Ragnar Þór tilkynnti í fyrradag að hann myndi gefa kost á sér sem forseti ASÍ þegar ný stjórn verður kosin á þingi sambandsins í október.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hefur gegnt starfi forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér embættinu. Hann hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir því að verða forseti en að hann vilji áfram fyrsti varaforeti.
Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagstu munu bjóða sig fram sem þriðji varaforseti. Enn sem komið er hefur enginn tilkynnt framboð til annars varaforseta.
Það varð til þess að Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, spurði Ragnar Þór, í hlaðvarpinu Helgi-spjall á Samstöðinni, hvern hann vildi fá með sér sem annan varaforseta.
Ekki stóð á svari hjá Ragnari heldur sagði hann skýrt og klárt að hann vildi Sólveigu Önnu í embættið. Hann sjálfur, Kristján Þórður, Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson yrði sterkt forystuteymi.