Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2022 19:21 Samkvæmt stjórnarsáttmála stendur ekki til að selja ráðandi hlut í Landsbankanum þótt heimild sé til að selja hluti í bankanum í fjárlagafrumvarpinu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græn telja skynsamlegt að ríkið eigi Landsbankann áfram.Vísir/Vilhelm Í fjárlagaumræðunni á Alþingi í dag spurði framsóknarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í mögulega sölu á því sem eftir væri af eign ríkisins í Íslandsbanka og hluta af nánast 100 prósenta eign ríkisins í Landsbankanum. Forsætisráðherra sagði heimild hafa verið til sölu á hlut í Landsbankanum allt frá árinu 2012 í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna. „Það hefur hins vegar verið afstaða Vinstri grænna um all nokkurt skeið að ríkið eigi að eiga Landsbankann, að við ættum ekki að selja hlut í Landsbankanum. Þess vegna hafa stjórnarsáttmálar, bæði sá síðasti og sá sem við störfum núna samkvæmt, kveðið á um það. Það er vegna þess að við teljum skynsamlegt að ríkið eigi einn banka,“ sagði Katrín. Hins vegar hefðu Vinstri græn ekki sett sig upp á móti sölu Íslandsbanka. Allir væru sennilega sammála um að frekari sala á hlutum í honum færi ekki fram fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrri sölu lægi fyrir. stjórnarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson lýsti áhyggjum af miklum hagnaði bankanna og aukinni vaxtabyrði heimilanna.Vísir/Vilhelm Ágúst Bjarni sagði mikilvægt að hér á landi væri heilbrigt og fjölbreytt fjármálakerfi. Innan Framsóknarflokksins og víðar hefðu verið ræddar hugmyndir um samfélagsbanka. Bankarnir hefðu skilað gríðarlega miklum hagnaði á síðustu árum, ekki síst nú með aukinni verðbólgu með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir heimili landsins. „Er bankakerfið á Íslandi heilbrigt og hliðhollt heimilum og fyrirtækjum,“ spurði stjórnarþingmaðurinn. Katrín sagði margt hafa breyst til batnaðar með auknum kröfum á bankana. Ekki væri sjáanlegt að greiðsluerfiðleikar heimilanna væru að aukast en nauðsynlegt væri að fylgjast vel með því. Sigmar Guðmundsson telur skynsamlegt að selja allan hlut ríkisins í bönkunum og greiða niður skuldir ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Ekki eru allir þeirrar skoðunar að ríkið ætti að eiga Landsbankann áfram. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagðist ekki skilja hvers vegna fólki þætti það góð hugmynd að ríkið væri í samkeppni við einkaaðila um rekstur banka og það á allt öðrum forsendum en einkaaðilarnir. „Ég skil sjálfur ekki, þegar við erum að tala um stöðu ríkissjóðs eins og hún er núna, af hverju ríkið ætti að halda á 300–400 milljörðum í eign sinni á bönkum — það er hálfur Íslandsbanki og allur Landsbankinn — í stað þess að losa um þetta fé og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Íslenskir bankar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Efnahagsmál Landsbankinn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græn telja skynsamlegt að ríkið eigi Landsbankann áfram.Vísir/Vilhelm Í fjárlagaumræðunni á Alþingi í dag spurði framsóknarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í mögulega sölu á því sem eftir væri af eign ríkisins í Íslandsbanka og hluta af nánast 100 prósenta eign ríkisins í Landsbankanum. Forsætisráðherra sagði heimild hafa verið til sölu á hlut í Landsbankanum allt frá árinu 2012 í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna. „Það hefur hins vegar verið afstaða Vinstri grænna um all nokkurt skeið að ríkið eigi að eiga Landsbankann, að við ættum ekki að selja hlut í Landsbankanum. Þess vegna hafa stjórnarsáttmálar, bæði sá síðasti og sá sem við störfum núna samkvæmt, kveðið á um það. Það er vegna þess að við teljum skynsamlegt að ríkið eigi einn banka,“ sagði Katrín. Hins vegar hefðu Vinstri græn ekki sett sig upp á móti sölu Íslandsbanka. Allir væru sennilega sammála um að frekari sala á hlutum í honum færi ekki fram fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrri sölu lægi fyrir. stjórnarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson lýsti áhyggjum af miklum hagnaði bankanna og aukinni vaxtabyrði heimilanna.Vísir/Vilhelm Ágúst Bjarni sagði mikilvægt að hér á landi væri heilbrigt og fjölbreytt fjármálakerfi. Innan Framsóknarflokksins og víðar hefðu verið ræddar hugmyndir um samfélagsbanka. Bankarnir hefðu skilað gríðarlega miklum hagnaði á síðustu árum, ekki síst nú með aukinni verðbólgu með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir heimili landsins. „Er bankakerfið á Íslandi heilbrigt og hliðhollt heimilum og fyrirtækjum,“ spurði stjórnarþingmaðurinn. Katrín sagði margt hafa breyst til batnaðar með auknum kröfum á bankana. Ekki væri sjáanlegt að greiðsluerfiðleikar heimilanna væru að aukast en nauðsynlegt væri að fylgjast vel með því. Sigmar Guðmundsson telur skynsamlegt að selja allan hlut ríkisins í bönkunum og greiða niður skuldir ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Ekki eru allir þeirrar skoðunar að ríkið ætti að eiga Landsbankann áfram. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagðist ekki skilja hvers vegna fólki þætti það góð hugmynd að ríkið væri í samkeppni við einkaaðila um rekstur banka og það á allt öðrum forsendum en einkaaðilarnir. „Ég skil sjálfur ekki, þegar við erum að tala um stöðu ríkissjóðs eins og hún er núna, af hverju ríkið ætti að halda á 300–400 milljörðum í eign sinni á bönkum — það er hálfur Íslandsbanki og allur Landsbankinn — í stað þess að losa um þetta fé og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmar Guðmundsson.
Íslenskir bankar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Efnahagsmál Landsbankinn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58