Vinícius mun ekki hætta að dansa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 11:30 Evrópu- og Spánarmeistarinn elskar að dansa. Angel Martinez/Getty Images Brasilíumaðurinn Vinícius Junior, einn albesti fótboltamaður heims í dag, hefur sagt að hann muni ekki hætta að fagna mörkum sínum að hætti hússins. Vinícius segir að „gleði svarta Brasilíumanna í Evrópu“ sé á bakvið gagnrýnina á fögnum hans. Umboðsmaðurinn Pedro Brava gagnrýndi fagnaðarlæti hins 22 ára gamla Vinícius nýverið í spænsku sjónvarpi. „Á Spáni þarftu að virða andstæðinginn og hætta að leika apa,“ sagði Brava og var í kjölfarið ásakaður um kynþáttafordóma. Hann hefur beðist afsökunar og sagt að hann hafi notað orðatiltæki á rangan hátt. „Sættu þig við það, virtu það. Sama hvað, ég mun ekki hætta,“ var svar Vinícius sem líkt og aðrir Brasilíumenn á undan honum virðist skemmta sér hvað best þegar hann fagnar mörkum. „Dansinn er ekki aðeins minn. Hann á rætur að rekja til Ronaldinho, Neymar, Lucas Paquetá, Antoine Griezmann, João Félix, brasilísks tónlistarfólks og samba dansara. Dansinn er til að fagna fjölbreytileika heimsins,“ sagði Vinícius um málið. Vai ter dança, drible, mas, acima de tudo, respeito. Na noite desta quinta-feira (15), nosso atleta @vinijr foi alvo de declarações racistas. A CBF se solidariza e reforça: #BailaViniJr. pic.twitter.com/Ri3EHqCkl5— CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 16, 2022 „Þau segja að hamingja fari í taugarnar á þeim. Hamingja árangursríkra svartra Brasilíumanna í Evrópu virðist pirra þau mun meira,“ sagði framherjinn að endingu en Real Madríd hefur hótað að lögsækja alla þá sem gerast sekir að kynþáttafordómum í garð leikmanna liðsins. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Umboðsmaðurinn Pedro Brava gagnrýndi fagnaðarlæti hins 22 ára gamla Vinícius nýverið í spænsku sjónvarpi. „Á Spáni þarftu að virða andstæðinginn og hætta að leika apa,“ sagði Brava og var í kjölfarið ásakaður um kynþáttafordóma. Hann hefur beðist afsökunar og sagt að hann hafi notað orðatiltæki á rangan hátt. „Sættu þig við það, virtu það. Sama hvað, ég mun ekki hætta,“ var svar Vinícius sem líkt og aðrir Brasilíumenn á undan honum virðist skemmta sér hvað best þegar hann fagnar mörkum. „Dansinn er ekki aðeins minn. Hann á rætur að rekja til Ronaldinho, Neymar, Lucas Paquetá, Antoine Griezmann, João Félix, brasilísks tónlistarfólks og samba dansara. Dansinn er til að fagna fjölbreytileika heimsins,“ sagði Vinícius um málið. Vai ter dança, drible, mas, acima de tudo, respeito. Na noite desta quinta-feira (15), nosso atleta @vinijr foi alvo de declarações racistas. A CBF se solidariza e reforça: #BailaViniJr. pic.twitter.com/Ri3EHqCkl5— CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 16, 2022 „Þau segja að hamingja fari í taugarnar á þeim. Hamingja árangursríkra svartra Brasilíumanna í Evrópu virðist pirra þau mun meira,“ sagði framherjinn að endingu en Real Madríd hefur hótað að lögsækja alla þá sem gerast sekir að kynþáttafordómum í garð leikmanna liðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira