Forstjóri Icelandair krafinn skýringa á fundi í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2022 11:07 Kallað verður eftir skýringum á tíðum töfum og aflýsingum á flugferðum Icelandair í innanlandsfluginu undanfarin misseri. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjórnarfulltrúar á Norðurlandi eystra munu fjölmenna á fund með forstjóra Icelandair á Akureyri síðar í dag, þar sem hann verður krafinn skýringa á tíðum frestunum og aflýsingum á innanlandsflugi flugfélagsins. Töluverðrar óánægju hefur gætt með með innanlandsflug Icelandair síðustu misseri, eins og rækilega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Á dögunum skrifuðu tveir bæjarfulltrúar á Akureyri grein á vef Akureyri.net, þar sem þeir röktu hvernig íbúar og atvinnurekendur á svæðinu finndu fyrir minnkandi trausti á innanlandsflug Icelandair, sökum tíðra aflýsinga eða frestana, oft með litlum fyrirvara. Spurðu þeir einfaldlega hvort að innnalandsflugið væri rúið trausti? Bæjarfulltrúar á Akureyri kölluðu einnig eftir skýringum á málinu og mun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, verða við kallinu í dag. Vilja endurnýja traustið Mun hann funda með sveitarstjórnarfulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem skipuleggur fundinn. Fundurinn verður haldinn á Akureyri, síðdegis í dag. „Ástandið er kannski búið að vera sérstaklega slæmt undanfarið og fólk getur bara ekki treyst á að geta sótt sér þá þjónustu sem að þarf út fyrir svæðið,“ segir Lára Halldóra Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE, í samtali við Vísir. Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður SSNE. Hún segir mikilvægt að það takist að endurnýja traust íbúa svæðisins á innanlandsfluginu, enda margir sem þurfa að nýta þjónustu sem aðeins er í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Það er þannig að fólk treystir því ekki eða er að ferðast á öðrum tíma heldur en að myndi henta því til þess að hafa tíma upp á hlaupa ef að þarf til læknis eða annað slíkt. Fólk treystir ekki lengur og það er ekki nógu gott,“ segir Lára Halldóra. Hún vonast til þess að fundurinn hafi jákvæð áhrif á þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu. „Óskaniðurstaðan er auðvitað sú að þjónustan á einhvern hátt batni. Auðvitað veit maður það að á fundinum mun Bogi fara yfir skýringar og á öllum málum eru skýringur. En þetta eru fáar flugferðir á dag á milli og ekki hægt að treysta á það. Það er verið að fella þær niður fyrirvaralítið. Niðurstaðan sem við viljum er bara betri þjónusta og öruggari tenging á milli.“ Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann er á norðurleið í dag.Stöð 2/Egill Þá segir hún að ánægja ríki með að Bogi Nils hafi ákveðið að koma norður til fundar við fulltrúa svæðisins. „Við erum mjög ánægð með það að hann skuli hafa tekið vel í það að koma hingað norður og eiga þetta samtal við okkur. Við teljum að það sé nauðsynlegt, að eiga samtalið. Það er forsenda alls.“ Fréttir af flugi Icelandair Sveitarstjórnarmál Byggðamál Akureyri Dalvíkurbyggð Grýtubakkahreppur Hörgársveit Langanesbyggð Þingeyjarsveit Norðurþing Svalbarðsstrandarhreppur Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. 12. september 2022 06:25 Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15. júlí 2022 22:26 Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Töluverðrar óánægju hefur gætt með með innanlandsflug Icelandair síðustu misseri, eins og rækilega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Á dögunum skrifuðu tveir bæjarfulltrúar á Akureyri grein á vef Akureyri.net, þar sem þeir röktu hvernig íbúar og atvinnurekendur á svæðinu finndu fyrir minnkandi trausti á innanlandsflug Icelandair, sökum tíðra aflýsinga eða frestana, oft með litlum fyrirvara. Spurðu þeir einfaldlega hvort að innnalandsflugið væri rúið trausti? Bæjarfulltrúar á Akureyri kölluðu einnig eftir skýringum á málinu og mun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, verða við kallinu í dag. Vilja endurnýja traustið Mun hann funda með sveitarstjórnarfulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem skipuleggur fundinn. Fundurinn verður haldinn á Akureyri, síðdegis í dag. „Ástandið er kannski búið að vera sérstaklega slæmt undanfarið og fólk getur bara ekki treyst á að geta sótt sér þá þjónustu sem að þarf út fyrir svæðið,“ segir Lára Halldóra Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE, í samtali við Vísir. Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður SSNE. Hún segir mikilvægt að það takist að endurnýja traust íbúa svæðisins á innanlandsfluginu, enda margir sem þurfa að nýta þjónustu sem aðeins er í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Það er þannig að fólk treystir því ekki eða er að ferðast á öðrum tíma heldur en að myndi henta því til þess að hafa tíma upp á hlaupa ef að þarf til læknis eða annað slíkt. Fólk treystir ekki lengur og það er ekki nógu gott,“ segir Lára Halldóra. Hún vonast til þess að fundurinn hafi jákvæð áhrif á þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu. „Óskaniðurstaðan er auðvitað sú að þjónustan á einhvern hátt batni. Auðvitað veit maður það að á fundinum mun Bogi fara yfir skýringar og á öllum málum eru skýringur. En þetta eru fáar flugferðir á dag á milli og ekki hægt að treysta á það. Það er verið að fella þær niður fyrirvaralítið. Niðurstaðan sem við viljum er bara betri þjónusta og öruggari tenging á milli.“ Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann er á norðurleið í dag.Stöð 2/Egill Þá segir hún að ánægja ríki með að Bogi Nils hafi ákveðið að koma norður til fundar við fulltrúa svæðisins. „Við erum mjög ánægð með það að hann skuli hafa tekið vel í það að koma hingað norður og eiga þetta samtal við okkur. Við teljum að það sé nauðsynlegt, að eiga samtalið. Það er forsenda alls.“
Fréttir af flugi Icelandair Sveitarstjórnarmál Byggðamál Akureyri Dalvíkurbyggð Grýtubakkahreppur Hörgársveit Langanesbyggð Þingeyjarsveit Norðurþing Svalbarðsstrandarhreppur Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. 12. september 2022 06:25 Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15. júlí 2022 22:26 Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. 12. september 2022 06:25
Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15. júlí 2022 22:26
Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12