Vinícius mun ekki hætta að dansa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 11:30 Evrópu- og Spánarmeistarinn elskar að dansa. Angel Martinez/Getty Images Brasilíumaðurinn Vinícius Junior, einn albesti fótboltamaður heims í dag, hefur sagt að hann muni ekki hætta að fagna mörkum sínum að hætti hússins. Vinícius segir að „gleði svarta Brasilíumanna í Evrópu“ sé á bakvið gagnrýnina á fögnum hans. Umboðsmaðurinn Pedro Brava gagnrýndi fagnaðarlæti hins 22 ára gamla Vinícius nýverið í spænsku sjónvarpi. „Á Spáni þarftu að virða andstæðinginn og hætta að leika apa,“ sagði Brava og var í kjölfarið ásakaður um kynþáttafordóma. Hann hefur beðist afsökunar og sagt að hann hafi notað orðatiltæki á rangan hátt. „Sættu þig við það, virtu það. Sama hvað, ég mun ekki hætta,“ var svar Vinícius sem líkt og aðrir Brasilíumenn á undan honum virðist skemmta sér hvað best þegar hann fagnar mörkum. „Dansinn er ekki aðeins minn. Hann á rætur að rekja til Ronaldinho, Neymar, Lucas Paquetá, Antoine Griezmann, João Félix, brasilísks tónlistarfólks og samba dansara. Dansinn er til að fagna fjölbreytileika heimsins,“ sagði Vinícius um málið. Vai ter dança, drible, mas, acima de tudo, respeito. Na noite desta quinta-feira (15), nosso atleta @vinijr foi alvo de declarações racistas. A CBF se solidariza e reforça: #BailaViniJr. pic.twitter.com/Ri3EHqCkl5— CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 16, 2022 „Þau segja að hamingja fari í taugarnar á þeim. Hamingja árangursríkra svartra Brasilíumanna í Evrópu virðist pirra þau mun meira,“ sagði framherjinn að endingu en Real Madríd hefur hótað að lögsækja alla þá sem gerast sekir að kynþáttafordómum í garð leikmanna liðsins. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Umboðsmaðurinn Pedro Brava gagnrýndi fagnaðarlæti hins 22 ára gamla Vinícius nýverið í spænsku sjónvarpi. „Á Spáni þarftu að virða andstæðinginn og hætta að leika apa,“ sagði Brava og var í kjölfarið ásakaður um kynþáttafordóma. Hann hefur beðist afsökunar og sagt að hann hafi notað orðatiltæki á rangan hátt. „Sættu þig við það, virtu það. Sama hvað, ég mun ekki hætta,“ var svar Vinícius sem líkt og aðrir Brasilíumenn á undan honum virðist skemmta sér hvað best þegar hann fagnar mörkum. „Dansinn er ekki aðeins minn. Hann á rætur að rekja til Ronaldinho, Neymar, Lucas Paquetá, Antoine Griezmann, João Félix, brasilísks tónlistarfólks og samba dansara. Dansinn er til að fagna fjölbreytileika heimsins,“ sagði Vinícius um málið. Vai ter dança, drible, mas, acima de tudo, respeito. Na noite desta quinta-feira (15), nosso atleta @vinijr foi alvo de declarações racistas. A CBF se solidariza e reforça: #BailaViniJr. pic.twitter.com/Ri3EHqCkl5— CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 16, 2022 „Þau segja að hamingja fari í taugarnar á þeim. Hamingja árangursríkra svartra Brasilíumanna í Evrópu virðist pirra þau mun meira,“ sagði framherjinn að endingu en Real Madríd hefur hótað að lögsækja alla þá sem gerast sekir að kynþáttafordómum í garð leikmanna liðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira