Handbolti

„Þetta er Klopp-syndrome“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fagnaðarlætin voru ógurleg.
Fagnaðarlætin voru ógurleg. Stöð 2 Sport

Farið var yfir stemninguna hjá Gróttu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Róbert Gunnarsson, þjálfari liðsins, fagnaði sigrinum á Stjörnunni vel og innilega með leikmönnum sínum.

„Sjáið þið Robba (Róbert Gunnarsson, þjálfara), hann faðmar þá alla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur, kallaði þetta „Klopp-syndrom“ og átti þar við Jürgen Klopp, þjálfara enska úrvalsdeildar félagsins Liverpool.

„Hann er rosalega glaður með þetta, þetta er innilegt. Þetta smitar. Það er bara þannig,“ bætti Jóhann Gunnar við.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Fagnaðarlæti Gróttu

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×