Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 11:05 Gerð verður tilraun til að fella hina vindmylluna í Þykkvabæ með því að saga hana niður í dag. Vísir/Arnar Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. Fréttastofa mun að sjálfsögðu fara austur að Þykkvabæ til að fylgjast með niðurrifi vindmyllunnar. Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi um klukkan 14. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn og eins og margir muna gekk það einstaklega illa. Sex tilraunum og átta klukkustundum síðar tókst sprengjusveitinni að fella mylluna. En nú á að gera þetta rétt. Til stendur að hefja niðurrif hinnar vindmyllunnar klukkan tvö í dag og hana á að fella í heilu lagi en Hringrás mun sjá um verkið. „Við ætlum að fara að fella niður vindmylluna en við ætlum okkur ekki að sprengja hana, við ætlum að brenna hana niður,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar. Notast verður við skurðartæki til að skera hana í sundur. „Svo er því bara stjórnað hvernig hún fellur,“ segir Sigmar. Lögreglan mun loka veginum að Þykkvabæ um hálf tvö til að tryggja að enginn óviðkomandi hætti sér of nálægt. Sigmar gerir ekki ráð fyrir að verkið taki langan tíma, enda ekki um stóra myllu að ræða. Hún er 56 metra há og 60 tonn að þyngd. Hefði kannski átt að gera þetta svona síðast líka, þetta gekk svo brösulega í vetur? „Ég ætla nú ekki að tjá mig um það fyrr en þessu er lokið, það verður hver og einn að meta fyrir sig ef það gengur betur. En við eigum frekar von á að það gangi betur,“ segir Sigmar. Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Fréttastofa mun að sjálfsögðu fara austur að Þykkvabæ til að fylgjast með niðurrifi vindmyllunnar. Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi um klukkan 14. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn og eins og margir muna gekk það einstaklega illa. Sex tilraunum og átta klukkustundum síðar tókst sprengjusveitinni að fella mylluna. En nú á að gera þetta rétt. Til stendur að hefja niðurrif hinnar vindmyllunnar klukkan tvö í dag og hana á að fella í heilu lagi en Hringrás mun sjá um verkið. „Við ætlum að fara að fella niður vindmylluna en við ætlum okkur ekki að sprengja hana, við ætlum að brenna hana niður,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar. Notast verður við skurðartæki til að skera hana í sundur. „Svo er því bara stjórnað hvernig hún fellur,“ segir Sigmar. Lögreglan mun loka veginum að Þykkvabæ um hálf tvö til að tryggja að enginn óviðkomandi hætti sér of nálægt. Sigmar gerir ekki ráð fyrir að verkið taki langan tíma, enda ekki um stóra myllu að ræða. Hún er 56 metra há og 60 tonn að þyngd. Hefði kannski átt að gera þetta svona síðast líka, þetta gekk svo brösulega í vetur? „Ég ætla nú ekki að tjá mig um það fyrr en þessu er lokið, það verður hver og einn að meta fyrir sig ef það gengur betur. En við eigum frekar von á að það gangi betur,“ segir Sigmar.
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent