Halla hættir sem framkvæmdastjóri ASÍ: „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 15:34 Halla Gunnarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri ASÍ undanfarin tvö ár. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal. Hún segir að um skemmtilegt og lærdómsríkt ferli hafi verið að ræða en síðustu ár hafi einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi og vinnuskilyrðin hafi oft verið óbærileg. Vonandi takist að leysa einhverja hnúta og komast að samkomulagi fyrir veturinn. Halla tók við sem framkvæmdastjóri árið 2020 og segir hún það ekkert leyndarmál að hún hafi komið þangað til að vinna með Drífu Snædal, sem var kjörinn forseti Alþýðusambandsins árið 2018. Drífa sagði þó af sér í síðasta mánuði og vísaði til óbærilegra samskipta við formenn VR og Eflingar. „Ég tel bæði rétt og eðlilegt að nýr forseti fái til sín framkvæmdastjóra sem hann treystir og á trúnað hjá. Á næstu vikum mun ég skila af mér og vera nýjum forseta og framkvæmdastjóra innan handar eftir þörfum, en síðan skilja leiðir“ skrifar Halla á Facebook síðu sinni. Hún kveðst stolt af þeim verkefnum sem hún hafi komið að hjá ASÍ og þeim málum sem Drífa hafi sett á oddinn. „Það hefur verið skemmtilegt og lærdómsríkt að starfa með þeim sterka og öfluga starfsmannahópi sem starfar innan ASÍ og ég hef farið fyrir og átt þátt í að byggja upp. Sama má segja um bæði forystufólk og starfsfólk aðildarfélaga ASÍ, innan félaganna er gríðarleg reynsla og þekking sem ég hef fengið að njóta góðs af,“ segir Halla. Átökin hafi dregið þrótt úr hreyfingunni Ólgan sem nú er til staðar innan verkalýðshreyfingarinnar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafi þó haft gríðarleg áhrif. „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi, eins og komið hefur fram opinberlega. Vinnuskilyrðin hafa oft verið óbærileg. Starfsfólk ASÍ, þar á meðal ég, hefur verið dregið inn í opinbera umræðu þar sem það á erfitt með að svara fyrir sig. Að mínu mati hefur þetta dregið þrótt úr hreyfingunni, sem kemur niður á launafólki og almenningi á Íslandi,“ segir Halla. Önnur verkalýðsfélög hafa lýst yfir áhyggjum af þeirri ólgu sem er til staðar, ekki síst þar sem það styttist í erfiðar kjaraviðræður. Kosið verður um nýjan forseta á þingi sambandsins í október en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gefið það út að hann sækist eftir embættinu og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur kost á sér til embættis annars varaforseta. „Ég vona að á komandi þingi ASÍ takist að leysa einhverja af þeim hnútum sem hafa verið hnýttir á síðustu misserum og komast að minnsta kosti að samkomulagi um hvernig sambandið á að halda á spilunum þennan vetur kjaraviðræðna. Launafólk á Íslandi á verkalýðshreyfinguna og það er okkar allra að standa vörð um sameinaða og öfluga verkalýðshreyfingu á Íslandi. Við eigum mikið undir henni,“ segir Halla. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vistaskipti Tengdar fréttir „Skylda okkar að taka slaginn“ Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér til embættis annars varaforseta ASÍ. 18. september 2022 16:15 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22 Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 15. september 2022 11:55 ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. 14. september 2022 12:09 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Halla tók við sem framkvæmdastjóri árið 2020 og segir hún það ekkert leyndarmál að hún hafi komið þangað til að vinna með Drífu Snædal, sem var kjörinn forseti Alþýðusambandsins árið 2018. Drífa sagði þó af sér í síðasta mánuði og vísaði til óbærilegra samskipta við formenn VR og Eflingar. „Ég tel bæði rétt og eðlilegt að nýr forseti fái til sín framkvæmdastjóra sem hann treystir og á trúnað hjá. Á næstu vikum mun ég skila af mér og vera nýjum forseta og framkvæmdastjóra innan handar eftir þörfum, en síðan skilja leiðir“ skrifar Halla á Facebook síðu sinni. Hún kveðst stolt af þeim verkefnum sem hún hafi komið að hjá ASÍ og þeim málum sem Drífa hafi sett á oddinn. „Það hefur verið skemmtilegt og lærdómsríkt að starfa með þeim sterka og öfluga starfsmannahópi sem starfar innan ASÍ og ég hef farið fyrir og átt þátt í að byggja upp. Sama má segja um bæði forystufólk og starfsfólk aðildarfélaga ASÍ, innan félaganna er gríðarleg reynsla og þekking sem ég hef fengið að njóta góðs af,“ segir Halla. Átökin hafi dregið þrótt úr hreyfingunni Ólgan sem nú er til staðar innan verkalýðshreyfingarinnar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafi þó haft gríðarleg áhrif. „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi, eins og komið hefur fram opinberlega. Vinnuskilyrðin hafa oft verið óbærileg. Starfsfólk ASÍ, þar á meðal ég, hefur verið dregið inn í opinbera umræðu þar sem það á erfitt með að svara fyrir sig. Að mínu mati hefur þetta dregið þrótt úr hreyfingunni, sem kemur niður á launafólki og almenningi á Íslandi,“ segir Halla. Önnur verkalýðsfélög hafa lýst yfir áhyggjum af þeirri ólgu sem er til staðar, ekki síst þar sem það styttist í erfiðar kjaraviðræður. Kosið verður um nýjan forseta á þingi sambandsins í október en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gefið það út að hann sækist eftir embættinu og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur kost á sér til embættis annars varaforseta. „Ég vona að á komandi þingi ASÍ takist að leysa einhverja af þeim hnútum sem hafa verið hnýttir á síðustu misserum og komast að minnsta kosti að samkomulagi um hvernig sambandið á að halda á spilunum þennan vetur kjaraviðræðna. Launafólk á Íslandi á verkalýðshreyfinguna og það er okkar allra að standa vörð um sameinaða og öfluga verkalýðshreyfingu á Íslandi. Við eigum mikið undir henni,“ segir Halla.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vistaskipti Tengdar fréttir „Skylda okkar að taka slaginn“ Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér til embættis annars varaforseta ASÍ. 18. september 2022 16:15 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22 Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 15. september 2022 11:55 ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. 14. september 2022 12:09 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
„Skylda okkar að taka slaginn“ Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér til embættis annars varaforseta ASÍ. 18. september 2022 16:15
Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22
Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 15. september 2022 11:55
ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. 14. september 2022 12:09
Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent