Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Kolbeinn Tumi Daðason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 20. september 2022 15:45 Vindmyllan féll með afli til jarðar. Vísir/Egill Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn eftir sex tilraunir. Aðgerðin tók átta klukkustundir. Aðgerðin í dag tók mun skemmri tíma, eða um tvo tíma. Vindmyllan virtist reyndar ætla að láta bíða eftir sér því ekki fór hún niður eftir fyrsta skurðinn í gegnum hana. Starfsmenn Hringrásar skáru þá meira í vindmylluna og beittu einnig tjakki, sem virðist hafa gert gæfumuninn, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan. Ingvar Jóel Ingvarsson, starfsmaður Hringrásar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hlupu burt þegar hún féll „Þetta gekk bara ágætlega. Við hefjum viljað vera búnir aðeins fyrr,“ sagði Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar, í viðtali við Hallgerði Kolbrúnu E. Jónsdóttur, fréttamann okkar sem fylgdist með á vettvangi ásamt Agli Aðalsteinssyni, tökumanni. Sjá mátti starfsmenn Hringrásar hlaupa í burtu frá vindmyllunni þegar hún byrjaði að falla. Sigmar telur líklegt að rokið á vettvangi hafi mögulega tafið eitthvað fyrir. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Það er mjög líklegt að það hafi gert það að verkum að hún féll ekki strax í byrjun, vindurinn. Við það að fá tjakkinn undir þá skipti það máli.“ Um 60 tonn af stáli liggja nú á jörðinni við Þykkvabæ. Starfsmenn Hringrásar munu hefjast handa á eftir við að brytja hana niður. Stálið verður flutt til Reykjavíkur og þaðan erlendis til endurvinnslu. Hér að neðan má sjá þegar fyrri vindmyllan féll loks í sjöttu tilraun í janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn eftir sex tilraunir. Aðgerðin tók átta klukkustundir. Aðgerðin í dag tók mun skemmri tíma, eða um tvo tíma. Vindmyllan virtist reyndar ætla að láta bíða eftir sér því ekki fór hún niður eftir fyrsta skurðinn í gegnum hana. Starfsmenn Hringrásar skáru þá meira í vindmylluna og beittu einnig tjakki, sem virðist hafa gert gæfumuninn, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan. Ingvar Jóel Ingvarsson, starfsmaður Hringrásar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hlupu burt þegar hún féll „Þetta gekk bara ágætlega. Við hefjum viljað vera búnir aðeins fyrr,“ sagði Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar, í viðtali við Hallgerði Kolbrúnu E. Jónsdóttur, fréttamann okkar sem fylgdist með á vettvangi ásamt Agli Aðalsteinssyni, tökumanni. Sjá mátti starfsmenn Hringrásar hlaupa í burtu frá vindmyllunni þegar hún byrjaði að falla. Sigmar telur líklegt að rokið á vettvangi hafi mögulega tafið eitthvað fyrir. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Það er mjög líklegt að það hafi gert það að verkum að hún féll ekki strax í byrjun, vindurinn. Við það að fá tjakkinn undir þá skipti það máli.“ Um 60 tonn af stáli liggja nú á jörðinni við Þykkvabæ. Starfsmenn Hringrásar munu hefjast handa á eftir við að brytja hana niður. Stálið verður flutt til Reykjavíkur og þaðan erlendis til endurvinnslu. Hér að neðan má sjá þegar fyrri vindmyllan féll loks í sjöttu tilraun í janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46