Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 10:23 Pósthúsið á Kópaskeri hefur verið til húsa við Bakkagötu (niðri til vinstri). Vísir/Vilhelm Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. Frá þessu segir á vef Póstsins þar sem fram kemur að til standi að leggja áherslu á aðrar þjónustulausnir og að áfram verði boðið upp á góða þjónustu. Greint var frá lokununum inni á heimasíðu Póstsins fyrr í mánuðinum en sveitarstjórn Skagastrandar tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá starfsfólki póstafgreiðslunnar á Skagaströnd þar sem lokunni er mótmælt harðlega. Pósturinn á Skagaströnd hefur verið til húsa í Höfða við Hólanesveg.Já.is „Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til þess að fara yfir stöðuna og var sveitarstjórn falið að boða til fundar með aðilum,“ segir í fundargerðinni. Breytingar sem þessar geta reynst erfiðar Á síðu Póstsins segir að starfsemi Póstsins á öllu landinu sé margþætt og að rekstur pósthúsa sé einn þáttur starfseminnar. Pósturinn í Grindavík.Já.is „Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum en sem dæmi má nefna að frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi.“ Þá segir að á sama tíma skilji fyrirtækið að breytingar líkt og þessar geti reynst erfiðar og þess vegna vilji Pósturinn upplýsa íbúa tímanlega og svara öllum helstu spurningum sem gætu vaknað. Engar uppsagnir Í svari Póstsins við fyrirspurn fréttastofu segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar vegna lokana þessara þriggja pósthúsa. „Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum. Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu. Pósturinn Skagaströnd Norðurþing Grindavík Tengdar fréttir Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Sjá meira
Frá þessu segir á vef Póstsins þar sem fram kemur að til standi að leggja áherslu á aðrar þjónustulausnir og að áfram verði boðið upp á góða þjónustu. Greint var frá lokununum inni á heimasíðu Póstsins fyrr í mánuðinum en sveitarstjórn Skagastrandar tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá starfsfólki póstafgreiðslunnar á Skagaströnd þar sem lokunni er mótmælt harðlega. Pósturinn á Skagaströnd hefur verið til húsa í Höfða við Hólanesveg.Já.is „Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til þess að fara yfir stöðuna og var sveitarstjórn falið að boða til fundar með aðilum,“ segir í fundargerðinni. Breytingar sem þessar geta reynst erfiðar Á síðu Póstsins segir að starfsemi Póstsins á öllu landinu sé margþætt og að rekstur pósthúsa sé einn þáttur starfseminnar. Pósturinn í Grindavík.Já.is „Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum en sem dæmi má nefna að frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi.“ Þá segir að á sama tíma skilji fyrirtækið að breytingar líkt og þessar geti reynst erfiðar og þess vegna vilji Pósturinn upplýsa íbúa tímanlega og svara öllum helstu spurningum sem gætu vaknað. Engar uppsagnir Í svari Póstsins við fyrirspurn fréttastofu segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar vegna lokana þessara þriggja pósthúsa. „Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum. Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu.
Pósturinn Skagaströnd Norðurþing Grindavík Tengdar fréttir Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Sjá meira
Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30