fleiri blaðamannafundi – síðast í byrjun viku – stendur enn ófjármagnaður. Ráðherrarnir benda hvor á annan. Innviðaráðherra segist hafa skilað tillögum um auknar fjárveitingar inn í fjármálaáætlun í vor – hann fékk nei. Fjármálaráðherra segist nú ekkert hafa fengið frá umræddum ráðherra. Rót verðbólgunnar, óstöðugleiki í uppbyggingu húsnæðis, er mætt með niðurskurði í framlögum til uppbyggingar óhagnaðardrifins húsnæðis. Að standa sína vakt Tökin eru svo hert í fjármálaráðuneytinu á hinum ráðherrunum með því að stækka almennan varasjóð, sem fjármálaráðherra ætlar að ausa úr eftir eigin hentugleika í aðdraganda annarrar umræðu fjárlaga. Það er rík ástæða til að óska fjármálaráðherra til hamingju með þetta frumvarp, hann stendur sína vakt, fyrir sitt fólk. Spurningin er, hvað hinir flokkarnir eru eiginlega að gera í þessari ríkisstjórn, annað en að ala á vantrú fólks á velferðarríkinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar