Ert þú Ljósberi? Vilborg Anna Garðarsdóttir skrifar 19. september 2022 07:01 Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, stríðsátaka, borgarstyrjalda og loftlagsbreytinga, hafa aðstæður kvenna og stúlkna versnað gríðarlega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samtök líkt og UN Women beiti sér fyrir valdeflingu og fjárhagslegri styrkingu kvenna og stúlkna í neyð; það er baráttumál sem snertir okkur öll, sérstaklega komandi kynslóðir. Í dag eru starfræktar 12 landsnefndir UN Women víðs vegar um heiminn og er íslenska landsnefnin ein af þeim. Markmið þessara landsnefnda er, í gegnum fjáröflun, að safna fjármagni til þess að styðja við mikilvæg verkefni UN Women á heimsvísu, útrýma fátækt og tryggja frið og öryggi fyrir allar konur og stúlkur. UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár náð ótrúlegum árangri á sviði fjáröflunar og hefur í sex ár í röð sent hæsta fjármagn allra landsnefna til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Þessu erum við hjá UN Women á Íslandi afar stoltar af og þakklátar fyrir mánaðarlegu styrktaraðilana okkar, sem eru einn af lykilþáttum í þessari velgengni okkar. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi kallast Ljósberar og eru án nokkurs vafa bakbeinið og hjartað í öllu okkar starfi. Við getum sennilega ekki varpað nægilega miklu ljósi á mikilvægi þessa hóps, sem með framlögum sínum tekur virkan þátt í að berjast fyrir öllum meginmarkmiðum UN Women; vinna gegn ójöfnuði, efla pólitíska þátttöku kvenna, efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla almennt að afnámi kynbundins ofbeldis. Mánaðarleg framlög Ljósbera eru lang stærsta og öflugasta vopnið okkar í þeirri baráttu, þau gera okkur kleift að spyrna við því gríðarlega bakslagi sem hefur orðið á réttindum kvenna síðustu ár. Með því að styrkja UN Women á Íslandi mánaðarlega gerist þú Ljósberi og tekur þannig þátt í að efla konur og stúlkur um allan heim, tryggja að þeim sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð og tekið sé tillit til þarfa kvenna, styðja konur og stúlkur til náms og uppræta kynbundið ofbeldi. Hver einasta króna skiptir máli og framlag Ljósbera er ómetanlegt fyrir framtíð núverandi og komandi kynslóða. Ég hvet öll til þess að verða partur af öflugu samfélagi Ljósbera með því að fara inn á www.ljosberi.is og skrá sig sem mánaðarlegan styrktaraðila. Og ef þú ert nú þegar Ljósberi vil ég segja; takk fyrir að vera ljós í lífi kvenna og stúlkna, takk fyrir að vera Ljósberi. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, stríðsátaka, borgarstyrjalda og loftlagsbreytinga, hafa aðstæður kvenna og stúlkna versnað gríðarlega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samtök líkt og UN Women beiti sér fyrir valdeflingu og fjárhagslegri styrkingu kvenna og stúlkna í neyð; það er baráttumál sem snertir okkur öll, sérstaklega komandi kynslóðir. Í dag eru starfræktar 12 landsnefndir UN Women víðs vegar um heiminn og er íslenska landsnefnin ein af þeim. Markmið þessara landsnefnda er, í gegnum fjáröflun, að safna fjármagni til þess að styðja við mikilvæg verkefni UN Women á heimsvísu, útrýma fátækt og tryggja frið og öryggi fyrir allar konur og stúlkur. UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár náð ótrúlegum árangri á sviði fjáröflunar og hefur í sex ár í röð sent hæsta fjármagn allra landsnefna til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Þessu erum við hjá UN Women á Íslandi afar stoltar af og þakklátar fyrir mánaðarlegu styrktaraðilana okkar, sem eru einn af lykilþáttum í þessari velgengni okkar. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi kallast Ljósberar og eru án nokkurs vafa bakbeinið og hjartað í öllu okkar starfi. Við getum sennilega ekki varpað nægilega miklu ljósi á mikilvægi þessa hóps, sem með framlögum sínum tekur virkan þátt í að berjast fyrir öllum meginmarkmiðum UN Women; vinna gegn ójöfnuði, efla pólitíska þátttöku kvenna, efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla almennt að afnámi kynbundins ofbeldis. Mánaðarleg framlög Ljósbera eru lang stærsta og öflugasta vopnið okkar í þeirri baráttu, þau gera okkur kleift að spyrna við því gríðarlega bakslagi sem hefur orðið á réttindum kvenna síðustu ár. Með því að styrkja UN Women á Íslandi mánaðarlega gerist þú Ljósberi og tekur þannig þátt í að efla konur og stúlkur um allan heim, tryggja að þeim sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð og tekið sé tillit til þarfa kvenna, styðja konur og stúlkur til náms og uppræta kynbundið ofbeldi. Hver einasta króna skiptir máli og framlag Ljósbera er ómetanlegt fyrir framtíð núverandi og komandi kynslóða. Ég hvet öll til þess að verða partur af öflugu samfélagi Ljósbera með því að fara inn á www.ljosberi.is og skrá sig sem mánaðarlegan styrktaraðila. Og ef þú ert nú þegar Ljósberi vil ég segja; takk fyrir að vera ljós í lífi kvenna og stúlkna, takk fyrir að vera Ljósberi. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun