Hvað kostar það mig að nota peningana mína? Haukur Skúlason skrifar 21. september 2022 13:30 Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. En vitum við í raun og veru hvað það kostar okkur að nota kortin okkar? Ef við leggjumst í smávegis rannsóknarvinnu erum við fljót að sjá að Seðlabanki Íslands heldur utan um alls konar tölfræði um kortanotkun íslenskra heimila (auk ýmislegs annars), og þar sjáum við svart á hvítu hver kortanotkun var frá ágúst 2021 til og með júlí 2022 (heilt ár). Við sjáum að meðalheimilið notar greiðslukort að jafnaði til að greiða tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, þar af um 75 þúsund erlendis (sem getur verið greiðsla í útlöndum en líka greiðsla í erlendri netverslun). En ef við miðum hins vegar við ímyndaðan meðaltals-viðskiptavin og gefum okkur að viðkomandi endurspegli að fullu tölurnar í töflunni að ofan og sé með bæði debet- og kreditkort (með lægsta árgjaldinu), þá getum við áætlað hver kostnaður þess einstaklings væri. Árgjald korta væri í kringum 4.300 krónur (debetkort í kringum 900 krónur og kreditkort í kringum 3.400 krónur. Færslugjöld á debetkortafærslum eru 19-20 krónur á hverja debetkortafærlu, en hins vegar bjóða margir bankanna upp á ákveðinn fjölda af “fríum” færslum á ári, og ímyndum okkur að “fríar” debetkortafærslur séu 150 á ári. Viðkomandi borgar þá 19-20 krónur fyrir 217 færslur á ári, samtals um 4.100 til 4.300 krónur á ári. Gjaldeyrisálag á erlendar kortafærslur (hvort sem þær eru framkvæmdar með debet- eða kreditkortum, og hvort sem þær eru framkvæmdar erlendis eða á netinu) er á bilinu 2,5%-3,0%. Það er álagið sem bankarnir leggja ofan á „Almennt gengi” og kalla „Kortagengi”. Miðað við að meðaltals viðskiptavinurinn eyðir tæpum 900 þúsund krónum á ári í erlendar færslur, þá er gjaldeyrisálagið á bilinu 22 - 27 þúsund krónur á ári. Heildarkostnaður við að nota launin er því bilinu 31 til 35 þúsund krónur á ári fyrir þennan viðskiptavin. Flest heimili myndi muna talsvert um að fá að halda þessum peningum eftir til að kaupa nauðsynjar eða gera eitthvað skemmtilegt. Nú geta einhverjir sagt að bankarnir geti nú ekki gefið þessa þjónustu, það kostar jú að halda úti kortum og slíku. En bankarnir fá hins vegar tekjur, í gegnum VISA og Mastercard, sem nema 0,2% af allri kortaveltu í gegnum kortin, og þær tekjur koma frá þeim sem selja vörur og þjónustu. Við vitum að velta í gegnum greiðslukort íslenskra heimila var rúmlega þúsund milljarðar á tímabilinu, og tekjur bankanna af veltunni voru þar af leiðandi 2,2 milljarðar. Mætti ekki færa rök fyrir því að það væri nú alveg nóg? Af hverju þarf ég að borga bankanum fyrir að fá að nota peninga mína? Höfundur er framkvæmdastjóri indó sparisjóðs hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Fjármál heimilisins Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. En vitum við í raun og veru hvað það kostar okkur að nota kortin okkar? Ef við leggjumst í smávegis rannsóknarvinnu erum við fljót að sjá að Seðlabanki Íslands heldur utan um alls konar tölfræði um kortanotkun íslenskra heimila (auk ýmislegs annars), og þar sjáum við svart á hvítu hver kortanotkun var frá ágúst 2021 til og með júlí 2022 (heilt ár). Við sjáum að meðalheimilið notar greiðslukort að jafnaði til að greiða tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, þar af um 75 þúsund erlendis (sem getur verið greiðsla í útlöndum en líka greiðsla í erlendri netverslun). En ef við miðum hins vegar við ímyndaðan meðaltals-viðskiptavin og gefum okkur að viðkomandi endurspegli að fullu tölurnar í töflunni að ofan og sé með bæði debet- og kreditkort (með lægsta árgjaldinu), þá getum við áætlað hver kostnaður þess einstaklings væri. Árgjald korta væri í kringum 4.300 krónur (debetkort í kringum 900 krónur og kreditkort í kringum 3.400 krónur. Færslugjöld á debetkortafærslum eru 19-20 krónur á hverja debetkortafærlu, en hins vegar bjóða margir bankanna upp á ákveðinn fjölda af “fríum” færslum á ári, og ímyndum okkur að “fríar” debetkortafærslur séu 150 á ári. Viðkomandi borgar þá 19-20 krónur fyrir 217 færslur á ári, samtals um 4.100 til 4.300 krónur á ári. Gjaldeyrisálag á erlendar kortafærslur (hvort sem þær eru framkvæmdar með debet- eða kreditkortum, og hvort sem þær eru framkvæmdar erlendis eða á netinu) er á bilinu 2,5%-3,0%. Það er álagið sem bankarnir leggja ofan á „Almennt gengi” og kalla „Kortagengi”. Miðað við að meðaltals viðskiptavinurinn eyðir tæpum 900 þúsund krónum á ári í erlendar færslur, þá er gjaldeyrisálagið á bilinu 22 - 27 þúsund krónur á ári. Heildarkostnaður við að nota launin er því bilinu 31 til 35 þúsund krónur á ári fyrir þennan viðskiptavin. Flest heimili myndi muna talsvert um að fá að halda þessum peningum eftir til að kaupa nauðsynjar eða gera eitthvað skemmtilegt. Nú geta einhverjir sagt að bankarnir geti nú ekki gefið þessa þjónustu, það kostar jú að halda úti kortum og slíku. En bankarnir fá hins vegar tekjur, í gegnum VISA og Mastercard, sem nema 0,2% af allri kortaveltu í gegnum kortin, og þær tekjur koma frá þeim sem selja vörur og þjónustu. Við vitum að velta í gegnum greiðslukort íslenskra heimila var rúmlega þúsund milljarðar á tímabilinu, og tekjur bankanna af veltunni voru þar af leiðandi 2,2 milljarðar. Mætti ekki færa rök fyrir því að það væri nú alveg nóg? Af hverju þarf ég að borga bankanum fyrir að fá að nota peninga mína? Höfundur er framkvæmdastjóri indó sparisjóðs hf.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun